Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Page 61

Læknaneminn - 01.11.1977, Page 61
Um 4. árið Framh. af bls. 37. tilheyrandi var alláhugaverð, læknarnir voru hver öðrum áhugasamari við kennsluna og reyndust stúd- entunum í alla staði mjög vel. Fræðslufundir lyfjadeildar voru haldnir 1 sinni í viku, margir skemmtilegir. Af þessu ætti að vera Ijóst að óhætt er að mæla með stúdentadvöl á lyfja- deild Borgarspítalans. Skurðdeild: Á skurðdeildinni fylgdu stúdentar somuleiðis sérfræðingum en ekki deildum og var miðað við að 1-2 stúdentar væru með hverjum sér- fræðingi. Gunnar Gunnlaugsson dósent hafði yfirumsjón ®eð stúdentum á spítalanum. Gerð var tilraun sl. vetur með ákveðin marksetningarform þar sem stúd- ent skráði öll sín handverk á þar til gert eyðublað. I lok námskeiðsins var þetta síðan afhent kennaran- urn, en hann mun svo aftur hafa stuðst við plaggið við einkunnargjöf. Mun þetta fyrirkomulag hafa orvað mjög kappsama nemendur til vinnu á deild- um. Kennslutími var einn á dag, yfirleitt í formi klín- ikur þannig að einn stúdent talaði við sjúkling, en öðrum var falið að kynna sér vandamálið í textabók °g matreiða það síðan ofan í samstúdentana. Þessi tilhögun gafst mjög vel, alla vegana tryggir hún að stúdent sé haldið við efnið. Sameiginlegur fræðslu- fundur skurðdeildar og lyfjadeildar voru haldnir emu sinni í viku, margir lærdómsríkir. Læknar deildarinnar voru jafnan mjög áhugasamir um að stúdentar tileinkuðu sér eitthvað af því sem um var að vera, en það gilti þó hér eins og alls staðar að maður verður líka að reyna að bera sig eftir björg- mni og þá er vissulega hægt að verða margs vísari °g sjá sitt af hverju á skurðdeild Borgarspítalans, þó tíminn sé ekki langur. Aron Björnsson. Próflok Hreggvið'ssyni í Hójnum forðum Halldór Kiljan segir frá, er hann bústað illum orðum aðalsmanna eyddi á. En hans nafni óðar skildi að annað þar á bakvið lá, en stritsins barna stétargildi um stórhug; auðsins feigðarspá. Hinn mikli heimsborgari hafði harla oft séð slíka sýn og vissi að bóndi vin sinn krafði vongóður um brennivín. Honum fékk því dýran dropa, sem drengur upp að vörum bar og af því fékk sér ötull sopa og Island tók að rísa úr mar. Eins er því með okkur farið er við komum prófi frá og freistum þess að finna svarið við festu vöðva á stórutá, og finnum út að flexor longus festist ekki á ristarbein og að opponens á hallux ekki virðist vera nein. Mátti vita að myndi spyrja’ um malon ester synthesis, fárast yfir furðugjörðum fimmtíu krossum andspœnis. Auðvitað ég átti að vita að aromat er láréttur, ef bœri af vörum mitt barbilúra brátt ég vœri örendur. Torsótt er vor leið á toppinn tvísýnt hvort við náum heitn og hugmyndin um hvíta sloppinn horfin er í yzta geim. En er þá ekki bezt að bægja frá böli, sorg og illri spá með sterkblónduðu Stolichnaya og strengja heit í haust að ná. læknaneminn 53

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.