Læknaneminn - 01.10.1975, Side 17
niður eða frumuskemmd verSur, hvort sem hún er
„homologous“ (líkamsfrumur) eSa „heterologous“
(gerlar m. m.), virSist losna lykilefni, sem verkar
a plasmafrumur, þannig aS þær fara aS framleiSa
prótein (agglomerin), mismunandi aS gerS eftir lyk-
ilefnum. Þau flytjast síSan meS plasmanu til hins
skemmda svæSis, þar sem bólgusvörun hefur hafizt.
RauS blóSkorn hafa hins vegar eitthvaS á yfirhorSi
sínu, sem líkist gerS yfirborSs skemmdu frumanna,
þannig aS agglomerinin verka samtímis og tilfallandi
a samruna þeirra, þ. e. a. s. auka sökkiS (mynd 2.),
(2).
Setjum okkur inn í atburSarásina í einu Wester-
gren-Katz röri. ViS komumst aS því, aS henni er
skipt í þrjá meginþætti (1) (3): I. Frumusamruni.
II. HraSur sökkfasi. 111. Pökkunarfasi á botni pípu.
Fyrsti fasinn er tiltölulega hægur en stuttur, þegar
rúllumyndun verSur. Hins vegar er meginfasinn,
annar fasi, hraSur en langur. I venjulegu W.-K.
röri verSur fasi III, þegar blóSkornin pakkast sam-
an á botninum, ekki fyrr en eftir klst. eSa síSar og
kemur því ekki inn sem skekkj uvaldur í mælingu
sökksins, sjá línurit (mynd 3.) (3). Þannig fellur
sökk-kúrfan á nær beina línu í línuritinu, þ. e.
jafnt sökk aS kalla allan tímann. — Eins og fyrr get-
ur, ber þaS vott um óeSlilegt ástand, sé gildi sökks
hátt. Þannig er norrnalgildi sökks lágt, eða 0-10
(15) hjá körlum og 0-15 (20) hjá konum. Þess er
sjaldnast getiS, að normalgildi eru mismunandi eftir
aldri, en það kemur fram í niðurstöðum á sökk-
mælingu í ísl. körlum hjá Hjartavernd 1967-8 (5j.
Þar segir, að aukning verði um 0,2 mm/klst. fyrir
hvert aldursár. — Hjá konum lækkar gildið meðan
a tíðum stendur, en nær hámarki í „premenstrual“
fasa tíðahringsins. Hækkun verður einnig í meS-
gongu, hægt og sígandi, og verða efri mörk normal-
gildisins á síðasta skeiði meðgöngu 45 mm/klst.
Eftir tíðalok (menopausis) verður miklu meiri árleg
aukning sökks en 0,2 mm/klst. eða 0,56 mm/klst.
/ár. SvipaSar tölur gilda hins vegar fyrir konur fyr-
lr tíðalokin og karla (6). — Og þá erum við loks
komin að spurningunni: Hvernig má brúka sökk-
mœlingu til sjúkdómsgreiningar og í meðferð sjúk-
dóma? Sökkrannsókn er býsna einföld og gefur
vísbendingu um ákveðna sjúkdóma, svo sem ýmist
bólguástand, styður sjúkdómsgreiningu, sem gerð
er á annan hátt, og síðast en ekki sízt má fylgjast
mætavel með heilsufari almennt og framvindu
ákveðinna sjúkdóma með rannsókninni. Skulu hér
nefndir helztu flokkar sjúkdóma, sem brúk eru fyrir
sökk í (1):
Orverusýkingar. I höfuSdráttum gildir, að veiru-
sýkingar valda ekki aukningu sökks, en gerlasýking-
ar gera það flestar. Undantekningar eru á báða bóga.
Sem dæmi má nefna, að sökkaukning verður viS
polio- og ECHO-9 sýkingar í miðtaugakerfi, en ekki
í kíghósta (Bordetella pertussis). I primerri atypiskri
lungnabólgu verður sökkgildi oft mjög hátt eða yfir
90 mm/klst. Mycoplasma pneumoniae er oftast or-
sökin, þ. e. í þeim tilfellum, sem orsök er þekkt
(ca. 50%).
Bandvefssjúkdómar. Þegar þessir sjúkdómar eru í
virkum fasa, sést töluverð sökkaukning. Febris
rheumatica veldur mikilli aukningu. UmtalsverS
sökkaukning fylgir virkum arthritis rheumatoides.
Sömuleiðis lupus erythematosus disseminatus, poly-
arterítis nodosa, dermatomyocitis og scleroderma.
75% sjúklinga með Henoch-Schönlein sjd. hafa all-
mikla sökkaukningu. Geysihá gildi sjást við suma
bandvefssjúkdóma eða yfir 100 mm/klst., t. d.
systemiskur vasculitis allergica og polymyalgia
rheumatica.
Æxlisvöxtur. Hægt vaxandi æxli og staðbundin
hafa yfirleitt ekki marktæka sökkaukningu í för með
sér. Falli einhver illkynja æxli undir skilgreininguna,
flokkast þau með. Meinvörp í beinum valda oftast
gríðar mikilli aukningu sökks: yfir 100 mm/klst.
Hvítblæði (leukemia) veldur töluverðri hækkun, þ.
e. > 40 mm/klst.
Mörgu af því, sem veldur „akút abdomen“ fylgir
aukið sökk: peritonitis af ýmsum uppruna, innilokuð
hernia, cholecystitis acuta, salphingitis acuta. Idins
vegar það, sem er algengast í þessu tilviki, nefnilega
appendicitis acuta, veldur almennt ekki auknu sökki,
fylgi engir aukakvillar.
Hvað nýrnasjúkdóma áhrærir, má sjá aukningu
sökks við þá flesta. Fremur lág gildi eru samfara
pyelonephritis hundinni við neðri (distala) ganga,
en nokkru hærri, nái hún ofar. Hærra gildi sést
venjulega við glomerulonephritis acuta, en hæstu
gildin fylgja glomerulonephritis chronica með nýrna-
bilun og „nephrotic syndrome“.
LÆKNANEMINN
15