Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Síða 54

Læknaneminn - 01.10.1975, Síða 54
Mest er af SF í blöðruhálskirtli í körlum. Nokk- uð magn er einnig i rauðum blóðkornum og blóð- flögum (thrombocytum). Orlítið myndast einnig í lifur, beinum og nýrum en hækkun á SF verður sjaldan frá þeim stöðum. Hlutverk SF á þessum stöðum er að líkindum svipað því sem er um AF, þ. e. að ensímið taki á einhvern hátt þátt í flutningi efna og efnasambanda. Notagildi súrra fosfatasa liggur einkum í því að þeir hækka mikið þegar um er að ræða cancer prostatae með meinvörpum. Mælist þá allt að 60-70 Bodansky ein. (NgO-1.1 Bodansky ein.). Ca. pro- statae sem er innan capsulu kirtilins gefur oft alls enga hækkun og ef æxlisvöxturinn er kominn út fyrir capsulu án meinvarpa er hækkunin liltölulega lítil eða 1,5-3,0 Bodansky ein. Góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli (benign prostatic hypertrophy) gef- ur einnig lítilsháttar hækkun á SF eða allt að 2,0 Bodansky ein. Getur stundum verið erfilt að greina þar á milli. Eftir skurðaðgerð eða hormónameð- ferð lækkar SF smám saman, en hækkar aftur ef meðferðin er ófullnægjandi. Allmikil hækkun verður á SF hjá konum sem hafa ca. mammae með meinvörpum. Kemur ensímið í því tilviki frá meinvörpunum. Aðrir sjúkdómar sem valda hækkun á SF eru t.d. hemolysa, sjaldgæfir meðfæddir efnaskiptagallar t.d. Niemann-Pick sjúkdómur og Gaucher’s sjúkd. og einnig myelogen leukemi. Einnig getur Paget’s sjúkd. í beini valdið hækkun. Nokkrir eru þeir þættir sem valdið geta fölskum niðurstöðum. Ber þar fyrst að nefna að nokkur hækkun verður eftir prostatanudd t.d. eftir enda- þarmsskoðun. Ef um er að ræða einhverja truflun á blóðstorknun getur SF hækkað enda er nokkurt magn af SF í blóðflögum. Þá ber að gæta þess vel að ekki sé hemolyserað það blóð sem athuga á. Amylttsi Amylasi er 1—4.glucan, 4-glucanohydrolasi og brýtur niður 1-4 tengið í kolvetnum, en getur ekki sundrað 1-6-tengjunum. Getur Amylasi því brotið niður efni eins og sterkju og glycogen en ekki cellulosa. Niðurbrotsefnin eru svo miltósi og glúk- ósi. Amylasi er einnig kallaður endoamylasi, þar sem hann brýtur niður 1—4 tengið í kolvetnunum af handahófi hvort sem það er á enda kolvetniskeðju eða inni í miðju mólikúli. Amylasi er lil staðar í mörgum líffærum. Mest er í brisi, þar sem ensímið myndast í kirtilfrumunr og er síðan skilað út með brissafanum út í meltingar- veg, þar sem það brýtur niður kolvetni í fæðunni. Munnvatnskirtlar rnynda einnig umtalsvert rnagn af amylasa og reyndar hefst niðurbrot kolvetna í munninum. Lítið magn er einnig í nýrum, vöðvum, mænuvökva, mjólk og lifur. Þótt lítið sé um amylasa í lifur, þá virðist lifrin gegna einhverju hlutverki við stjórnun á serummagni amylasans. Það sem bendir til þess er það að brottnám briskirtilsins hef- ur engin áhrif á serummagn amylasa, en ef lifrin er numin brott þá fellur magn amylasa í serum. Amylasi í serum er mældur með því að mæla hve mikið af reducerandi sykrungum (maltósa og glúk- ósa) myndast eftir að serum hefur verið blandað saman við kolvetnisupplausn. Niðurstöður eru gefnar í einingum per 100 ml. Normalgildi er 50-150 Somogyi ein/100 ml. Klínískt notagildi er mest við greiningu á sjúk- dómum i brisi. 1 sjúklingum með bráða brisbólgu (pancreatitis acuta) hækkar amylasi mjög og fer yf- ir 550 Somogyi ein. og getur farið allt upp í 2000- 4000 ein. Er mikil og stöðug hækkun fyrstu 24r-30 tímana en fellur síðan niður í eðlileg gildi á næstu 24-48 tímunum. Eðlilegur þvagútskihiaður á amy- lasa er 50-300 Somogyi ein./klst., en við bráða brisbólgu eykst þessi útskilnaður tvöfalt eða þrefalt, Þessi aukning á útskilnaði heldur áfram í nokkra daga eftir að serum amylasi er komin í eðlilegt horf. Haldi amylasi áfram að vera hækkaður í nokkurn tíma eftir að bráð brisbólga hefur gengið yfir skal leiða hugann að því hvort þá sé til komin pseudocysta eða að brisbólgan sé orðin krónísk. Hækkaður amylasi eru við króníska brisbólgu, en hækkunin er minni en við bráða bólgu, 250M.00 Somogyi ein. Við cancer pancreatis er oft alls engin hækkun amylasa, stundum einhver hækkun og er ekki hægt að reiða sig á það. Ymsir bráðir sjúkdómar í meltingarvegi svo sem perforerað maga- eða skeifugarnarsár, obstruc- tio intestini, cholecystitis, thrombosis a. mesenteri- ca eða stífla á ductus pancreatis valda hækkun á 44 LÆICNANEMINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.