Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 10

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 10
Bið varð á útgáfunni, bæði af því að fáir fengust áskrifendur og svo kom „bylting í prentsmiðjustjórn- inahér: Conferenceráð Stephensen frásagði sér hana framvegis, uppsagði Schagfjörð þjónustu við það verk og veik honum á hurt, en Halklór missti sjón sína og yfirgaf Apothekið“. Loks var bókin svo prentuð í Kaupmannahöfn 1834 á kostnað Þorsteins Jónssonar stud. theol. Margt gekk hægar fram á þeirri tíð en nú og hræddur er ég um, að nútímamönnum þætti vera farið að slá í lækningabók, sem kæmi út nærri sex áratugum eftir að hún var samin og aldarþriðjungi eftir að höfundur gat um hana fjallað. Jón Pétursson dregur að sjálfsögðu dám af læknisfræði síns tíma, en margt er þar, sem ber vott skýrri hugsun og næmri athygli, sem meira er í ætt við raunvísindi vorra tíma, en hindurvitni þau sem þá tíðkuðust. Hér skal þó ekki annað tilfært en lítið eitt af því sem kann að lúta að sullaveiki. Á bls. 89-90 segir: „Um graftarsulli í lungum (vomica pulmonis). Þegar framanskrifaður sjúk- dómur (þ. e. lungnabólga) er illa meðhöndlaður, hinum sjúka tekið of mikið, of lítið eður of síðla blóð, gefin allt of hitandi meðöl, kaldur drykkur, of sterk búkhreinsandi eða líkamann samansnerp- andi meðöl eður nokkuð það sem veldur því, að þær bólgnuðu smápípur í lungunum geta ekki við- skila orðið slímið og annað, er þær hefur stíflað, þá safnast þessi óklárindi saman einhvers staðar í lungunum, rétt á sama hátt sem þá kýli eða mein dregur sig saman utan á líkamanum. Utan um því- líkt lungnamein eru margoft seigar himnur eður sullahús, sem naumast láta undan meðölum fyrr en máske of seint. Séu sullarnir utarlega í lungunum, geta þeir allt eins sprungið og þó innar væru, en gröfturinn lendir þá, þegar þeir eru utarlega í hrjóstholinu, í hylki því, sem er á milli lungnanna og rifjanna, eður himnu þeirri sem umklæðir lung- un, en þindin stendur fyrir að neðanverðu svo ekkert getur sigið niður fyrir hana og dregur það oft dauð- ann eftir sér; en springi í andpípurnar og hinn sj úki kafni ekki snögglega, gengur gröfturinn upp og þessum batnar oftlega“. Sveini Pálssyni, þeim glögga náttúrufræðingi, var Ijóst að mikið af lungnasullum væru komnir úr lifrinni. Hann segir svo í neðanmálsgrein á bls. 91 í bók Jóns Péturssonar:5 „Fullyrða má það: að á öll- um helfingi þeirra hér á landi, sem hafa graftar- uppgang og kallast brj óstveikir, eru lungun ósjúk, en upptökin fyrir neðan þind, oftast fyrir bring- smölunum í lifrinni; hún grær við þindina, þindin við lungnasekkinn og lungað og meinlætið grefur þar í gegnum upp í lungnapípurnar og gengur svo upp“. Hér er greinilega verið að lýsa lungnasullum og þá einkum þeim, sem hefur grafið í og gæti raunar átt við abscessus í lungum ef ekki væri minnst á himnurnar, sullahúsið. P. A. Schleisner, danskur læknir var sendur hing- að til þess að athuga ginklofann í Vestmannaeyjum, sem þá varð mörgum nýfæddum börnum að fjör- tjóni, en hann skoðaði fleira og skrifaði bók° um athuganir sínar á sjúkdómum á Islandi og var hún gefin út í Kaupmannahöfn 1849. Hann kveður upp úr með það, að lifrarsjúkdómur sá, sem algengur var á Islandi sé ekki bundinn við lifrina. Hann segir: „Den saakalte leversygdom der paa Island benævnes meinlæti, lifrarveiki eller lifrarbólga er egentlig ing- en leversygdom men en universel hydatide sygdom. Det er ikke alle lægerne paa Island som have den rigtige anskuelse om denne sygdom. Jeg skylder landsphysicus Thorsteinsson og navnlig districtslæge Thorarensen den rette oplysning herom“. Jón Finsen var læknir í Austurhéraði Norður- amtsins 1856-1867. Hann hafði réttan skilning á sullaveikinni, enda höfðu menn þá gert sér grein fyrir lífshlaupi sullsins. Það var þýskur maður, Siebold, sem gerði það. Hann fóðraði hunda með sullum úr kindum og sá hausana verða að band- ormum í görnum hundannaA Þar með var ekki sannað, að mannasullur væri blöðrustig af taenia echinococcus. Finsen vildi reyna að sanna það. Hann fóðraði hvolp með sullum úr manni, en fann ekki bandorminn í hundinum þegar hann slátraði honum, en þó var hann þar. Harald Krabbe kom til íslands 1863 til þess að * Siebold erzog . . . aus Echinococcus veterinorum (Ru- dolphi) eine kleine dreigliedrige Taenia echinococcus des Hunder (7. Juli 1852). Neuburger und Pagel7. 8 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.