Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1974, Page 38

Læknaneminn - 01.03.1974, Page 38
ir viðbrögð þjóðfélagsins. Hið fyrsta, sem vekur athygli manns við lestur bæklingsins, er sú stað- reynd, að í riti um raunveruleika- flóttann er ekki minnst á langvin- sælasta vímugjafa Islendinga og þann vímugjafann, sem kostar þjóðina mest í mannslífum, slys- um og töpuðum vinnudögum, þ. e. áfengið. Er orsakanna kannski að leita í þeirri staðreynd, að ríkið hagnast á sölu áfengis en ekki á sölu annarra vímugjafa? Bækling- ur þessi er vel gerður prentlega séð og fullur af myndum, en inni- haldið óvandað að sama skapi. Vilhjálmur hirðir t. d. ekkert um það að minnast á heimildir sínar, enda auðvelt að slá fram illa rök- studdum staðhæfingum í skjóli heimildaleysis. Margt í ritinu kem- ur alls ekki heim og saman við texta ýmissa kennslubóka, enda virðist hér um hreint áróðursrit að ræða. Nokkur dæmi: „um það bil 20% hassneytenda verði háðir heróíni“, bls. 63. Um þetta segir Sven Haugsgjerd í Nytt perspektiv pá Psykiatrien, hls. 268: „Engar rannsóknir eru til, sem leysa úr þessurn spurningum, en að minnsta kosti finnast sænskar rannsóknir, sem greinilega stað- hæfa, að langstærsti hluti (det store flertallet) af þeim ungmenn- um, sem neytt hafa hash, gerðu það einungis endrum og sinnum (sporadisk), og að þessu lang- stærsti hluti fer ekki yfir í önnur og hættulegri efni.“ A bls. 62 segir Vilhjálmur frá því, að hash hafi verið nefnt „morðingjalyf - „því að persónugallar, sem leiða til slíkrar glæpahneigðar, eru ser- staklega algengir meðal hassneyt- enda“. í lokin segir svo Vilhjálm- ur í hreinum æsifréttastíl fra nokkrum þessara glæpa. Mönn- um til skemmtunar birti ég her eitt dæmi. „Maður reyndi að drepa konu sína, en drap síðan ömmu hennar{l), áður en hann skaut sjálfan sig.“ Menn geta svo borið þetta saman við orð Kringl- ens, þar sem hann segir á bls. 248: „Það er heldur ekkert samband a milli glæpa (kriminalitet) og hass- neyslu. Þvert á móti eru hassneyt- endur oft á tíðum anti-aggressíft og passíft fólk.“ í lok kaflans um hassið er svo að finna leiðbeining- ar fyrir foreldra, hvernig þau geti á sem beztan hátt vitað, hvenær börn þeirra eru farin að neyta efnisins. Eru þessar upplýsingar næsta spaugilegar, en hljóta mjög að ala á tortryggni og ósamkomu- lagi á heimilum, ef eftir þeim er farið. Þær útheimta, að foreldrar hafi börn sín undir stöðugu eftir- liti. Þannig eiga foreldrar að gruna börn sín um hassneyslu, ef þáu liafa reykelsi á herbergjum sínum, hafa ör þvaglát, ef þeim kemur vel saman við óvini sma og kennara, og jafnvel ef börnin hafa góða matarlyst. Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna fram a fáránleika áðurnefnds bæklings. Þessi viðbrögð og greinilega pólitísk afstaða, sem ríkisvaldið hefur tekið í þessum málun, gera þó lítið annað en svipta hulunni af innrætinu. Viðbrögð ýmsra við öllu því, sem þeir geta með fjar- lægustu hugrenningatengslum sett 28 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.