Læknaneminn - 01.10.1971, Side 22
20
LÆKNANEMINN
GUNNAR SIGURÐSSON, læknir:
Sjónuskemmdir í sykursýki
(Retinopathia diabetica)
Eftirfarandi greinarkorni er
ætlað að vekja athygli á einum af
alvarlegustu fylgikvillum sykur-
sýkinnar og þeim ráðum, sem unnt
er að beita gegn honum.
Tíðni sjónuskemmda hefur vax-
ið, eftir því sem æviskeið sykur-
sjúkra hefur lengzt. Sjónuskemmd-
ir eru nú fjórða algengasta orsök
blindu í Bretlandi, þar sem 7%
skráðrar blindu eru af þessum sök-
um (1), en í Danmörku eru sam-
bærilegar tölur 23% (2). Ekki er
unnt að gefa tíðnitölur fyrir Island
vegna ófullkominnar blindraskrán-
ingar, en tilfellin eru ófá og hefur
farið fjölgandi þar, en árið 1950
var enginn skráður blindur af
völdum sykursýki á Islandi (3). I
Bretlandi eru nú 2% sykursjúkra
taldir blindir, þar af langflestir af
völdum sjónuskemmda, sem er tí-
föld tíðni blindu miðað við þjóð-
ina í heild (4).
Sjónuskemmdirnar eru aðallega
bundnar við æðarnar, einkanlega
háræðarnar. Æðahimnan (base-
ment membrane) þykknar, jafnvel
svo að valdi lokun á háræðum, en
einnig verða frumubreytingar í
æðaveggnum. Þessar breytingar
eru svipaðar og verða annars stað-
ar í háræðum líkamans, en micro-
aneurisma og nýæðar myndast
einungis í sjónunni og lithimnunni.
Eftirfarandi tafla sýnir þær augn-
botnabreytingar, sem greindar
verða í sykursýki:
Háræðar:
Háræðalokun
Microaneurisma
Slagæðar:
Æðaþrengsli og lokun
Bláæðar:
Útvíkkun
Lykkjumyndanir
Utan æðaveggjanna:
Blæðingar
Útfellingar
„Cotton wool spots“
Bjúglopi (oedema)
Nýæðamyndanir
Örvefsmyndun (retinitis
proliferans).
Háræðalokun er venjulega fyrsta
meinsemdin, sem greind verður.
Hún verður ekki greind við venju-
lega augnbotnaskoðun, en sést
greinilega við augnbotnamynda-
töku eftir að fluorescin hefur verið
gefið í æð. Þessi rannsókn greinir
því breytingar á frumstigi og er
einnig mikilvægt tæki til að fylgj-
ast með framþróun sjúkdómsins
og meta gildi meðferðar (5).
Microaneurisma eru oftast
fyrstu sýnilegu breytingarnar við
augnbotnaskoðun og jafnframt
þær, sem mest eru einkennandi
fyrir sykursýki. Microaneurisma
eru sekklaga útvíkkanir í háræð-
unum. Þau, sem eru meira en 30u í
þverskurði, greinast með berum
augum, en minni greinast einungis
með fluorescinmyndatöku. Þau eru