Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Side 45

Læknaneminn - 01.03.1974, Side 45
starfhæfar og nokkurn veginn fullþroska þegar þær yfi rgefa merginn. Hins vegar halda einkjarna gleypi- frumur áfram að sérhæfast utan mergsins, og virSist endanleg gerS og starfsgeta þessara frumna ákvarS- ast aS nokkru leyti af því, hvar þær lenda. Þannig ferðast einkjarna gleypifrumur sem blóðgleyplar (nionocytes) um æSakerfiS. BlóSgleyplar eru af- kvæmi stofngleypla (promonocytes), sem nýlega hafa veriS greindir frá öSrum forstigum hvítra blóSkorna i mergnum. BlóSgleyplar hafa venjulega stutta við- dvöl í blóðinu, áSur en þeir smjúga gegnum hár- æðaveggi til þess aS taka sér bólfestu í vefjum lík- anians. Eftir það breytast þeir fljótlega í stærri og serhæfðari frumur, vefjagleypla (macrophages), sem geta verið æði mismunandi að stærð, lögun og starfs- getu eftir því, hvar þeir eru staðsettir. Er þessi fjöl- breytni glöggt dæmi um þau áhrif, sem umhverfið hefur á endanlega gerð frumna. HiS margbreytilega utlit vefjagleypla varð til þess, að þeim hafa verið gefin ýmis nöfn eins og sjá má af töflu II. Það sem samkennir allar þessar frumur og greinir þær frá óðrum frumum líkamans er uppruni þeirra, gárótt I ruffled) yfirborðsh imna, kúlulaga kjarni og hæfi- leiki til að gleypa. TAFLA II Gleypikerfið (The Mononuclear Phagocyte system) Sérhœfingarstig Stofngleyplar (Promonocytes) I BlóSgleyplar (Monocytes) I Vefjagleyplar (Macrophages) Histiocytes Kupffer Cells Alveolar Machrophages Sinucoidal Lining Cells Free and Fixed Macrophages Peritoneal Macrophages Osteoclasts Microglia Aðsetur Beinmergur Blóð Vefir Bandvefur Lifur Lungu Mergur, Milta Eitlar, Milta Skina Bein Taugavefur Eitilfrumur ljúka ekki heldur þroskaferli sínum fyrr en þær hafa yfirgefið merginn. Þannig fram- leiðir tímgill (thymus) sennilega sérhæfingarvaka, sem breytir eðli þeirra eitilfrumna, er berast inn á áhrifasvæði kirtilsins. Þessar frumur fara í öra skipt- ingu og öðlast samtímis eiginleika, sem ákvarðar starfsgetu þeirra og skipar þeim í flokk T-frumna. Tímgill er þannig nokkurs konar uppeldisstöð fyrir þær eitilfrumur, sem sjá um frumubundið ónœmi (cellular immunity). B-eitilfrumur, sem framleiða mótefni og sjá líkamanum þannig fyrir vessaónœmi (humoral immunity), hafa trúlega ekki heldur náð fullri starfsgetu, þegar þær yfirgefa merginn. Hægt er að koma í veg fyrir mótefnamyndun í fuglum, með því að skera úr þeim Iítið blöðrulaga líffæri (Bursa Fabricius), sem liggur milli endaþarms og stéls. I spendýrum hefur hins vegar ekki tekizt að finna sérstakt sérhæfingarlíffæri fyrir B-eitilfrumur, en margir telja, að allur eitilvefur meltingarvegar- ins, frá kverkeitlum niður að endaþarmi, gegni þessu hlutverki. Tímgill ( T /í i/iii ii.s ) Tímgillinn er fyrsta líffærið, þar sem eitilfrumur finnast á fósturskeiði. Kirtillinn vex mjög ört á síð- ari hluta meðgöngutíma og heldur áfram að stækka fram að kynþroskaaldri, en eftir það rýrnar hann smám saman. Hann er orðinn mjög lílill í gamal- mennum, og er þá bandvefur að verulegu leyti kom- inn í stað þekju- og eitilfrumna. Um hlutverk þessa kirtils var ekkert vitað fyrr en eftir 1960, en á síðustu árum hefur hann verið mið- depill í rannsóknum margra líffræðinga. Er nú Ijóst, að tímgill sérhæfir T-eitilfrumur og hefur þannig úrslitaáhrif á hæfni líkamans til frumubundinna ó- næmissvara (cellular immunity responses). Gerð kirtilsins, sem er sýnd í grófum dráttum á 2. og 3. mynd, má líkja við kóral, er greinist í bleðla út frá samfelldum kjarna. Bleðlarnir liggja þétt hver upp að öðrum, er eru aðskildir af bandvefshýði. Stoðvefur kirtilsins er gerður úr frumum (reticular epithelium), sem eru upprunnar frá þekjuvef 3. og 4. kokpoka. Þessar frumur mynda net, sem er þétt riðið í miðju bleðlanna en verður losaralegra, þegar utar dregur. I kirtilmiðjunni koma þær saman í þétta sveipi á víð og dreif og mynda svokallaða Hassalls hnökra. I möskvum stoðvefsins eru eitilfrumur. Þær sitja fremur strjált um miðbik bleðlanna, en mun þéttar utar, og myndast þannig all skörp skil milli tímgilmergjar (medulla) og tímgilbarkar (cortex). LÆknaneminn 33

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.