Læknaneminn - 01.10.1975, Síða 37
Augnlœknisþjónusta d Islandi
Guðmundur Björnsson, lœknir
Laugartlaginn 11. oht. sl. var haltlinn
luntlur á Landahotsspítala, sem fjall-
a&i uni augnverndarniál á íslantli.
lSirtist cfni hans hcr meif gó&fáslcgu
lcgfi höfundar.
1. Sjónvcrnd
1-1. A síðari árum hefur læknisfræðin þróast æ
meir í þá átt að koma í veg fyrir sjúkdóma,
því betra er heilt en velgróið. Hefur því verið
réttilega haldið fram að bezta fjárfestingin sé
heilsuvernd þ. e. sj úkdómavarnir, bæði hvað
snertir einstaklinginn og þjóðfélagið. Ennþá er
læknisfræðin ekki komin á það stig að geta
fyrirbyggt nema hluta þeirra sjúkdóma og
kvilla, sem á mannkynið herja. Þó bætast æ
fleiri og fleiri sjúkdómar í hópinn, sem unnt
er að koma í veg fyrir eða að draga úr þróun
þeirra, finnist þeir á byrjunarstigi og áður en
þeir gefa augljós einkenni.
1.2. Á sviöi augnlækninga beinist þróunin æ meira
að sjónvernd þ. e. að koma í veg fyrir sjóntap
eða blindu. I mörgum tilvikum er hægt að
koma í veg fyrir varanlegt sjónta|) með við-
eigandi aðgerðum, sem einkum beinast að því
að finna ýmsa blinduvaldandi sjúkdóma áður
en þeir segja til sín með augljósum einkenn-
um. Augnslys og eitranir, sem orsaka varan-
legt sjóntap, er oft hægt að fyrirbyggja. Með-
fædda blindu er stundum hægt að fyrirbyggja
sbr. blindu af völdum rauðra hunda.
1-3. I þessu erindi verður rætt um augnlæknis-
þjónustu hér á landi eins og hún er í dag með
sérstöku tillili til sjónverndarmála og komið
fram með nokkrar tillögur til úrbóta.
2. Shilgrcining hlindu
2.1. Skilgreining blindu og „sjóndepru“ (partial
sight). Blindutíðni hvers lands er nokkur
mælikvarði á það hvernig að sjónverndarmál-
um er búið, en þó ekki einhlítur. Samkvæmt
skilgreiningu WHO á blindu, er sá talinn blind-
ur, sem hefur sjónskerpu 6/60 (20/200, 0.1)
eða minna á betra auga með bezta gleri eða
minna en 20 gráða sjónsvið á betra auga (1).
Blinda á öðru auga getur haft mikla áhættu í
för með sér og getur verið til mikilla óþæg-
inda, einkum ef sjóntapið verður á fullorðins-
aldri, því að fjarlægðar- og dýptarskyn rask-
ast.
Blindu er skipt í alblindu, þegar sjón er engin
eða nær engin, og starfsblindu eða social-
blindu.
Starfsblindir komast leiðar sinnar á ókunnum
stað, en geta ekki sinnt sínum fyrri störfum,
vegna lélegrar sjónar. Blinda á öðru auga er
metin 20% örorka, en blinda á báðum augum
100% örorka.
Með sjóndepru eða hálfblindu (partial sight)
er átt við sjónskerpu 6/18-6/60 á hetra auga
með bezta gleri. Er lestrarsjón þá orðin mjög
skert og venjulegt bókaletur ólæsilegt. Börn
með slíka sjón þurfa á sérkennslu að halda.
S. llversu tnargir eru hlindir
hcr á lantli?
3.1. Þar sem blinda er lokastig ýmissa augnsjúk-
dóma er æskilegt að fá sem gleggsta vitneskju
urn blindutíðni. Er blinda líðari eða fátíðari
hér en með öðrum þjóðum? Verður nú leitast
við að svara þessum spurningum.
3.2. Blindraskráning héraðslœkna. Héraðslæknar
eiga að skrá blinda í héruðum sínum. Að von-
læknaneminn
31