Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Qupperneq 74

Læknaneminn - 01.10.1975, Qupperneq 74
hafði sent okkur umsókn í maí eftir að frestur rann út, og við svarað neitandi. Vegna óvæntra forfalla var auðvelt að koma Lopes Fernandes fyrir á sjúkra- húsi hér, en stúdentaskiptastjórinn hans í Madrid fékk sendar nokkrar línur um þetta ábyrgðarleysi sitt. Erlendu stúdentarnir voru yfirleitt ánægðir með dvöl sína hér, en þó fór það nokkuð eftir þjóðerni, eða réttara sagt, hverju fólkið var vant heima fyrir. T. d. voru 2 Svisslendingar, sem dvöldu á Borgar- spítalanum, sérlega hrifnir af öllum aðstæðum hér, og lýstu yfir ánægju sinni með dvölina á Bogganum. Nefndu þeir sérstaklega, hversu mikil bót var að því, að þýzkukunnátta lækna á þeim bæ var með slíkum ágætum. Annars var skiptingin milli þjóðlanda og sjúkra- húsdeilda á eftirfarandi hátt: Þjóðland: Fj.. Þar af ■ k.: Sjúkrahús: Deildir: Austurríki . . 2 í Lsp. Lyflækn. Finnland 2 2 Lsp. Lkot. Sýklafr. Lyflækn. Frakkland . 1 1 Lsp. Lyflækn. England . 2 1 Akureyri Handlækn. Ítalía . . . . 2 1 Lsp. Lyflækn. Júgóslavía . 2 2 Lsp. Lsp. Handl. Handl. Pólland 1 1 Lkot. Handlækn. Spánn .... 1 1 Lsp. Handlækn. Sviss 2 2 Bsp. Bsp. Handl. Handl. Svíþjóð . 2 2 Lsp. Lsp. Lyflækn. Lífefnafr. Þýzkaland . 2 1 Lsp. Barnadeild Stúdentarnir fengu ókeypis fæði á þeim spítölum, sem þeir voru á. Auk þess höfðu allir aðgang að matsal Landspítalans á kvöldin og um helgar. Ekki þurfti Stúdentaskiptasjóður að greiða þessar mál- tíðir. Á Akureyri sá forstöðumaður Fjórðungs- sjúkrahússins, Torfi Guðlaugsson, um að útvega húsnæði og fæði fékk stúdent á sjúkrahúsinu. Hefur sjóðurinn heldur ekki þurft að greiða fyrir það. Það, sem helzt skortir í sambandi við dvöl erlendu stúdentanna hér, er að koma þeim í kynni við íslenzka stúdenta. Þannig hefði þurft að skipuleggja einhvers konar „sósíalprógramm“ fyrir þessa krakka. I þessu sambandi gæti stjórn Félags læknanema aðstoðað stúdentaskiptastj óra. Ingibjörg Georgsdóttir, stúdentaskiptastjóri. Fjölgun í lœknastétt Framhald aj bls. 28. margir átt þess lítinn kost að afla sér framhalds- og viðhaldsmenntunar og jafnvel oft og einatt ekki átt þess kost að taka lögboðin frí. Verða þar í framtíðinni verkefni fyrir yngri lækna, að leysa þá eldri af hólmi um lengri eða skemmri tíma. A hinn bóginn er á það að líta, að ýmislegt er að gerast, sem dregur úr vinnuálagi lækna. Stöðugt bætast við fleiri læknaritarar, meinatækn- ar og röntgentæknar, að ógleymdum heilsugæslu- og heilsuverndarhjúkrunarkonum, sem nú taka við mörgum þeim störfum, sem læknar gegndu einir áður. í þessu sambandi má nefna nýju hjúkrunar- námsbrautina við Háskólann, en tilkoma fleiri sér- lærðra heilsugæsluhjúkrunarkvenna hlýtur óhjá- kvæmilega að draga úr þörf fyrir aukinn fjölda lækna. Ennfremur vil ég vekja athygli á því, að hliðstæð fjölgun virðist vera hjá lyfjafræðingum og nú er hjá læknum. Er líklegt, að úr lyfj afræðingastétt verði á næstunni sótt á landsbyggðina í ríkari mæli en nú er. Allar spár um læknafjölda verður að taka með mikilli varúð. Forspár þær um fjölda starfandi lækna, sem settar eru fram hér á undan gætu staðist, ef áfram héldist sama þensla í heilbrigðismálum eins og var á áratugnum 1960-1970. Reynsla annarra þjóða hefir sýnt, að slík þensla getur ekki haldið áfram endalaust. Hvort við erum nærri því marki, að stjórnmála- menn telji, að hlutfall það af þjóðartekjum, sem til heilbrigðismála fer, hafi aukist nægjanlega, til þess að hægt sé að mæta gerðum kröfum um magn og gæði þjónustu, mun tíminn leiða í Ijós. 62 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.