Læknaneminn - 01.03.1974, Side 32
Á undanförnum árum baía ýmsir, sérstaklega
ungt fólk, gengið æ lengra í að brjótast úr þeim
klafa, sem þjóðfélagiS leggur á menn til að lialda
fólki ófullnægðu. Þannig hefur pillan og fóstureyð-
ingar linað mjög haustak það, sem þjóðfélagið
heldur þeim konum í, sem stunda frjálst kynlíf,
hj úskaparlöggj öf er víða að færast í frj álslyndara
form, og einstæðir foreldrar njóta nú aukinna rétt-
inda.
Þrátt fyrir þetta er langt frá því, að hinir sjúk-
dómsvaldandi þættir kynbælingarinnar hafi verið
afmáðir. Skulu að lokum nefnd nokkur dæmi um,
hvernig þessir hættir koma fram. Sjúkdómunum má
lauslega skipta í sjúkdóma fyrir pörun (giftingu)
og eftir. I fyrri hópnum eru fyrst og fremst neurós-
ur, sem eru þjóðfélagslega hagstæðar, svo sem
óhófleg metorðagirnd í því skyni að verða fram-
bærilegri á hjónabandsmarkaðnum. Einnig ástar-
sorgir, sem yfirleitt þykja broslegar og lítilvægar,
en eru þó oft afdrifaríkar þeim, sem fyrir verður.
Einnig má nefna pre-alkóhólisma, sem þó sjaldan
leiðir af sér alkóhólisma á þessu stigi. Alkóhólismi
er aftur á móti e. t. v. höfuðsjúkdómurinn á síðara
stiginu, þ. e. eftir pörun. Nú er ekki lengur fyrir
hendi neitt val, hversu óbærileg og ófullnægjandi
sem sambúðin við rnakann er. Þeir sem fara út i
skilnað, komast að raun um, að þeir eru algerir
utangarðsmenn, og flest skilnaðarmál enda með því,
að fólk tekur saman aftur.
Mjög stór hluti þess fólks, t. d. milli 40 og 60 ára,
sem kemur á geðsjúkrahús, hefur sögu um slíkt
óbærilegt heimilisástand, sem því hefur ekki tekizt
að aðlagast, og það gefst hreinlega upp. Aðrir leita
til lækna með kvartanir um taugaspennu, þung-
lyndi, impótent eða líkamlegar kvartanir, og eru
meðhöndlaðir eftir því, hverju þeir bera við.
22
læknaneminn