Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Qupperneq 18

Læknaneminn - 01.03.1974, Qupperneq 18
hjá foreldrum sínum, ekki í hlutverki hins fullorðna manns, sem leitar ráða annars fullorðins manns um það, sem hinn síðari hefur betra vit á. Og lækninum er að sama skapi tamt og jafnvel enn tamara að bregða sér í hlutverk foreldrisins og tala við sjúkl- inginn eins og barn. Er þá oft talað niður til sjúklingsins, hann er „góði minn“, og „væna mín“ og „þetta lagast allt“, sem sé sama tækni og þegar mamma kyssir á meiddið. Er mjög erfitt að dæma, hvort sjúklingurinn hefur ýtt lækninum inn í for- eldrahlutverkið eða læknirinn sjúklingnum inn í barnshlutverkið. Sjúklingar hafa tvímælalaust djúpstæða þörf fyrir að treysta lækni sínum skilyrðislaust, og svo virðist sem þetta traust verði því blindara sem læknirinn gefur sjúklingnum minni upplýsingar um ástand sitt. Það er eðlilegt, því að fáfræðin gerir sjúklinginn enn háðari lækni sínum, og þeim sem menn eru háðir verða menn jú að treysta, ef ekki eiga að skapast innri togstreitur. Því má ætla, að sjúkling- urinn eigi sinn þátt í að skapa sjálfsmynd læknis- ins. En önnur hlið er á þessu máli. Allir læknar hafa yfirleitt verið læknanemar. Og læknanemar læra það sem fyrir þeim er haft, þeir fá hugmyndir sínar um samband lækna og sjúklinga frá sér eldri læknum. Margir yfirlæknar á sjúkrahúsum hafa lengi staðið á háum goðastalli í augum sjúklinga sinna og starfs- fólks reyndar líka. Að vísu má ætla, að þetta sé að breytast nú á síðari tímum. En enn er sá læknir fágætur, sem gerir sér þá fyrirhöfn að skýra fyrir stúdentum sínum samband sitt við sjúklingana, hvers vegna hann sé svona við þennan en hinsegin við hinn, hvers vegna hann segi einum þetta en öðr- um hitt og sleppi öðru. Sjálfir hafa læknar fæstir fengið tilsögn um þessi atriði á sínum tíma heldur orðið að þreifa sig áfram, komizt af með það nokk- urn veginn klakklaust og ætlast nú til að stúdentar þeirra geri hið sama. En þetta er í rauninni hin mesta happa- og glappaaðferð sem hugsast getur. Mistök á þessu sviði geta orðið afdrifarík, bæði fyrir þann sem gerir þau og þann, sem fyrir þeim verður. Óreyndir og óupplýstir stúdentar geta tekið algjörlega skakkan pól í hæðina, þeir segja e. t. v. of mikið við suma, brenna sig svo á því gagnstæða við aðra og eru varnarlausir gagnvart manipúler- andi sjúklingum, sem hafa lært á kerfið og vita, hvar garðurinn er lægstur. Staða sjúklings á sjúkrahúsi er staða hins varnar- lausa og auðsæranlega. Eftir göngu milli lækna og mismunandi langa bið fær hann íoksins pláss. Hann kemur á sjúkrahúsið og er háttaður þar niður í rum af og hjá fólki, sem hann hefur aldrei séð fyrr. Um- hverfið er ókunnugt, og hvert sem litið er, eru ný andlit. Það er tekinn af honum sjúrnall, það er tekið úr honum blóð, þvags og saurs er krafizt við og við, það eru teknar rtg.myndir, það eru tekin alls konar línurit. Yfirleitt koma aðgerðir hvers dags sjúklingn- um á óvart, honum hefur ekki verið sagt, hvað til stendur. Þegar hann vaknar um morguninn, veit hann sjaldnast, hvort hann fær morgunmat eða ekki. Og allan tímann er hann að velta sömu spurn- ingunum fyrir sér: Hvað er að mér? Að hverju er verið að leita? Hvað hefur fundizt? Hvers vegna var lyfjunum breytt? o. s. frv. Hann fær sjaldnast nein svör við þessum spurningum. Þeir sem geta og mega svara þeim, mega ekki vera að því, og þeir sem hafa tíma og vilja til að svara, geta það ekki eða mega það ekki. Endalaust er vísað frá einum til annars, spurðu þennan, spurðu hinn og að lok- um: Spurðu lækninn á stofugangi á morgun. Á stofugangi! Venjulegur sjúklingur á ekki svo auðvelt með að spyrja margra spurninga á stofu- gangi, hvað þá að þeir geti melt svörin við þeim, ef einhver eru. Það skal viðurkennt, að stofugang- ar eru misjafnlega stórir og misjafnlega viðhafnar- miklir. En þeir geta hæglega farið upp í 15 manns, sem raða sér í mörgum röðum umhverfis rúm sjúkl- 12 læknaneminn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.