Læknaneminn - 01.03.1974, Síða 10
SAMHANÖ SJÚKLINGS
OG IÆKMIS
1
Mönnum verður æ tíðræddara um mikilvægi góðs
sambands milli sjúklings og læknis. Oftast er litið á
þetta sem einfalt samband tveggja (mynd l.a) per-
sóna, en í raun og veru er það ekki þannig. Þarna
mætast ekki aðeins tveir einstaklingar, heldur tvær
verur úr mismunandi félagslegu umhverfi. Læknir-
inn er fulltrúi stéttar með vel skýrgreind boð og
bönn urn hegðun og hefur yfirleitt allt annað félags-
legan og menningarlegan bakgrunn heldur en sjúkl-
ingurinn (mynd l.b).
Sjúklintjurinn
Nú skulum við líta á uppbyggingu sjúkdóms-
heildarinnar. Sem útgangspunkt veljum við sárs-
aukann (ýmislegt annað mætti velja). Hann getur
átt rót sína í hinu andlega ástandi og getur á hinn
bóginn valdið andlegri vanlíðan. Þessi breyting á
líðan sjúklingsins hefur í för með sér félags- og sál-
fræðilegar afleiðingar, sem að öðru jöfnu standa i
réttu hlutfalli við styrk sársaukans.
Sem fyrstu afleiðingu má nefna óttann, bæði við
sársaukann sem slíkan og einnig við það er hann
gæti boðað. Sjúklingurinn er með allan hugann við
sjálfan sig, en losnar úr tengslum við umhverfið.
Hann missir áhugann á að taka ákvarðanir og fram-
kvæma, með öðrum orðum athafnaþráin minnkar.
Með tímanum getur hin sálræna truflun vaxið svo
mikið, að sjúklingurinn hættir að rækja störf sín og
skyldur, það er að segja afköstin minnka. Um leið
og afköstin minnka kemur krafa frá umhverfinu, at-
vinnuveitanda, skóla, heimili, um staðfestingu á
sjúkdómnum. Hinn sjúki hefur því þörf fyrir eins
konar löggildingu á sjúkdómnum (,,vottorð“). Aðrar
og ekki ómerkari, afleiðingar af minnandi afkasta-
getu eru áhyggjur vegna heimilis, ættingja, vinnu
o. s. frv. Minnkuð afköst, ásamt sársauka og sálrænni
truflun, hafa í för með sér hjúkrunarþörf hjá hinum
sjúka. Sjúklingurinn gerir þar með óvenjulegar kröf-
ur lil umhverfisins, sem ítrekar þá kröfu sína um
staðfestingu á sjúkdómnum.
Hugsanlega gæti samviskubit verið enn einn þátt-
urinn í líðan sjúklings. Hinir trúuðu gætu litið á
sjúkdóminn sem refsingu guðs fyrir syndir, hinir
trúlausu myndu ásaka sjálfa sig fyrir óheilsusamlegt
líferni.
Ofantalin atriði, sem eru í hópi þeirra veigamestu
í sjúkdómsheildinni, geta með víxlverkunum sínum
leitt lil vaxandi vanmáttakenndar hjá sjúklingnum.
Þetta þýðir auðvitað að hann er hjálpar þurfi og
hér er það sem læknirinn kemur í spilið.
M YWD 1
8
LÆKNANEMINN