Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Síða 27

Læknaneminn - 01.04.1979, Síða 27
annarri grein og er þar úr mörgu að velja, svo sem onkologiu, handlæknisfræSi, kvensjúkdóma- og fæð- ingafræSi, háls-, nef- og eyrnasjúkdómafræSi eSa öSrum greinum sem tilheyra lyflæknisfræSi aS undanskildum ellisjúkdómafræSi og ofnæmisfræSi. Auk þess þarf læknirinn aS hafa sótt 6 námskeiS, sem haldin eru reglulega á vegum ráSuneytisins en undir stjórn nefndar, sem sér um framhaldsmennt- un lækna í SvíþjóS. NámskeiS þessi standa í eina viku hvert og lýkur meS prófi, sem þarf aS stand- ast til þess aS fá þaS viSurkennt. Fjögur námskeiS- anna eru bundin viS ákveSin líffærakerfi og fjalla um líffærameinafræSileg viSfangsefni, en tvö eru að eigin vali og kemur þar margt til greina, bæSi á sviSi meinafræði og kliniskra greina. Fram til þessa hefur veriS auSvelt aS komast í námsstöSur í líf- færameinafræSi í SvíþjóS. Árin 1975 og 1976 var ekki nema um helmingur af viðurkenndum náms- stöðum í þessari grein setinn. Þýshaland í Þýskalandi eru margar stórar háskólastofnanir, sem oft eru opnar útlendingum til sérnáms í lækn- isfræSi. Möguleiki á námsstöSu fer sennilega að verulegu leyti eftir vísindalegu áhugasviSi umsækj- andans. Falli það að verkefnum viðkomandi stofn- unar aukast líkur á námsstöðu. Læknafélög hinna ýmissu sambandsríkja Vestur- Þýskalands hafa komið sér saman um námskröfur til sérfræSiréttinda, og þar á meðal í líffærameina- fræði. Námstíminn er 5 ár og þar af skulu 4 ár vera á háskólastofnun. Til þessa tíma má reikna allt að eins árs nám í líffærafræði eða réttarlæknisfræði eða allt að hálfs árs nám í einhverri klinisku grein- anna handlæknisfræöi, lyflæknisfræSi, kvenlæknis- fræði og fæÖingahjálp, barnalæknisfræði eða tauga- læknisfræði. Hægt er að verja allt að 2 árum af tím- anum í taugameinafræði. Á námstímanum skal læknirinn hafa annast aS öllu leyti 300 krufningar, 10.000 vefjasýni frá skurð- stofum og 3.000 frumustrok (cytologisk sýni). Að sjálfsögðu er fylgst með því, að þessi vinna sé vel af hendi leyst. Jafnframt sjúkdómagreiningu er boðið upp á sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir undir eftirliti eða í samvinnu við sérfræðinga stofnunar- innar. Vísindavinnu er einkum sinnt á 2 síðustu námsárunum og lýkur oftast með birtingu einnai eða fleiri ritgerða. Þeir, sem ætla sér frama við háskólastofnanir í landinu, halda vísindastörfunum áfram eftir að grunnmenntun sérfræðings er lokið. Læknaneminn 19

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.