Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Page 47

Læknaneminn - 01.03.1974, Page 47
hátt. Þannig er líkamanum skipt í hverfi, sem heyra undir ákveðna eitlahópa, en hverfin greinast síðan niður í smærri svæði, sem hver einstakur eitill hefur aðal umsjón með. Góð starfstengsl eru milli eitla Jnnan hvers hóps, og jafnframt virðist vera greitt upplýsingastreymi milli eitlahópanna. Verður síðar •ýst, hvernig þessari samvinnu er háttað. Þegar eitilfrumur verða varar við framandi efna- sambönd á eftirlitsferðum sínum, vakna þær til starfs, sem miðar að því að útrýma þessum efnum. Geti þær ekki, með hjálp gleypifrumna, gert út um roálið á staðnum, fara sumar þeirra eftir vessagöng- um til næsta eitils. Samtímis berst hluti af hinum framandi efnum (jafnvel heilir sýklar) inn í eitilinn, þar sem þau eru tekin upp af einkjarna átfrumum eða festast við yfirborð netfrumna (dendritic reti- culum cells). Þetta leiðir síðan til fjölgunar á eitil- frumum með viðtökum, er samsvara hinum fram- undi efnasamböndum. Fjölgunin verður með tvenn- um hætti. I fyrsta lagi byrja eitilfrumurnar frá sýk- Wgarsvæðinu að skipta sér, en jafnframt smjúga eitilfrumur með viðeigandi viðtökum út úr æðum eitilsins inn í eitilvefinn. Hæfileiki eitils til þess að sía út úr blóðrásinni eitilfrumur með réttum viðtök- um byggist sennilega á því, að framandi efnasam- f>önd setjast á yfirborð innanþekjufrumna í háræð- um eitilsins. Eitilfrumur með viðtökum, sem sam- svara öreindamunstrum þessara efnasambanda, hafa því tilhneigingu til þess að loða við háræðavegginn °g verða samtímisfyrir toghrifumfráefnum (chemo- •actic factors), sem eru framleidd af eililfrumum •nni í eitilvefnum. Þegar þessar frumur eru komnar um í eitilinn, byrja þær að skipta sér. Eitillinn stækk- ur og fer brátt að senda eitilfrumur út í fráfarandi vessaganga. Þaðan berast þær gegnum vessaósinn (thoracic duct) inn í blóðrásina. Á þessari leið þurfa eitilfrumurnar venjulega að fara gegnum aðra eitla, sem fá þar með tækifæri til þess að taka þátt í ónæm- issvarinu. Starfsemi eitla leiðir þannig til þess, að eitilfrum- um með viðtökum af viðeigandi gerð fj ölgar í blóð- rásinni, og fleiri slíkar frumur geta þar af leiðandi borizt blóðleiðina á sýkingarstaðinn. Hluti hinna nýju eililfrumna (long-lived recirculating lympho- cytes) heldur áfram að hringsóla um vefi líkamans löngu eftir að sýkingin er afstaðin. Varnarkerfið verður því betur undir það búið að vinna bug á sams konar sýkingu á nýjan leik. Eitlarnir sjá þann- ig um nýliðun sérhæfðra gæzlusveita í samræmi við reynslu og þarfir líkamans. Gerð eitla, sem sýnd er í megindráttum á 4. mynd, er auðveldast að lýsa með því að hafa viðmiðun af starfsemi þeirra. Þannig má líta á hvern eitil sem tvíþætt síukerfi. Annars vegar er æðasía, sem aðskil- ur eitilfrumur frá öðrum frumum í hlóðrásinni og dregur þær inn í eitilvefinn. Hins vegar er vessa- gangasía, sem heldur eftir og eyðir sýklum og efna- samböndum, er myndast við hólgur og vefjaniður- brot, og berast til eitlanna eftir aðfarandi vessagöng- um. Eitlarnir verka þannig sem eins konar hreinsi- þrær fyrir millifrumuvessa líkamans. Eitlar eru nýrnalaga. Æðar og fráfarandi vessa- gangur (efferent lymphatic) liggja um eitilportið (hilus), en aðfarandi vessagangar koma upp að eitil- kúpunni andspænis portinu og opnast þar inn í stokk 4. mynd. Stcirjskerj: eitla. Geirinn lengst til vinstri sýnir vessagangasíu og eitiljrumumunstur eitla. Vessagangarnir liríslast jrá hark- arstokki í átt að eitilportinu. I ])essum göngum og milli jjeirra eru eitiljrumur. 1 eitilberkinum mynda B-eitiljrumur bú, en í tímgilsvæðinu þar jyrir innan eru strengir af T-eitil- jrumum, sem skríða í áttina að eitilportinu. Mikilvœgt er að gera sér grein jyrir, að eitiljrumurnar eru á stöðugri hreyj- ingu í eitlinum og liaja þar jlestar einungis stutta viðdvöl. Miðgeirinn sýnir blóðrás eitla. Eitiljrumur jara út úr blóð- rásinni gegnum veggi hárbláœðlinga, sem umlykja jrumubú- in. B-eitiljrumur leita inn í búin, en T-eitiljrumur skríða til baka í átt að eitilportinu. Geirinn til hœgri sýnir stoðvejs- jrumur eitla. Þessar stoðvejsjrumur mynda möskva, sem um- lykja eitiljrumurnar og vessagangana. (Sjá a.ö.l. texta). LÆKNANEMINN 35

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.