Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.03.1974, Blaðsíða 8
ORl) I TÍMA TÖLUÐ Nýlega kom út á vegum Heilbrigðis- og Trygg- ingamálaráðuneytisins skýrsla um vistunarrýmisþörf heilbrigðisstofnana, unnin af Kjartani Jóhannssyni verkfræðingi í samráði við Pál Sigurðsson ráðu- neytisstjóra. Allir þeir, sem unnið hafa á almennum sjúkrahúsum og kynnzt hafa barlómi lækna yfir plássleysi og löngum biðlistum, hljóta að hafa búizt við því, að skýrslan leiddi í ljós gífurlegan skort á sjúkrarými. Svo er þó ekki. Þannig stendur á bls. 50, þegar borin er saman áætluð þörf og tiltækt vistunarrými á öllu landinu, á sjúkrahúsum fyrir bráða líkamssj úkdóma, fæðingardeildum og hjúkr- unarheimilum eru hin tiltæku rými 3% fleiri en áætl- uð þörf.“ Á hinn bóginn er talinn skortur á rými á geð- sjúkrahúsum og samkvæmt áætluninni er þannig talin þörf fyrir um 200 vistunarrými til viðbótar því, sem fyrir er á geðsjúkrahúsum. Auk þess er talin þörf á 140 viðbótarrýmum á geðhjúkrunarheimilum og um 140 viðbótarrýmum á sérstökum geðveilu- stofnunum og drykkjumannahælum. Ennfremur er tiltækt vistunarrými á dvalarheimilum fyrir aldraða mun minna en áætluð þörf. Þannig skortir um 230 vistunarrými uppá að áætlaðri þörf sé fullnægt á þessu sviði. Nægilegt rými virðist því vera á al- mennum sjúkrahúsum, en samt kvarta allir undan erfiðleikum við það að koma sjúklingum inná sjúkrahúsin, og allir þekkja langa biðlista flestra deildanna. Eitthvað hlýtur því að vera að skipulagi siikra stofnana, þar sem sjúkrarými virðist nægilegt, en samt er ekki hægt að koma öllum þeim sjúklingum fyrir, sem þarfnast sjúkrahúslegu. Þ. 12. desember birtist í Morgunblaðinu viðtal við Olaf Ölafsson landlækni, þar sem hann ræðir þessi mál nokkuð. Þar kemur m. a. í ljós, að meðal- legutími sjúklinga almennra handlæknis og lyflækn- isrúma hér í Reykjavík er verulega lengri en í ná- grannalöndum okkar. Ef miðað er við flest sjúkra- hús á Norðurlöndum og Bretlandi er sjúkrarúma- nýting þar 25-35% betri en t. d. í Reykjavík. Land- læknir rakti svo helztu ástæður þessa og taldi þar upp, að sjúkrahús erlendis hefðu yfir að ráða betn rannsóknaraðstöðu, fyrir sjúklinga, áður en þeir leggjast inn og meðan þeir liggja inni. Þau búa einnig við betri dagheimila- og göngudeildaraðstöðu og hafa hlutfallslega fleiri hjúkrunardeildir fyrir langvinna líkams- og geðsjúkdóma. Sjúklingar verða oft að vistast mun lengur a sjúkrahúsum vegna þess, að þeir eru að bíða eftir einhverri rannsókn svo dögum skiptir. Lengi hefur húsnæðisskorti t. d. á röntgen verið kennt um en lítum aðeins á það hvernig rannsóknardeild eins og röntgen er rekin. Yenjuleg rútínuvinna er aðeins unnin 5 daga vikunnar. Þess utan sinnir hún aðeins bráðatilfellum. Með því að nota alla daga vikunnar mætti auka starfsemi þessarar einu deildar um tæp 30%. Að vísu þyrfti að greiða starfsfólki meira kaup, en hver maður sér að það er ódýrara heldur en að láta sjúklinga liggja svo dögum skiptir í rúm- um, sem kosta 7800 kr. á dag, meðan beðið er eftir einni rannsókn. Sömu sögu er að segja um blóð- rannsóknir, en þar eru einungis bráðarannsóknir gerðar tvo daga í viku og oft er erfitt að fá umbeðn- ar rannsóknir yfir helgar, vegna þess að sá(sú) sem er á vaktinni hefur einungis takmarkað verksvið. Þannig mætti lengi telja, hvernig ákveðin skipu- lagsatriði koma í veg fyrir hámarksafköst sjúkra- húsa. Einnig hlýtur það að vera krafa, að samvinna milli sjúkrahúsa verði aukin, og þau þannig betur nýtt innbyrðis en nú er. Viljinn virðist bara ekki vera fyrir hendi. Þannig sagði Guðjón Lárusson læknir frá því nýlega á fundi með læknanemanum, að tvær nefndir, sem skipaðar hefðu verið til að fjalla um samstarf sjúkrahúsa, hefðu báðar geispað golunni vegna áhugaleysis. 6 læknaneminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.