Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 38

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 38
um, er sú skráning ófullkomin og tilviljana- kennd og skýrslur vantar úr mörgum héruðum. Samkvæmt heilbrigðisskýrslum 1971 voru 239 skráðir blindir, sem svarar til 1.3 af þúsundi þeirra íbúa læknishéraða, sem skýrslur bárust úr (2). I Reykjavík einni eru skráðir 117 eða 1.4 af þúsundi íbúa. Ekki er mér kunnugt um að héraðslæknar skrái blinda samkvæmt alþjóðareglum, sem um getur að framan og sennilega komast ekki-aðrir á skrá en „þeir sem eru alveg sjónlausir eða geta ekki farið ferða sinna á ókunnum stað“, en eftir þessari skilgreiningu voru blindir skráðir við alls- herjarmanntölin fram til ársins 1950, en nú er sú skráning fallin niður, sem kunnugt er. Auk þeirra alblindu, sem ekki eru skráðir af héraðslæknum, munu sennilega fáir með starfsblindu komast þar á skrá. Vantar því mikið á að skýrslur héraðslækna séu tæmandi. 3.3. Augnlœknar eru ekki skyldaðir til að skrá blinda og senda því ekki blindraskýrslu til heil- brigðisyfirvalda. 3.4. Fyrri rannsóknir á blindu. Árið 1950 var síð- ast gerð sérrannsókn á blindu fólki hér á landi (3). Var lágmarkstala blindra þá 434, sem svarar til 3 af þúsundi, sem þá var mun hærri tala en í nágrannalöndunum. 3.5. Blindir á Vesturlandi 1975. í augnlækninga- ferðalögum um fimm læknishéruð á Vestur- landi (þ. e. Búðardals-, Stykkishólms-, Olafs- víkur-, Borgarness- og Kleppsjárnsreykjahér- uð) sumrin 1974 og 1975 komu 25 manns í leitirnar, sem teljast blindir samkvæmt skil- greiningu WHO: voru 5 þeirra alblindir en 20 starfsblindir (4). Samkvæmt þjóðskrá 1/12 /74 voru samtals 8805 íbúar í framangreind- um héruðum, en alls komu til skoðunar 1734 einstaklingar. Sé miðað við heildaríbúatölu voru því um 2.5 af þúsundi með það skerta sjón, að þeir töldust hlindir. Vafalaust komu ekki öll kurl til grafar, þar sem aðeins um fimmtungur héraðsbúa kom lil skoðunar. Má því búast við að fleiri teljist blindir á þessu landssvæði. Til samanburðar má geta þess að samkvæmt skýrslum héraðslækna voru alls 7 skráðir blindir í þessum héruðum 1971 (2). 3.6. Blindir í aldursflokkum. Samkvæmt skýrslum héraðslækna 1971 voru 78% hinna blindu 65 ára og eldri. Við fyrrnefnda blindukönnun ár- ið 1950 var blinda langtíðust í elztu aldurs- flokkum, mun tíðari en meðal nágrannaþj óð- anna. Blinda meðal barna, unglinga og mið- aldra fólks var sízt meiri hér. Af 25 blindum, sem leituðu augnlækna í fyrr- nefndu augnlækningaferðalagi 1975 voru að- eins tveir undir sjötugsaldri. 3.7. Hversu blinda er algeng á öðru auga er lítið vitað og hafa engar skipulegar kannanir mér vitanlega verið gerðar á því. 3.8. Blinda meðal annarra þjóða. Blinda í USA er talin vera um 2.1 af þúsundi íbúa. Blinda í þróunarlöndum er mun algengari, eink- um þar sem trakóma er landlægt, en þessi sjúk- dómur er lang algengasta hlinduorsök í heimi. Talið er að um 20 miljónir manna séu blindir af völdum þessa sjúkdóms í heiminum (5). 4. Blinduorsakir 4.1. Blindukönnun 1950. Við fyrrnefnda blindu- könnun, sem gerð var árið 1950 kom í ljós að blinda af völdum hægfara gláku (glaucoma simplex) var lang algengasta orsök blindu eða um 50% þeirra, sem skoðaðir voru, en 66% af þeim, sem voru 60 ára og eldri (3). Aðrar algengustu blinduorsakir voru drer (catara- cta), degeneratio macularis senilis, myopia degeneraliva og afleiðing bólgusj úkdóma í innra auga. Um 5% hinna skoðuðu höfðu blindazt af slysförum og afleiðingum slysa. 4.2. Augnlœkningaferðalag 1975. Af 25 blindum var glaucoma primarium lang algengasta or- sökin, samtals 10 eða 40%. Næst algengasta orsökin var degeneratio macularis senilis 6 og 4 voru blindir vegna drers (sjá 1. töflu). 4.3. Blinduorsakir á öðru auga. Á fyrrnefndum augnlækningaferðalögum um Vesturland fund- ust 77 blindir á öðru auga (skv. skilgreiningu WHO) af 1734 skoðuðum eða 4.4%. Algeng- asta orsökin var glaucoma primarium 23 eða 30%. Þvínæst starfræn sjóndepra (amblyopia ex anopsia) og drer. (sjá 2. töflu). 32 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.