Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 51

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 51
5) VottorS frá landlækni um að ekkert sé til fyr- irstöðu fyrir ráðningu frá hans hálfu. Allar umsóknir verða að innihalda atriði 1—3, en sum sjúkrahús hafa einnig beðið um 4. og 5. atriði aukalega. 011 Ijósrit eiga að vidimeras, þ. e. vottur þarf (h d. á blakhlið ljósritsins) að ábyrgjast, að frum- rjt og afrit innihaldi nákvæmlega það sama (vottur þarf aðeins að skrifa „vidimeras41, og síðan nafn sitt og heimilisfang undir). Ef illa stendur á er hægt að senda umsókn án þess að öll skjöl (eins og t. d. málavottorð) liggi fyrir, en þá verður maður að tilkynna í umsókn að það sé væntanlegt, og senda það sem allra fyrst. Umsóknin sendist síðan til klinikchefen (æðsta yfirlæknisins) á deild þeirri sem viðkomandi hefur hug á að vinna við. L'aunahýör KaupiS fer að sjálfsögðu eftir lengd vinnutímans, vaktafjölda, vinnuálagi á vöktum og eðli vakta (þ. e. hvort verið er á sjúkrahúsinu eða heima hjá sér uiilli anna). MánaSarkaupiS mitt í sumar var 5.982 s. kr. í fastakaup, fyrir 42 klst. vinnuviku, og með vaktaálagi, orlofi, yfirvinnu o. þ. h. tvöfaldaðist sú upphæð, jafnvel þótt ég hafi ekki verið hundinn á sjúkrahúsinu á vöktunum. Skattar í SvíþjóS eru um 25-30% ef heildartekj- ur eru á bilinu 25-30 þús. s. kr. Lohaorð ÞaS er nokkuð mismunandi eftir deildum og sjúkrahúsum, hve mikið aðstoðarlæknirinn fær að gera, og hve sjálfstætt hann starfar. Flestir eða allir utanfarar hafa þó látið vel af dvöl sinni, og ég kunni t. d. mjög vel við mig á augndeildinni við Regions- sjukhuset í Örebro. Mest allan tímann var ég á göngudeild (mottagn- ing), en auk þess fékk ég bæði að fylgjast með og aðstoða við margs konar augnskurSaðgerðir, og einnig að starfa á deildinni. Eg hef lært mikið af mjög hagnýtum hlutum um augnlæknisfræði, og tím- inn var fljótur að líða. 1-IJÁLPARGÖGN: 1) Sænska símaskráin. Er til á Sænska sendiráðinu, Fjólugötu 9. Þar er hægt að fletta upp hvaSa deildir eru til á sjúkrahúsunum, og einnig nafn viSkomandi klinikchefs. 2) Svenslca jör er inom sjukv&rden. Fyrir sjálfsnám, fæst í Bóksölu stúdenta. Um 3. árið Framh. aj bls. 31. þeir Þorkell og Magnús það sér til málsbóta, að kennsluskipulagið í fysiologiu hefur undanfarin ár verið fyrir neðan allar hellur, og stúdentar komið úr þeirri kennslu með anzi gloppótta þekkingu. Þessar þrjár aðfinnslur kæmu ekki til ef til væri marklýsing fyrir hverja grein í deildinni. Myndu þá bæði kennarar og nemendur hafa það á hreinu hvað á að lesa og hvenær, og ekki væri einlægt ver- ið að tví- og þrífara yfir sama námsefnið, meðan öðru er sleppt. EiturefnafræSina kenna Þorkell og Jóhannes Skaftason. Ekki er stuðst við neina kennslubók og fjölrituð hefti sem notazt er við í hluta námsefnis- ins eru ekki fullnægjandi, þannig að eina leiðin til að læra greinina er að sækja fyrirlestra. Þeir eru hins vegar mjög misjafnir að gæðum, og á það einkum við um fyrirlestra Jóhannesar. Verkleg kennsla í lyfja- og eiturefnafræði er í formi sýnikennslu, aðallega fylgzt með áhrifum lyfja og efna á dýr. Þessir tímar eru mjög misgóðir, en í heild bætir verklega kennslan litlu við þekkingu eða skilning á greininni, og væri það verðugt verk- efni að finna leiðir til að breyta því. Þó að ýmsu megi finna við kennsluna í lyfja- og eiturefnafræði, má þó í heild segja, að vel sé til hennar vandað. Olajur Gísli Jónsson. læknaneminn 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.