Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 18
nema, sem borin var upp á deildarráðsfundi 1.
júní ’77 (sjá hjálagt ljósrit af samþykktum 132.
fundar deildarráðs), þar sem vitað er að erlendir
stúdentar á fyrsta ári hyggj ast allir snúa til heima-
lands síns eftir tveggja ára nám hérlendis.
Félag læknanema.
Steingrímur Björnsson ritari.“
A fundi þess um málið, kom eftirfarandi tillaga
frá rektor um sama efni:
„Háskólaráð beinir þeim eindregnu tilmælum til
læknadeildar, að fjöldatakmörkunum verði ekki
beitt á þessu ári og ennfremur, að háskólaráð verði
ávallt send ýtarleg, rökstudd greinargerð um nauð-
syn takmörkunar hverju sinni. Slík greinargerð
verði jafnan samin í samráði við kennslustjóra Há-
skóla Islands.
I því tilviki, að fj öldatakmarkanir reynist nauð-
synleg, er þess óskað, að erlendum stúdentum sem
eru við nám í deildinni, verði haldið utan við töl-
una, þótt þeir haldi áfram námi um tíma.“
Tillaga þessi var samþykkt með tíu atkvæðum
gegn einu. Þessi tíðindi vöktu að sjálfsögðu mikla
gleði, enda merkum áfanga náð, það er stuðnings-
yfirlýsingu mikilsmetins aðila, sem hægt væri að
nota þegar næsta skref væri stigið, en það var að
leita stuðnings menntamálaráðherra.
Frá upphafi var vitað mál, að menntamálaráð-
herra var eini aðilinn, sem vald hafði til að hnekkja
úrskurði læknadeildar, og þar eð flestar aðrar leið-
ir höfðu verið reyndar, kom ekki annað til greina
er hér var komið, en að leita stuðnings hans. Það
var síðan um miðjan ágústmánuð, að læknanemum
á 1. ári hárust eftirfarandi bréf:
Reykjavík, 16. ágúst 1977.
Að morgni 15. ágúst barst undirrituðum með-
fylgjandi bréf menntamálaráðherra og óskast efni
þess kynnt námsmönnum í læknadeild, sem hlut eiga
að máli.
Erindi þessu er hér með komið á framfæri við 51
nemanda, sem skráðir voru á 1. námsári eftir jan-
úarpróf 1977, en það á ekki að vísu beint erindi til
allra.
Virðingarfyllst,
Guðlaugur Þorvaldsson rektor.“
„Menntamálaráðuneytið
Háskóla- og alþjóðadeild.
Reykjavík, 12. ágúst 1977.
ÁG/ÞÞ
Með vísun til bréfs yðar, herra rektor, dags. 4. þ.
m., svo og viðræðna hér í ráðuneytinu, skal yður
tjáð, að ráðuneytið hefur ákveðið að beita sér fyrir
því, að fjöldatakmörkunum á öðru námsári í lækna-
deild Háskóla íslands, sbr. 42. gr. b. háskólareglu-
gerðar, verði ekki beitt á þessu ári. Er þá m. a. höfð
hliðsjón af ályktun háskólaráðs um mál þetta á
fundi þess 7. f. m.
Framanritað óskast tilkynnt þeim námsmönnum
í læknadeild sem hlut eiga að máli.
Samrit fylgir af bréfi ráðuneytisins til deildarfor-
seta læknadeildar, dags. í dag.
Vilhjálmur Hjálmarsson.“
Læknadeild tók ekki neina afstöðu til bréfs þessa,
en tilkynnti ráðuneytinu að deildarfundur yrði hald-
inn um málið. Ekki taldi deildin nauðsynlegt að
halda fund þennan fyrr en niðurstöður haustprófs
lægju fyrir, og fóru því nemendur í haustpróf í ó-
vissu um endalok þessa máls. Af þeim 20 nemend-
um sem þreyta máttu haustpróf stóðust 14, og hófu
þeir nám á 2. ári, þrátt fyrir að ekki væri búið að
halda deildarfundinn. Það var síðan ekki fyrr en 6.
okt. síðastliðinn, að deildarfundur þessi var haldinn.
Urðu þar allharkalegar umræður, sem lauk með
stórsigri þeirra, er mæltu gegn beitingu fjöldatak-
markana. Ekki fengu undirritaðir leyfi til að líta í
fundargerðarbók, né uppgefnar þær tillögur, sem á
fundinum voru uppbornar, þrátt fyrir að annað okk-
ar hafi verið sem fulltrúi nemenda á fundinum.
Ástæðan fyrir þessu er eflaust sú, að sumir ráða-
menn deildarinnar eiga um sárt að binda eftir ófar-
ir sínar á fundinum.
Annars urðu niðursöður fundarins þær, að fallið
var frá öllum áður fyrirhuguðum takmörkunum á
árgangnum 1976-’77. Þetta birtum við í þeirri ein-
lægu von, að undirrituðum verði ekki stefnt fyrir
rof á þagnarskyldu þeirri sem á fundarmönnum
deildarfunda hvílir, og einnig í þeirri trú, að sár
þeirra sem mestum hrakförum fóru, séu tekin að
gróa.
12
LÆKNANEMINN