Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Side 63

Læknaneminn - 01.10.1975, Side 63
Hugleiðingar um „fíluna" Arnlín Óladóttir, lœknanemi Sé litið yfir þróun háskólamenntunar s. 1. áratugi þá kemur í ljós að hún hefur breyst úr akademiskri Menntun fyrir börn ríka fólksins í verksmiðj ufram- leiðslu á sérhæfðu vinnuafli. Háskólarnir hafa verið opnaðir og ríkið hefur tekið upp námsaðstoð til þess, að fleiri gætu stundað háskólanám. Ríkjandi stéttir hafa að sjálfsögðu sagt þessa þróun stafa af þeim hugsunarhælli sínum „að nú eigi allir að geta lært það, sem hugur þeirra stefnir til og geta leyfir“, en raunveruleg ástæða þessarar þróunar er ekki manngæska, heldur sú staðreynd, að nútíma fram- leiðsluhættir krefjast aukins fjölda faglærðra verka- fflanna. Flestir háskólar á vesturlöndum eru því orðnar hreinar kennslustofnanir í stað þess að vera „vísindalegar rannsókna- og fræðslustofnanir“ eins og upphaflegi tilgangurinn var. Prófessorum er íþyngt með of mikilli kennslu og öll aðstaða til rannsókna hefur stórlega dregist aftur úr almennri tækniþróun. Reyndin er því sú, að stórfyrirtæki fjármagna allar helstu rannsóknir (geimferðir og vopnaframleiðsla ekki undanskilið) og ráða því Ölll, um bað, hvað er rannsakað og í hvers þágu. Þegar stúdentar innritast í Háskóla Islands geta þeir valið á milli 10-12 færibanda. Og vei þeim, sem ætlar sér að ráða hraða færibandsins hvað þá þeim sem ætlar að ferðast á milli þeirra. Menntun er sama sem starfsmenntun, það er mottó dagsins. Stúdent sem velur færibandið „læknadeild“ á auk annars fullt í fangi með að halda sér við færibandið, bæði vegna mikils hraða svo og þess að yfir ýmsar ojöfnur er að fara. Leiðin er vörðuð verkamönn- um (kennurum) sem festa skrúfu hér og spjald þar uns út sprettur fullbúinn læknir, útroðinn af bóka- lærdómi en oftast harla laus við lífsreynslu og alveg laus við víðsýni. Þar sem læknanámið er mjög erfitt og tímafrekt uám, þá sökkva flestir læknanemar sér niður í það af fullum krafti og hvorki gera né hugsa neitt annað á meðan. Við lesum námsbækur, læknanemann og annað hvort Þjóðviljann eða Moggann. Mörg okkar eru sannfærð um að enginn vinni neilt í háskólanum nema við og fáeinir menn í Verkfræði- og raunvís- indadeild. Við röbbum saman um læknisfræði, náms- lán og kennarana og segjum hvort öðru kjaftasögur um stjórnmálamenn og starfsfólk spítalanna. Eftir 6 svona ár hljótum við óhjákvæmilega að hafa staðn- að á öðrum sviðum. Þannig gerist það að flestir þeir sem útskrifast eru hreinir og klárir „fag-idjót- ar“. Þannig vilja stjórnendur læknadeildar líka hafa það, enda styðja þeir kröfuna um niðurfellingu fíl- unnar. I erfiðu námi eins og læknisfræði er ennþá meiri þörf á að skikka menn til að kynna sér fög eins og heimspeki og bókmenntir. I öllum þeim um- ræðum um fíluna sem fram hafa farið í deildinni hefur alveg gleymst, að athuga hvað er verið að bjóða upp á. Nýskipan kennslu í forspjallsvísindum hefur það ekki að markmiði, að kynna nám við Háskóla Islands, heldur að kynna mönnum viðfangs- efni, vandamál og aðferðafræði hinna ýmsu fræði- sviða. Þannig eigum við nú kost á því, læknanemar, að kynnast því hvað um er að vera í öðrum deildum, ekki sem nemendur, heldur sem athugendur. Það sem við þurfum að gera er að standa saman um að finna heppilegan tíma fyrir þetta námskeið og berj- ast fyrir því, að við getum einbeitt kröftum okkar að því meðan á því stendur. Eg held ekki að fílan eigi neitt sérstakt erindi inn á fyrsta ár, heldur teldi ég æskilegra, að hún kæmi inn á seinni stigum náms- ins, þegar menn eru orðnir verulega gegnsýrðir af raunvísindamóralnum. Eg legg til að F. L. geri það að tillögu sinni, að námið verði lengt um ca. 2 mánuði og fílunni skotið inn á milli atriða á 4. eða 5. ári. Þá væri kannske smá von til þess, að við útskrifuðumst aðeins víðsýnni, en raun ber vitni og um leið miklu betri læknar. Sjúklingar eru nefni- Framhald á bls. 55. læicnaneminn 51

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.