Læknaneminn - 01.03.1974, Qupperneq 41
Onœmisfrœði
Hclgi VaUHmarsson, læhnir
Inngtmgur:
Það er orðið ærið langt síðan ritstjórn Lækna-
nemans bað mig að skrifa um ónæmisfræði fyrir
klaðið. Hef ég æði oft byrjað á verkinu en aldrei
komizt lengra en að punkta niður frumdrög. Ástæð-
an íyrir þessuin seinagangi er fyrst og fremst sú, að
toér er fremur ósýnt um nýýrðasmíði, en íslenzk
tunga er að vonum mjög snauð af hugtökum og
tækniorðum í ónæmisfræði sem og öðrum nýjum
tækni- og vísindagreinum. Ennfremur hefur mig
hreinlega skort tíma til þess að kryfja viðfangsefnið
til mergjar á þann hátt, sem nauðsynlegt er til þess
að gera því sómasamleg skil í yfirlitsgrein fyrir
lækna, sem ekki hafa sérþekkingu á þessu sviði. Það
gerir nefnilega miklar vinnukröfur að draga upp ein-
faldaða mynd af flóknu viðfangsefni, sérstaklega ef
það er í jafn hraðri framþróun og ónæmisfræði.
Þannig hafa nýlegar rannsóknarniðurstöður gert
harða hríð að mikilvægum kennisetningum, sem
flestir ónæmisfræðingar tóku góðar og gildar fyrir
tveimur árum. Sú mynd, sem blasir við í dag, er
því orðin talsvert frábrugðin þeirri, sem var uppi
á teningnum, þegar ég lagði fyrstu drög að þessu
yfirliti.
Ritgerðin verður í fjórurn köflum. í þeirn fyrsta
Verður fjallað um helztu starfsþætti ónæmiskerfis-
ins, gerð þeirra og verkun. Næsti kafli verður um
gildi ónæmisfræðinnar fyrir læknisfræði. Þá er
ætlunin að gera grein fyrir nokkrum atriðum varð-
andi ónæmisfræði vefj aflutninga og krabbameins.
Að endingu verður gerð tilraun til að gera úttekt á
framlagi ónæmisfræði til líffræðivísinda.
I þessu tölublaði birtist fyrri hluti kaflans um
gerð og starfsþætti ónæmiskerfisins. Standa vonir
til þess, að framhald þessa greinarflokks birtist í
næstu tölublöðum Læknanemans og Læknablaðsins,
ef ritstjórum og lesendum blaðanna endist áhugi.
1. KAFLI
Hclstu sturfsþœttir óntcmiskcrfisins
Líffrtcðilcg þgðing óntcmiskcrfisins
Allar hfverur verða að geta varðveitt sérkenni
sin og innra jafnvægi (homeostasis) gegn ytri á-
hrifum. Onæmisfræðin fjallar um þann þátt þessara
jafnvægisviðbragða, sem miðar að því að vernda
dýr gegn óhóflegri röskun af völdum sýkla og ann-
arra framandi lífefnasambanda, sem sækja að lík-
ama þeirra.
Fyrsta og mikilvægasta sýklavörn allra dýra er
yfirborðslag, sem tekur við stærstu áföllunum. Þeir
sýklar, sem komast gegnum yfirborðslagið, mæta
svo öðrum varnarráðstöfunum líkamans, sem eru
1 samband við kommúnisma, eru
svo hysterísk, að engu tali tekur.
Þessir menn virðast almennt trúa
Því, að stefna kommúnista sé að
svipta þá allri fegurð og gleði í
Þfinu. Manni dettur í hug, að
þegar þeir hugsa um lönd, þar
sem kommúnistastjórn er, sjái
þeir þau jafnan fyrir sér í svart-
Þvítu og geti ekki ímyndað sér, að
þar séu til litir og lífsgleði, hvað
þá að sólin skíni við og við.
I þessari grein var ekki ætlunin
að leggja dóm á skaðsemi hass-
neyslu, enda er það mjög við-
kvæmt efni, sem menn eru engan
veginn sammála um. Sem lækna-
nemi hlýtur maður að vera í eðli
sínu gegn allri neyslu vímugjafa,
þegar það er haft í huga, hve
skaðlegir þeir geta allir verið.
Aftur á móti getur sú barátta, sem
ríkisvaldið berst þessa dagana,
aldrei borið árangur. Til þess hef-
ur hún um of á sér svipmót trúar-
ofstækismannsins, sem sér ein-
ungis eina hlið á hverju máli og
hikar ekki við að Ijúga, ef það
mætti verða málstaðnum til fram-
dráttar. Ó. G.
LÆK.NANEMINN
29