Læknaneminn - 01.11.1977, Síða 55
1buar i Fóðurmagn í
búsundum milljónum Hkg
Samanburður á áœtluðu fóðurmagni, sem nýtanlegt hefur
verið á Islandi á ýmsum tímum, og fólksfjölda (Sturla Frið-
riksson, 1967).
við mannskepnurnar, mikill reykur kom af ljósum,
enda lýsi misjafnt og svo barst fúaloftiÖ, rakt og
rotnað framan úr göngunum og þegar kalt var inni
rann allt út í slaga. Ekki mátti hleypa út hitanum til
að fá hreint loft inn í staðinn. Jón Pétursson læknir
telur hina 6. orsök til sjúkdóma vera rök húsakynni
og suddasöm og segist honum og mörgum illa frá
þeim. Þá láku húsin oft í rigningum og ekki bætti
það úr skák. Brenndu menn stundum næfrakollum
til að bæta lykt í íbúðarhúsum, en það jók enn á
reykj arsvæluna. Nánar verður vikið að baðstofun-
um þegar rætt verður um hreinlæti síðar.
Þess ber að geta að meiri hluti bænda er á þessum
tíma leiguliðar (allt að %) og ýtti það ekki undir
endurbætur á húsum eða jörðum, því slíkt var ekki
metið neins og aldrei greitt ef menn fóru af jörðun-
um.
Vinnuharka var mikil, einkum um sláttinn, 16—18
stunda vinna að minnsta kosti um túnasláttinn og
oft endranær. Telur séra Jónas Jónasson frá Hrafna-
gili að þetta hafi orðið til þess að miklu fleiri hafi
farið á flæking eða lent á sveit, en þurfti að vera,
ekki sízt þegar hart var í ári. Arið 1769 voru Is-
lendingar 46.200 og þar af 5.430 niðursetningar
(tæp 12%) auk allra flækinganna. Víðast hvar
fylgdi þessu ónógur matur. Mynd 6 sýnir samhengi
hita, raka og afkastagetu að dómi Natvigs hins
norska. Hætt er við að oft hafi neðsti reiturinn átt
við um ástandið hér.
Verzlunareinokuninni lauk 1854.
Mynd 6.
Rit sem sýnir hœfileigan hita við vinnu (Haakon Natvig, ’75)
II. Efniviður
Upplýsingar um mannfjöldann eru fengnar úr
manntölum og sóknarmannaskrám, auk fæðingar-
skráa prestsþjónustubóka.
Upplýsingar um manndauðann úr prestaþjónustu-
bókum og þar er einnig getið um dánarorsakir.
Nánari upplýsingar um sjúkdóma og dánarmein eru
sóttar í ýmis rit, sem vitnað er til og getið í ritaskrá.
II. 1. Manntöl og aidursskipting
Arið 1801 var gert allsherjar manntal. Það er enn óprent-
að þótt í bígerð sé. Iiluti þess, suður-amtið, liefur verið tek-
inn úr umferð á Þjóðskjalasafni um sinn. Því varð hér að
notast við sóknarmannatal Reykholts- og Húsafellssóknar.
Sálnaregistur Reykholts er á þessum tíma heldur ólæsilegt
og óvandað. Því er æskilegt að aldursdreifingartafla ársins
1801 verði endurskoðuð, þegar manntalið verður til reiðu á
ný. Taldir voru menn í sálnaregistri Húsafellssóknar er voru
frá þeim bæjum, sem féllu undir Stóraássókn 1812, þegar
Iiúsafellssókn lagðist niður.
Manntöl voru tekin samfara nýjum reglum um prests-
þjónustubækur 1. desember 1816 og sett framan við hverja
bók. Þessi manntöl voru tekin saman fyrir nokkrum árum
læknaneminn
47