Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Side 52

Læknaneminn - 01.03.1974, Side 52
rásinni, áður en þær smjúga út úr æðakerfinu. Þær eru hins vegar langlífar og geta sennilega lifað árum saman sem fastir vefjagleyplar (marcophages) í þeim vef, sem þær lenda í. Einkjarna gleypifrumur, sem hafa yfirgefið blóðrásina, eru kyrrstæðar og eiga ekki afturkvæmt inn í æðakerfið. A hinn hóginn eru eitilfrumur á stöðugu flakki um vefi líkamans. Sumar (flökkueitilfrumur, recircul- ating lymphocytes) hringsóla um allan líkamann, en aðrar virðast láta sér nægja að skríða fram og aftur um það líffæri, sem þær byggja. Til langferða nota eitilfrumur blóð- og vessastrauma líkamans, en styttri vegalengdir komast þær af eigin rammleik og geta þá borað sér gegnum op, sem eru mun þrengri en þvermál þeirra sjálfra. Þannig geta eitilfrumur auð- veldlega komizt út úr heilbrigðum æðum og þurfa ekki að láta undanfarandi bólgu eða æðaveggslömun opna sér leið gegnum æðaveggina. í 70 kg. manni munu vera nálægt 5x1012 eitil- frumur, sem vega samanlagt u. þ. b. einn hundraðs- hluta af líkamsþyngdinni. Verulegur hluti þessara frumna (a. m. k. þriðjungur) eru flökkufrumur, sem hringsóla milli blóðrásar og vessaæða. Þessi hring- rás er sýnd í stórum dráttum á 6. mynd. Láta mun nærri, að 2x1012 eitilfrumur fari um vessaósinn á sólarhring. Þaðan komast þær inn í blóðrásina og berast að því húnu með blóðstraumnum, unz þær koma að móturn háræða og bláæða, þar sem þær yfirgefa bróðrásina á nýjan leik. Sé allt með felldu smýgur mestur hluti þessara 6. mynd. Hringrás flökkueitilfrumna. Sjá texta til nánari skýringar. frumna út úr æðakerfinu inni í eitlum. Þar eru har- bláæðlingar (postcapillary venules) klæddir tenings- laga innanþekjufrumum, sem virðast hafa sérstaka þýðingu í sambandi við rás eitilfrumna út úr æða- kerfinu. Þessir hárbláæðlingar liggja á mótum bark- ar og tímgilsvæðis eitlanna. Þegar eitilfrumurnar hafa smogið gegnum æða- veggina, skríða B-frumurnar inn í frumubúin í eitil- berkinum, en T-frumurnar leita niður í tímgilsvæðin. T-eitilfrumurnar hafa fremur stulta viðdvöl í eitlum, sem ekki hafa orðið fyrir áreiti. Þær fikra sig gegn- um möskva eitilvefsins og stefna á eitilmerginn. Þar renna þær eftir vessastokkum, er stefna saman á eitil- portið og mynda fráfarandi vessagang eitilsins. Eitil- frumurnar fara út úr eitlinum eftir þessum gangi og berast síðan með vessastraumnum áleiðis að vessa- ósnum. Áður en þær komast þangað, þurfa þær þo venjulega að fara gegnum nokkra djúplæga eitla, sem rjúfa vessagangana, áður en þeir opnast inn í vessa- ósinn. Ekki er vitað nákvæmlega um feril B-eitilfrumna, eftir að þær skríða inn í barkarbúin. Þær virðast fara talsvert hægar gegnum eitilvefinn heldur en T-frum- urnar. Flökkueitilfrumur eru flestar af T-gerð, og T-frumur eru þar af leiðandi hlutfallslega fleiri i vessagangskerfinu heldur en blóðrásinni. Þær B- frumur, sem yfirgefa eitlana, fara þó allar um eitil- portið gegnum fráfarandi vessaganga. Þannig er ferill eitilfrumna milli blóðs og eitilvefs ætíð á einn veg, þ. e. a. s. frá blóðrás inn í eitilvef, en aldrei öf- ugt. Ef eitill verður fyrir áreiti framandi efna, lok- ast vessastokkarnir í eitilmergnum, og umferð frumn- anna gegnum eitilinn stöðvast í bili. Jafnframt eykst útrás eitilfrumna gegnum hárbláæðlinga eitilsins. Hann verður því fljótlega útlroðinn af eitilfrumum og getur margfaldast að stærð á nokkrum klukku- stundum. Venjulega berast fremur fáar eitilfrumur inn í eitla eftir aðfarandi vessagöngum. Við vefjabólgur fjölgar þeim eitilfrumum þó verulega, sem yfirgefa blóðrásina utan eitla. All margar þessara frumna stöðvast á bólgusvæðinu um stundarsakir, áður en þær berast með millifrumuvökvanum til næstliggj- andi eitils, þar sem viðeigandi ráðstafanir eru gerð- ar til þess að útrýma bólguvaklinum. 38 LÆICNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.