Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 25

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 25
og það liefur hafið útgáfu á þeim erindum sem flutt hafa verið á fundum félagsins. Gigtsjúkdómafélag íslenzkra lækna gekkst nú í haust fyrir námskeiði um gigtsjúkdóma á vegum fræðslunefndar læknafé- laganna. Námskeiðið sóttu um 85 læknar og lækna- nemar og fyrirlesarar voru 30, þar af 2 erlendir. Er- indi þau sem haldin voru á námskeiðinu verða gefin út sem fylgirit Læknahlaðsins. Einnig erum við að vinna að útgáfu erinda frá Norræna Gigtlæknaþing- inu í fyrra. Bæði gigtarfélögin munu nú í nóvembermánuði helga sérstakan dag baráttu við gigtina. A þess- um degi, Gigtardegi, verður hátíð í Háskólabíói með fræðslu og skemmtun fyrir almenning. Islenzka póstþjónustan mun um svipað leyti gefa út gigtar- frímerki. Hafin verður upplýsingaherferð í fjöl- miðlum og sýnd verður kvikmynd um liðagigt hjá börnum, eitt af vanræktu vandamálunum á sviði gigtlækninga. IkL'Íii rannsóhnaraðstaÍSa — haett tjUitarnieðferÍÍ Það er enginn vafi á því að aukin fræðsla stuðlar að bætlri gigtarmeðferð, en það er vitað mál að sú læknishjálp og aðstoð sem gigtarsjúklingar njóta, er ærið mismunandi og yfirleitt ófullnægjandi svo að mikilla úrbóta er þörf. I lögum Gigtarfélags ís- lands stendur að það sé hlutverk félagsins að efla að- stöðu til gigtlækninga m. a. með því að stuðla að opnun gigtsjúkdómadeilda, rannsóknastofnana, heilsuhæla og endurhæfingarstöðva. Félagið hefur þegar riðið á vaðið með því að safna fé til kaupa á „Sindurteljara“ til ónæmisfræðilegra rannsókna á gigtsjúkdómum. Flestir illvígir gigtsjúkdómar eiga rætur að rekja til truflunar á ónæmiskerfi líkamans. Greining og meðferð þessara sjúkdóma byggist þess vegna að verulegu leyti á ónæmisfræðilegum rann- sóknum. Sérstök aðstaða til slíkra rannsókna er ekki fyrir hendi hérlendis, enda hefur til skamms tíma vantað ónæmisfræðing til þess að annast þessa þjón- ustu. Helgi Valdimarsson, dósent í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla íslands, rekur rannsóknastofu í ónæmisfræði fyrir St. Mary’s læknaskólann í Lon- don um leið og hann annast kennslu í fræðigrein sinni hér við læknadeildina, eins og allir vita. Hann hefur boðið heilbrigðisyfirvöldum að setja upp og annast rekstur rannsóknastofu á þessu sviði hér á Islandi. Hyggst hann segja upp stöðu sinni erlendis og flyljast heim jafn skjótt og viðunandi grundvöll- ur hefur verið tryggður fyrir rekstri ónæmisfræði- legra rannsókna hér á landi. Nú er kominn vísir að rannsóknastofu í ónæmisfræði gigtsjúkdóma hér á Landspítalanum að tilhlutan Helga og undir handar- jaðri Arinbjörns Kolbeinssonar á rannsóknastofu Landspítalans í sýklafræði og standa vonir til þess að þessari starfsemi vaxi fiskur um hrygg við til- komu hins nýja tækis sem Gigtarfélag Islands ætlar að gefa Landspítalanum. Rannsóknastofa í ónæmisfræði verður merkur á- fangi á leið til bættra gigtlækninga, og tel ég slíka rannsóknastofu forsendu þess að gigtsjúkdómafræð- in nái að þróasl eðlilega á íslandi. Sérhæfð gigt- sjúkdómadeild verður svo að koma í kjölfarið með göngudeild og endurhæfingarstöð og í nánum tengsl- um við ortopediska deild. Slík gigtsjúkdómadeild verður að vera miðstöð gigtarrannsókna með kennsluaðstöðu fyrir allar heilbrigðisstéttir og möguleika á því að sérmennta lækna. Sem stendur er kennslustaða í gigtsjúkdómafræðum við lækna- deild Háskóla Islands bundin sérfræðingsstöðu við lyflækningadeild Landspítalans. Kennsluaðstaða er ófullkomin, m. a. vegna þrengsla, bæði í legudeild og í göngudeild og vegna aðstöðuleysis endurhæf- ingardeildar Landspítalans. A lyflækningadeild Landspítalans er D-gangur með 23 rúmum nýttur að hluta fyrir gigtsjúklinga og eru um 300 innlagnir á ári vegna gigtar. Það eru alltaf margir á biðlista og litlir möguleikar á hráða- innlögn nema þriðju hverja viku sem Landspítalinn er á akút vakt. í göngudeild Landspítalans fyrir gigtsjúka eru um 2000 viðtöl á ári. Þessari starfsemi er þröngur stakk- ur skorinn vegna mikilla þrengsla. Þó er það verst að hafa ekki opna endurhæfingardeild í Landspítal- anum svo að við verðum að senda gigtsjúklingana í endurhæfingu út um allan bæ. Legudeild endurhæf- ingardeildar, 13 rúm, er auðvitað alltof lítil og tek- ur Reykjalundur við flestum legusjúklingum okkar til áframhaldandi endurhæfingar. Þetta aðstöðuleysi endurhæfingardeildar Landspítalans stafar bæði af þrengslum og skorli á sjúkraþjálfurum og iðjuþjálf- LÆKNANEMINN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.