Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 42

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 42
hægfara gláka efst á blaði en meðal barna starfræn sjóndepra í för rangeygis og sjónlags- misræmis (anisometropia). Hægfara gláka er lævís sjúkdómur, sem gefur ekki einkenni fyrr en óbætanlegur skaði er skeður. Sem betur fer hafa augnlæknar yfir greiningartækj um að ráða, sem hægt er að finna sjúkdóminn með á forstigum, áður en sjúklingur verður nokkurra einkenna var. Al- gengast er að augnlæknar greina hægfara gláku, þegar almenn augnskoðun fer fram t. d. við gleraugnamátun og sjúklingur er ein- kennalaus og á sér einskis ills von. Þurfa læknar að mæla augnþrýsting hjá sem flestum, 40 ára og eldri. Hægfara gláka er mjög sjald- gæf fyrir fertugsaldur, en úr því fer sjúk- dómurinn að gera vart við sig, en tíðnin smá eykst með auknum aldri. Talið er að 2% manna 40 ára og eldri hafi leynda gláku (9). Auk þess sem augnlæknar mæla þrýsting í aug- um, væri æskilegt að gera slíka mælingu, þar sem hóprannsóknir fara fram. Augnþrýstings- mæling er aðeins gróf sía og ekki nærri alltaf hægt af þeirri mælingu einni að ákveða hvort um gláku sé að ræða. Fleiri rannsóknir þarf þá að gera. Hjúkrunarkona mælir augnþrýsting á Rann- sóknarstöð Hjartaverndar. Hafa þar margir sjúklingar fundizt með leynda gláku og þeim verið komið í meðferð hjá augnlæknum (10). Ennfremur væri æskilegt að augnþrýstings- mæling væri gerð á krabbameinsleitarstöðvum, heilsugæzlustöðvum og á inniliggjandi sjúk- lingum á sjúkrahúsum og elliheimilum. Almenn skipuleg leit meðal allra 40 ára og eldri er að mínum dómi of yfirgripsmikil. Ætti heldur að leita í þeim hópum, þar sem vitað er að tíðni sjúkdómsins er mest, en það er í glákuættum. Fyrst þarf að kanna þessar ættir, en þær eru allmargar hér á landi. Þar sem tíðni gláku fer mjög ört vaxandi í elztu aldursflokkum væri árangursríkt að leita fyrst að þessum blinduvaldandi sjúkdómi með- al aldraðs fólks, þar sem tíðnin er mest. 94 glákusjúklingar, leituðu til augnlækna á augnlækningaferðalögum um Vesturland 1974 og 1975. Voru 75 þeirra 67 ára og eldri eða um 80%. Ibúatala 67 ára og eldri í þessum fimm héruð- um var 1/12/74 alls 729, en 265 voru skoð- aðir. Er það rúmlega þriðjungur allra íbúa í þessum aldursflokki. Lætur nærri að um þriðji hluti allra skoðaðra 67 ára og eldri sé með gláku, en sé gengið út frá heildaríbúatölu 67 ára og eldri um tíundi hver einstaklingur. Má því gera ráð fyrir að tíðni gláku meðal íbúa 67 ára og eldri sé einhversstaðar á bilinu milli 10 og 20 af hundraði. Samkvæmt þjóðskrá 1/12/73 voru 16.759 (7601 karlar og 9158 konur) 67 ára og eldri hér á landi. Er þetta sá aldursflokkur, þar sem glákutíðni er mest og flestir blindast. Meðal barna þarf að leita að skjálg og starf- rænni sjóndepru til að koma í veg fyrir varan- lega sjóndepru á öðru auga. Til þess að hægt sé að lækna þessa kvilla, þarf lækningu að vera lokið áður en barnið kemst á skóla- skyldualdur, því eftir þann tíma er lækning mjög torveld eða næstum ógerleg. Þarf því að leita að skjálg og starfrænni sjóndepru, þegar unnt er að ákveða sjónskerpu hjá barni, en það er venjulega hægt, þegar barnið er 3-4 ára. Rannsókn á fjögurra ára börnum, sem gerð var nýlega í Cardiff, leiddi í ljós að 7.1% höfðu afbrigðilegt vöðvajafnvægi á augum með eða án starfrænnar sjóndepru (11). Færa þarf þessa starfsemi út fyrir Reykjavík, en þá er aftur komið að þeirri staðreynd að vinnukraft og vinnuaðstöðu skortir til að geta tekið mikið fleiri börn til meðferðar, en gert er í dag á göngudeild augndeildar. 6.8. Rannsóknarstarf. Hagnýtt rannsóknarstarf beinist fyrst og fremst að hægfara gláku. Hér á landi er góður jarðvegur fyrir rannsóknir á erfðatíðni og erfðaháttum þessa sjúkdóms. Hér er fremur auðvelt að rekja ættir og ælti það að auðvelda kortlagningu glákuætta. Þarna bíður mikið starf í framtíðinni. Þegar glákuættir hafa verið kannaðar þarf að leita sérstaklega í þeim, því þar er sjúkdómstíðni lang mest. Einnig þarf að rannsaka tíðni starf- 36 LÆICNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.