Læknaneminn - 01.10.1975, Qupperneq 9
milli. Það er blöSrustig bandorms, og meS sulla-
veiki í fólki er átt viS blöSrustig eins einasta
bandorms — taenia echinococcus —. AS fornu gat
sullur þýtt fyrirferSaraukning eSa holrúm fyllt af
vökva t. d. ígerS, „sull hafSi hann á fæti niSri á rist-
inni, freyddi úr upp blóS og vogur er hann gekk
viS“, segir um Gunnlaug Ormstungu, er hann gekk
fyrir Eirík jarl.
I Registri yfir íslensk sjúkdómanöfn segir Sveinn
Pálsson, læknir:4" „Sullur er í fyrstu merkingu lukt
eSur opiS kýli, abscessus, svo sem flögusullur (ab-
scessus latus), einnig segir í Þorláks biskupssögu,
kona hafSi kviSsull mikinn, hún spjó blóSi og blóS-
lifrum. Einnig talast í Ólafssögu helga um kverka-
sull í sömu meining segist um undir, er farnar eru
aS grafa, aS þær séu sollnar eSur fariS aS svella um
þær (intumescunt, suppurant). í öSru lagi merkir
sullur æxli þau er læknar kalla tumores cystici s.
tunicati (sjá hýSissullur) af hýSi því þau eru inní:
sér í lagi kalla menn sulli, posa þá, er myndast
einna helst í lungum, lifur og milti og læknar kalla
hydatides s. hydr. saccatos, hverjir oftast eru fullir
nreð vatnsglætu og stundum graftarvilsu; posana
sjálfa eður hýðissullina sem oft slitna upp með hóst-
anum kalla þeir sullahús".
Hvenær sullaveiki hefur fyrst orðið vart hér á
landi verSur ekki sagt nú. Sjúkdómslýsingar í forn-
um sögum eru sjaldnast þann veg, að hægt sé að
greina af þeim sjúkdóma í ætt við það, sem læknar
gera í dag. GuSmundur Magnússon3 gerði leit í
fornum ritum að þeim lýsingum, sem gætu átt við
sullaveiki. Elsta dæmið, sem hann fann var um
Höllu konu Brodd-Helga að Hofi í VopnafirSi, en
su lýsing gæti eins átt við cystoma ovarii eða acites.
Þá birtir hann tvær sjúkdómslýsingar úr bisk-
upasögum, er önnur mjög sennilega lýsing á sulla-
Veiki en í hinu tilfellinu getur vart verið um annað
að ræða en grafinn sull. Virðist mega ráða af þess-
um sögum, að um 1200 hafi sullaveiki verið til hér
á landi, bæði í mönnum og skepnum.
Eftir 1760 má fara að húast við greinabetri lýs-
ingum, en þá tekur Bjarni Pálsson við landlæknis-
embætti og fer að kenna læknisefnum. Enn var þó
ullt á huldu um eðli sjúkdómsins og átti það ekki
við um sullaveikina eina. Hugmyndir lækna um
Tilvitnanir eru að jafnaði orðréttar en ekki stafréttar.
eðli sjúkdóma, orsakir þeirra og meðferð, byggðust
þá enn á kenningum aftan úr forneskju, sem áttu
sér litla stoð í raunsönnum athugunum, en því meiri
í hugmyndaflugi að ekki sé sagt hugarórum. Ekki
skulum vér áfellast þessa lækna fyrir það, þetta var
góður sannleikur á þeirri tíð og ekki kæmi mér á
óvart, þótt stéttarbræðrum vorum eftir eina öld eða
tvær, þætti fátt til um sumt af því, sem vér nú
gerum í góðri trú.
Framundir miðja 19. öld verður íslenskum lækn-
um tíðrætt um lifrarveiki, meinlæti, innanmein og
hefur sennilega mikið af því verið sullaveiki, en
ekki gátu þeir greint þann sjúkdóm frá öðrum kvill-
um í kviðarholi nema endrum og eins enda eðli
hans óþekkt. Var þess og engin von, því eftir að
náttúra hans var fullkunnug, gat greining verið erfið,
þar til hann var kominn á hátt stig.
Einstaka menn hafa skarpa athyglisgáfu og góða
dómgreind, svo þeir standa upp úr flatneskju sam-
tíðar sinnar.
Jón Pétursson var læknir Norðlendinga frá 1775
—1801, er hann lést í læknisferð. Hann skrifaði
„Lækningabók handa almúga“5 og var hún gefin
út 1834. I formála bókarinnar segir, að Jón Péturs-
son hafi skráð hana á árunum 1772—1775 og endur-
bætt hana eins og lækningatilraunir hans gáfu hon-
um efni til, „uns hann deyði í Reykholti í Borgar-
firði þann 9da Octob. 1801 á ferðareisu til lækn-
ingar þáverandi Justitsráðs, síðar Stats og Conferen-
ceráðs Dr. jur. M. Stephensens, sem lét flytja lík
hans að Leirá og þar sómasamlega jarðsetja það
á sinn kostnað". Hefur þá læknirinn á þeirri reisu
verið veikari en sjúklingurinn, sem hann var að
vitja.
Handrit bókarinnar og afrit af því barst í hendur
G. Schagfjörðs prentara á Leirá og Halldórs Árna-
sonar apothekarasveins. ÁriS 1828 kom þeim saman
um að gefa bókina út og báðu Jón Thorsteinsson
landlækni að lesa hana yfir og lagfæra ef þyrfti, en
embættisannir hans leyfðu honum ekki tóm til að
gera það svo vel sem hann vildi. Þess vegna sendu
þeir bókina, „þeim æfða og lærða handlækni S.
Pálssyni, til allrar umbótar þeirrar er honum væri
möguleg, hvað þessi trúlega gjört hefir, er sést af
skýringargreinum hans í bók þessari, sem merktar
eru með P„ en landlæknisins með Th.“
læknaneminn
7