Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Page 36

Læknaneminn - 01.11.1977, Page 36
Mr. Parry og Maurice, sem átti að aðstoða við krufningarnar. Prófessorinn sjálfur leiðbeindi við krufningarnar líka og reyndist hann hinn bezti lærifaðir. Um kvöldið dundi yfir fyrsta rótarysamkoman undir forystu Mr. Pearsons. Þar fengu menn hin ýmsu boð í allar áttir: matarboð, snekkjuboð, krá- arferðir og fleira. Rótarymenn sungu fyrir okkur ,,There is a hole in the bucket“ og vildu meina að það væri eitt af höfuðþjóðlögum þeirra engilsax- neskra. Við gauluðum „ríðum, ríðum“ undir stjórn Páls T. Var það álit manna að söngur hvorugra hefði orðið þeim til neins sóma! ! Gildið hætti á kristileg- um tíma, rótarymenn fóru heim að sofa, en lækna- nemar skemmtu sér enn um stund inni á vist og stigu þar ýmsir dansa hinna ýmsu þjóða við mikið góðar undirtektir áhorfenda. Mitt álit er að þessi hópur eigi tvímælalaust að stofna eigið Jsjóðdansafélag! Nú skyldi enginn halda, að ekkert hefði verið stundað nema hið ljúfa líf, en það var nú öðru nær. Fyrirlestrar byrjuðu kl. 9.30 á morgnana og síðan var krufið til ca. 16.00 á daginn og stunduðu rnenn hvoru tveggja nokkuð vel (svona almennt séð). A kvöldin var svo stunduð léttari iðja og verður nú aðeins stiklað á stóru um það sem á dagana dreif næstu vikurnar. Farið var einn laugardag til Blackpool, sem er nokkurs konar circusbær og þar töpuðu menn sér í hinum ýmsu leiktækjum (gengu í barndóm) og Brynjólfur borðaði ís meðan aðrir drukku bjór. Síðan var farið í helgarferð til Wales og rúntað þar Bindindismennirnir. Litla Island viS hliSina á Brezka stólveldinu. um og gist í Bangor, sem er háskólabær í N.-Wales. Þar áttu sumir sínar beztu stundir inni í skápum (nefnum engin nöfn). Ferðin þótti takast mjög vel þrátt fyrir smábyrjunarörðugleika. Síðast en ekki sízt var farið í óteljandi krár, diskotek og klúbba, svo ekki sé minnzt á allt það sem rótarymenn skipulögðu, okkur til ánægju og yndisauka. Nokkuð stunduðu menn skemmtanalífið og ódýra bjórinn misjafnlega, en þegar á heildina er litið, má segja að þátttaka í hvorutveggja hafi verið mjög góð. Eg get ekki látið hjá líða að minnast sérstaklega á klúbb einn sem okkur var sérlega hjartfólginn. Við Greenbank House Club. 28 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.