Læknaneminn - 01.03.1974, Qupperneq 61
okkur (dæmi patologi, mikrobiologi og farmakologi eru afgreiddar á
einu ári, en einu og hálfu hér).
Nýja kerfið hjá okkur er vissulega spor í rétta átt, en ýmiss konar
framkvæmdaalriði hafa staðið því fyrir þrifum. Klíniska kennslan
hefur alltaf verið í molum hérlendis, enda mest treyst á sjálfsnámið.
Undirritaður minnist þess t. d. ekki, að sjúrnalar hans hafi nokkurn
tímann verið gagnrýndir eða notaðir til að kenna honum betri vinnu-
brögð. Sumar greinar, sem Svíar leggja mikla rækt við, hafa verið
vanræktar hér, s. s. lestur hjartarita, skoðun sjúkra, sjúrnalavinna,
hlustun, social-medisín, barnasykkiatri, RÖNTGEN, svæfingarfræðin
o. fl. o. fl.
Gæðamunurinn á kennslu þeirra og okkar verður e. t. v. mest sláandi
í patólógíu, þar sem þeir kryfja 30-40 lík, en við horfurn á aðstoðar-
læknana á Barónsstígnum kryfja 2 lík. Einnig er gífurlegur gæðamunur
á öllum verklegum námskeiðum, s. s. í biokemiu, fysiologiu og frama-
kologíu. 011 klíníska spítalavinnan er miklu betur skipulögð hjá þeim,
undir hetra eftirliti, og þar fá stúdentar meiri tilsögn. Minnist ég í
þessu sambandi hámarks skipulagsleysisins í klíníska náminu, þegar ég
var í miðhluta stúdent á rannsókn og sat með félögum mínum drekk-
andi kaffi og lesandi blöðin, til að vera ekki til trafala, og vegna þess
að enginn okkar vissi í hvaða tilgangi við vorum þarna.
Miðað við þá 1. flokks aðstöðu, sem þeim er séð fyrir fáum við ann-
ars eða þriðj a flokks meðhöndlun í flestum greinum. Það sem verra er,
við eigum eftir að standa í harðri samkeppni við þessa menn á alþjóð-
legum vettvangi. Geta nú þeir, sem þekkja til í læknadeild H. I. reynt að
gera sér grein fyrir hvaða möguleika við höfurn í þeirri samkeppni. Eg
tel þá möguleika harla litla, enda óhætt að fullyrða, að sjaldan hef ég
orðið eins deprimeraður og eftir samtal mitt við Friðfinn og saman-
burð á deildum okkar.
uðust til árseinkunnar, sem aftur
var 50% af aðaleinkunn á móti
skriflegu lokaprófi.
Medicinsk kemi: Á þessu nám-
skeiði var biokemian tekin fyrir
eins og við þekkjum hana, svo og
lífrœna efnafrœði. Skipulagningin
var á þessa leið í grófum dráttum:
daglegir fyrirlestrar allan tímann,
frá 11/10—19/1, og tilraunir í 6
vikur 3-4 klst. dagl. Þessar til-
raunir voru alls 7 og stóðu sumar
þeirra í rúma viku. Efni fyrir-
lestra og yfirferð helzt í hendur
við efni tilrauna. Fyrir tilraunirn-
ar var dreift til stúdenta frœðileg-
um upplýsingum um þœr, tilgang
og teoriu, og til þess œtlast að
st.údentar kynntu sér þetta áður.
Auk þess voru haldin nokkur
seminör, þar sem námsefnið var
rœtt. Eins og á öðrum námskeið-
um var kunnátta manna athuguð
reglulega með skyndiprófum, sem
voru hluti af árseinkunn ásamt til-
raununum.
4. Önn: Fysioloifi,
meilisinsh f ijsih,
medisinsh sifhhóloiji
1 medisinski fysik var farið í
grunninn að eðlisfrœði, elektró-
leiðni, rtg.absorption og diffrak-
tion, inlerferens, diffraktion og
diffraktion í optiska kerfinu, os-
cilloskóp o. fl. o. fl. Þetta var tek-
ið fyrir á tœpum mánuði og lauk
með prófi.
Fysilógian var nœst á dagskrá,
og lienni var lokið á tæpum 4
mánuðum. Fyrirlestrar voru dag-
lega 2-4 klst. auk demonstrasjóna
og tilrauna, sem yfirleitt voru ein
í viku og stóðu heilan dag.. Þess-
ar tilraunir voru B. Þ., Ekg, önd-
un, spirometri o. fl. Þessar tilraun-
læknaneminn
43