Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 65

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 65
Þetta er arftaki gamla stóra Robbins (Robbins Pathology), sem lengi var kennslubók hér við deild- ma, svipuð að stærð og uppbyggingu, en hins vegar aukin og endurbætt, sérstaklega almennu kaflarnir. Bókin er að sjálfsögðu ýtarlegri en Basic Pathology, auk þess, sem hún inniheldur kafla um meinafræði taugakerfisins, húðar og sérkafla um smitsjúkdóma, ásamt umhverfismeinafræði, sem vantar í minni bók- ma. Idún er hinsvegar of stór, til að íslenskir lækna- nemar geti nýtt hana að gagni á þeim tíma, sem þeim er ætlaður til meinafræðináms. Enda varð taunin sú, að sárafáir 3. ársnemar keyptu þessa bók á síðasta ári. Einar Stefánsson. Lyfjafrœði MEDICAL PHARMACOLOGY eftir Andres Goth. ~50 bls. C. V. Mosby Company. 1974. REVIEW OF MEDICAL PHARMACOLOGY eftir F. H. Meyers, E. Jawetz og A. Goldfien. 721 bls. LANGE Medical Publications, 4. útg. 1974. CLINICAL PHARMACLOGY eftir D. R. Laurence. Ca. 650 bls. Churchill Livingstone, 4. útg. 1973. „Goth“ er fljótlesin og þægileg bók, sem nægir sennilega til prófs í sérhæfðri lyfjafræði. Hverjum lyfj aflokki eru gerð skil í stuttum kafla, og auk þess eru nokkrir yfirlitskaflar um samhæfða lyfja- L'æði og kalli um eiturefni, en þeir kaflar duga ekki til prófs í samhæfðri lyfjafræði né eiturefna- Hæði. „Goth“ er heldur þurr og leggur lítið til skilnings og áhuga manna á lyfjafræði og dugir ekki þeim, sem vilja læra greinina sómasamlega. „Meyers“ getur hins vegar vakið og aukið áhuga a lyfjum, enda er hann miklu nákvæmari en „Goth“ °g leitar lengra að skýringum á verkunum lyfja. „Meyers“ er miklu seinlesnari en „Goth“. „Lauren- ce brúar bilið frá lyfjum að sjúklingum og er því hverjum læknanema nauðsyn, auk þess sem bókin er bráðskemmtileg aflestrar. Bezt er að lesa „Goth“ eða ,,Meyers“ fyrst og glugga síðar í „Laur- ence“. introduction to GENERAL PHARMACO- LOGY eftir T. Z. Csaky. 250 bls. Meredith Corpora- tion 1969. Csaky er lílið kver og léttvægt. Samhæfða lyfja- fræði má vel læra af fyrirlestrum, og Csaky bætir litlu við. Ónætnisfrieði IMMUNOLOGY FOR UNDERGRADUATES eftir D. M. Weir. 190 bls. í litlu broti. Churchill Living- stone 1973. ESSENTIAL IMMUNOLOGY eftir Ivan ROITT. 260 bls. Blackwell 1974. „Weir“ fer vel í vasa, og námsefnið er á fáum blaösíöum, en er með afbrigðum þvælin og torskilin bók. „Roitt“ er hins vegar vel læsileg og ágætlega myndskreytt. Þessar tvær bækur greinir sums staðar á um kenninguna. Líffærafrœði II MACROANATOMIA A síðasta námsári var farið yfir innyfli, höfuð og háls. I þeirri yfirferð mælti Hannes með WOODBURNE og LOCKHART. Við lestur um inn- yflin fannst mér Woodburne betri. Innervation líffæranna held ég þó, að sé betri í Lockhart eins og um taugar yfirleitt. ÆSum er betur lýst í Wood- burne. W. og L. eru frekar þurr lesning um höfuð og háls. Í þeim eru allt of fáar skýringarmyndir. Nokkur okkar pöntuðum þess vegna bókina ANA- TOMY OF THE HEAD AND NECK eftir GEORGE H. PAFF. Hún var útgefin af Saunders 1973 og er ágæt, vel og lélt skrifuð með mörgum einföldum skýringarmyndum og minnisreglum. Paff á það meira að segja til að vera fyndinn. Sú bók fer ekki nógu ýtarlega í höfuðkúpubeinin, en þar bendi ég eindregið á Lockhart. Heilataugarnar er bezt að læra í Lockhart. MICROANATOMIA I vefjafræöinni var eingöngu stuðst við LEESON & LEESON og er hún fullnægjandi. Auk hennar er mjög gott að eiga ATLAS OF HUMAN HISTO- LOGY eftir Di Fiore sérstaklega með tilliti til smásj árskoðana. Læknaneminn 53

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.