Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Page 39

Læknaneminn - 01.11.1977, Page 39
viss og nákvæm, stundum jafnvel um of. Páll komst vel frá kennslunni en þurfti til þess of mikinn tírna. Olajur Jensson og Þorgeir Þorgeirsson: Olafur kenndi um erfðasjúkdóma að mestu stóráfallalaust. Þorgeir forfallaðist í kennslunni á síðustu stundu. Þrófessorinn og kennarar í greininni hefðu getað skipt með sér kennsluefni hans svo vel mætti fara. Lengi vel var ekkert gert, og það eitt vitað að Þor- geir var víst farinn. Síðan tók Jónas Hallgrímsson að sér 6 þessara fyrirlestra s. s. áður er nefnt. Þeim 18 sem óráðstafað var voru búin skrítin örlög. I stað 12 fyrirlestra um ónæmissjúkdóma, töluðu Olafur Jensson og Alfreð Árnason um ættfræði og barns- faðernismál og gáfu starfslýsingu fyrir Blóðbank- ann. Þeim hefur eflaust verið þetta frjálst þar sem Olafur Bjarnason gaf þeim fyrirlestrana að eigin sögn. Þeir 6 fyrirlestrar um nýrnasjúkdóma sem eft- ir voru, týndust og sjúkdómar í nýrum þar með úr sögunni. Slíkt skipulagsleysi sem þetta er vonandi úr sög- unni frá og með næsta kennsluári, enda lítt til sóma. Hannes Blöndal: Hann sker sig úr fyrir að mæta alltaf vel undirbúinn til kennslunnar. Einn kennar- anna notar hann ekki glærur, en skrifar öll helztu atriði á töfluna, oft með góðum skýringarmyndum. Einnig notar hann mikið skuggamyndir. Vel tókst honum að tengja almenn og sérhæfð atriði í tauga- kerfi. V erkkennsla Hún var allt önnur og betri en fyrirlestrakennslan. Við kennslu í krufningum lágu frammi sjúkrasaga og niðurstöður klíniskra rannsókna. Kennari krufði og leitaðist við að tengja það sem sást við sögu sjúklingsins. Ekki þurfti að skila skýrslum við krufningarnar. Stúdentar voru 7—10 í hvert skipti, sem er of margt. Betra væri að þeir væru 4-6. Ann- ars fannst mér þessi kennsla góð. Engin kennsla var í skoðun sjúklegra líffærasýna (macro), sem stúdentar eiga þó að standa klárir á til verklegs prófs. Þarna er þörf viðbóta, t. d. mark- lýsingar að vinna eftir við slíka skoðun. Þorgeir átti að kenna smásjárskoðun sjúklegra vefjasýna. Við forföll hans dróst mjög, að kennsl- an hæfist og það var ekki fyrr en 28. febr. að Olaf- ur Bjarnason hóf hana. Vegna tímaskorts þurfti að fara fljótt yfir sögu, og skoðuð voru 7-8 sýni í hverri kennslustund, sem var til til tvær klst. Alls voru 9 slíkar. Bragi Þ. Stefánsson læknanemi var Ölafi til að- stoðar. Þóll tíminn væri naumur var þetta hið bezta námskeið. Eg ætla nú að slá botninn í þetta rabb mitt og vona fyrir hönd þriðja árs nema á vetri komanda að þá verði öldin önnur. Pétur Heimisson. Lyf ja- w§ eiturefnafrœði Kennslan í lyfjafræði á 3. ári er í höndum Þor- kels Jóhannessonar og Magnúsar Jóhannssonar, og eru fyrirlestrar þeirra yfirleitt mjög góðir og vel undirbúnir, einkum eru fyrirlestrar Magnúsar skipulega framsettir. Er ég viss um, að það marg- borgar sig fyrir stúdenta að sækja sem flesta af þess- um fyrirlestrum. Ekki er fylgt neinni kennslubók svo að nokkru nemi, en ef menn vilja lesa annað en fyrirlestrana, sem líklega gerist ekki þörf ef aðeins er miðað við að ná prófi, má helzt mæla með bók Laurence, Clinical Pharmacology, sem auk þess er mjög skemmtileg aflestrar. Bók Goth finnst mér hins vegar frekar yfirborðskennd og þurr lesning. Það sem helzt má finna að við kennsluna í lyfja- fræði er, að mikill tími fer í að kenna hluti, sem að rnestu ætli að sleppa eins og nú stendur á, og veldur þetta því, að fyrirlestrar í greininni verða geysi- margir og auk þess er til prófs það sem kemur fram á kvöldfundum, sem eru því aðeins modificeraðir fyrirlestrar og viðbót við þann fjölda sem fyrir er. Þannig fer mikill tími í yfirferð um vítamín og hor- món, þar sem fátt kemur nýtt fram miðað við kennsluna á 2. ári, og ætti í lyfjafræðikennslunni að vera nóg að eyða örfáum fyrirlestrum á þetta efni. Þá er stundum haft langt mál um atriði tengd náms- efninu, t. d. eyddi Þorkell ca. 2 fyrirlestrum í að út- skýra neuroanatómíu í sambandi við lyf gegn Par- kinsonisma. Svona viðleitni er í rauninni mjög virð- ingarverð, en því miður er ekkert pláss fyrir þetta á þeim tíma, sem ætlaður er til kennslunnar. Í þriðja lagi má svo nefna, að oft fer mikill tími í að kenna hreina fysiologiu, l. d. í sambandi við hjartalyf og diuretica, en slíkt ætli ekki að koma fyrir. Þó hafa Framh. á bls. 43. læknaneminn 31

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.