Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Side 35

Læknaneminn - 01.10.1975, Side 35
Um Mœlieiningar Ólafur Pétur Jakobsson, lœknanemi Á undanförnum árum hetur orðið vaxandi hreyf- ing í þá átt að staðla mælieiningar í vísindum, þ. m. t. læknisfræði, til að menn geti með sem minnstri fyrirhöfn skilið niðurstöður mælinga hver frá öðr- um. Það kerfi, sem varð ofaná, er nefnt Le Systéme International d’Unités eða Sl-kerfið í daglegu tali. Er hér um að ræða eitt form af metrakerfinu. Hið upphaflega metrakerfi, sem nú er um hundr- að ára gamalt, var byggt á þrem grunnhugtökum, þ. e. lengd (metra), massa (kilogramm) og tíma (sekúndu). Fljótlega eftir síðustu aldamót varð ljóst, að vegna hinna miklu framfara í eðlisfræði þurfti að bæta fleiri hugtökum við, og endurtók sú saga sig á nokkrum næstu áratugum. Grunnhugtök SI- kerfisins eru nú orðin sjö talsins: Griuinhugtak: Nafn SI einingarinnar Tákn SI einingarinnar Lengd meter m Massi kilogramm kg Tími sekúnda s Rafstraumur amper A Hitastig kelvin K Lýsing candela cd Efnismagn mole mol I Evrópu hefur samhæfing allra mælieininga eftir þessu kerfi gengið átakalítið fyrir sig, og t. d. í Englandi er vonast til, að breytingunni verði lokið að fullu síðla árs 1975. Mörg læknisfræðirit gera þegar þá kröfu til greinahöfunda að allar stærðir seu í Sl-einingum, British Medical Journal t. d. frá síðustu áramótum. Hvað viðkemur spítalarannsóknarstofum eru það niðurstöður í sambandi við massa, i'úmmál og remmu (concentration), sem helst breytast. í SI- kerfinu eru kilogram og meter einingarnar fyrir massa og lengd, en ekki gram og centimeter eins og nú tíðkast almennt. Einingar þessar eru þó tengdar hinum fyrrnefndu með heilu margfeldi af tíu og teljast því til afleiddra eininga Sl-kerfisins eins og sést af þessari töflu: Margfeldi Forskeyti Tákn 10^2 tetra- T 10° giga- G 10 ö mega- M 10 3 kilo— k 10 2 hecto— h 10 deca— da 10-1 deci- d 10-2 centi— c 10—3 milli— m 10-ö micro- my 10-9 nano- n 10— 12 pico- f 10-13 femto- p 10—18 atto- a Breytingin á einingum remmumælinga er sú, sem hvað víðtækastar afleiðingar hefur. Nú eru margar einingar notaðar til að tákna remmu, sumar all- furðulegar. Til þessa hefur mikið verið stuðst við einingar, er tákna remmu sem massa/rúmmál, t. d. mg/ml, og remma jóna hefur verið táknuð sem equivalents/rúmmál, t. d. meq/1. Sem dæmi um furðuhluti má nefna táknið mg% í merkingunni mg per lOOml þótt orðrétt þýðing sé mg per lOOmg og virðast menn kippa sér lítið upp við þann þús- undfalda mun sem er á þessu. Árið 1971 var endanlega kveðið á um þetta af „the General Conference of Weights and Measures“, Læknaneminn 29

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.