Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Síða 12

Læknaneminn - 01.04.1979, Síða 12
AUKAHLJÓÐ SLIMHLJOÐ FRÁ PLEURA RONCHI NUNINGSHLJOÐ MEDIASTINAL CRUNCH SUNDURSLITIN GRÓF MEÐALGRÓF FÍN CREPITATIONIR SAMFELLD SIBILANTES SONORES HÁTÍÐNI LÁGTÍONI hreyfing í terminal bronchiolum og neðar sé hljóð- laus, enda fer lofthreyfing þar frarn með diffusion4. Bronchovesiculer 'óndun er einnig eðlileg öndun, sem heyrist þar sem stóru berkjurnar liggja nálægt yfirborðinu. Slik öndun heyrist sitt hvoru megin við bringubein í fyrsta og öðru rifjabili, milli herðablaða og oftast yfir lungnatoppunum, stund- um meira yfir þeim hægri. Einnig er algengt að heyra bronchovesiculer öndun jafnvel yfir öllum lungum hjá mjög grannholda fólki og hjá börnum og telst það ekki óeðlilegt. Við bronchovesiculer öndun líkist innöndun vesiculer öndun nema hún er heldur háværari. Utöndun heyrist hins vegar mun betur en við vesiculer öndun, tíðnin er hærri, styrk- leikinn meiri og líkist dálítið því að blásið sé í gegn- um rör. Hljóðin við bronchovesiculer öndun eru talin eiga sömu upptök og við vesiculera öndun; mismunurinn stafar aðeins af minni síun við bron- chovesiculer öndun. Óe&tfleg öndunurhljóð Bronchial öndun: Þótt bronchial öndun heyrist ekki yfir heilbrigðum lungum, má þó heyra hana þegar hlustað er yfir trachea hjá heilbrigöum. Tíðni hljóðsins er fremur há, það er sérkennilega holt og útöndun venjulega lengri en innöndun. Bronchial öndun er venjulega háværari en vesiculer öndun, þó að stundum geti hún verið tiltölulega lágvær. Bron- chial öndun er alltaf sjúkleg og þýðir þéttingu (consolidation) á lungnavef með opnum berkjum út í þéttinguna, eins og t.d. við lungnabólgu. Leiðni hljóðsins verður þannig betri en væru lungun loft- fyllt, en uppruni hljóðsins er sá sami og við eöli- leg öndunarhljóð. Amphorisk (cavernous) öndun. Þetta er sjald- gæft öndunarhljóð og einkennist af djúpu, holu, frekar lágtíðu hljóði, líkt og þegar blásið er yfir flöskustút. Ltöndun er lengri en innöndun eins og við bronchial öndun, en útöndunarhljóðið er af lægri tíðni en innöndunarhljóðið, gagnstætt því sem er við bronchial öndun. Amphorisk öndun heyrist fyrst og fremst yfir stórum, þunnveggjuð- um holrúmum í lunganu. Einnig heyrist hún stund- um við mikinn pneumothorax og táknar þá venju- lega opna bronchopleural fistúlu. Veikluð eða upphafin öndun. Ondunarhljóð geta verið minnkuð, þótt þau séu ekki af óeðlilegri gerð. Þetta skeður t.d. við vökva í brjóstholi, loftbrjóst, þykknaða brjósthimnu, emphysema, algjöra stíflu á stærri bronchus og þar sem hreyfing á brjóstholi er minnkuð, t.d. í sambandi við sársauka við önd- un. Orsökin er aukin síun öndunarhljóða, eða minni lofthreyfing. 6 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.