Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 13
Eðlilcy radtlhljóð
Raddhljóð sem myndast í barkakýli leiðast eftir
loftvegum og lungum út gegnum brjóstvegg og heyr-
ast vel gegnum hlustpípuna. Þau heyrast best nærri
trachea og stóru bronchunum en minna perifert.
Erfitt er þó að greina orðaskil og jjegar sj. hvíslar
er jrað ómögulegt.
Ócðlileg raddhljóð
Bronchophonia: Við bronchophoniu .eru raddhljóð
bæði aukin og greinilegri þótt tæpast sé hægt að
greina orðaskil. Bronchophonia heyrist undir svip-
uðum kringumstæðum og bronchial öndun, þ.e. þeg-
ar þétting er í lunganu, en loftvegir opnir.
„Whispering pectoriloquy".* Þegar heilbrigður
maður hvíslar heyrist hvíslið óljóst sé hlustað yfir
lungum nema yfir þeim svæðum, jrar sem normalt
er bronchovesiculer öndun. Þar má greina hvísl Jró
varla heyrist orðaskil. Við „whispering pectori-
Ioquy“ greinast vel orðaskil jregar bvíslað er. Venju-
lega heyrist þetla undir sömu kringumstæðum og
bronchial öndun og bronchophonia og hefur svip-
aða þýðingu.
Egophony. Þegar heilbrigður maður segir langt
„í“ heyrist það við eðlilegar aðstæður sem „í“ jreg-
ar hlustað er yfir lungum. Við egophoniu verður
þetta langa „í“ að dálítið flágu, löngu „ei“ í eyrum
þess sem hlustar með hlustpípunni.. Egophony heyr-
ist einkum við Jréttingu á lunga jrar sem einnig er
pleuravökvi, en heyrist líka oft við sömu ástæður
og bronchial öndun, bronchophonia og „whispering
pectoriloquy“. Síun við þessar aðstæður er heldur
minni á hærri tíðni tóna en lægri tíðni og skýrir
það fyrirbærið.-
Aukahljóð
Aukahljóð heyrast ekki yfir heilbrigðum lung-
um. Þau eru ekki breytingar á Jreim öndunarhljóð-
um sem fyrir eru, heldur eru þetta hljóð sem bætast
ofan á öndunarhljóð, hvort sem þau eru eðlileg eða
óeðlileg. Skilgreining aukahljóða er sýnd á mynd 1.
* Mér er ekki kunnugt um íslenska þýðingu á þessu fyr-
irbrigði, og er hér verkefni fyrir nýyrðasmiði.
Slímliljóð (crackles, rales) eru sundurslitin hljóð
sem heyrast fyrst og fremst við innöndun. Áður
voru slímhljóð talin myndast við að loft færi í
gegnum slím í loftvegum og er það réttnefni t.d.
hjá deyjandi fólki með slím í efri loftvegum, en
þar heyrast slímhljóð snemma í innöndun og stund-
um einnig seint í útöndun. Hins vegar getur þessi
skýring ekki átt við slímhljóð, sem heyrast við
lungnasjúkdóma eins og t. d. lungnafibrosu, þar sem
ekki er um að ræða neina slímsöfnun í loftvegi.
Slímhljóðum er skipt í fín slímhljóð, sem lieyrasl
seint í innöndun, og gróf slímhljóð sem heyrast
snemma í innöndun og oft talað um meðalgróf
slímhljóð sem liggja þarna mitt á milli.
Fín slímhljóð. Þessum hljóðum hefur verið líkt
við hljóð, sem myndast þegar hárlokk nærri eyranu
er nuddað saman milli fingra eða þegar þumalfingri
og vísifingri vættum með munnvatni er lyft hægt í
sundur hvor frá öðrum. Þessi hljóð eru ekki sam-
felld heldur sundurslitin og sett saman úr fjölda
mörgum einstökum hljóðum. Fín slímhljóð heyrasl
í lok innöndunar og hverfa ekki við hósta.. Tilraun-
ir á á lungum in vitro hafa sýnt að fín slímhljóð
myndast þegar lungun eru þanin út eftir að hafa
fengið að falla meira saman en eðlilegt er. Við
slíka útöndun límast smærri loftvegir og alveoli
saman, en opnast síðan með smelli, seint í innönd-
un og þau hljóð mynda hin fínu slímhljóð. Þessir
fjölmörgu loftvegir og alveoli opnast ekki samtímis
og gefur það hljóðunum hin slitróttu einkenni.
Þessi hljóð heyrast við sjúkdóma þar sem óeðlilegt
samfall er á lungum (restriction) t.d. við lungna-
bjúg, lungnabólgu og fibrosing alveolitis. Oft verð-
ur slíkt samfall aðallega neðst i iungunum (t.d. við
stasa) og heyrast jrá slímhljóðin aðeins neðst. Skipti
slíkir sjúklingar um líkamsstellingar færast slím-
hljóðin til þannig að þau heyrast ævinlega yfir
Jreim stað lungans sem neðst liggur.
Gróf slímhljóð heyrast strax í upphafi innönd-
unar. Þetta eru tiltölulega hávær lágtíðni hljóð
og fylgja þeim stundum svipuð hljóð seint í útönd-
un. Þessi hljóð breytast oft við hósta, en ekki við
breytingar á líkamsstöðu eins og fínu slimhljóðin.
Þessi hljóð eru talin myndast við að loft fer um
læknaneminn
7