Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Side 28

Læknaneminn - 01.04.1979, Side 28
Lífrœn leysiefni, sívaxandi sjúkdómavaldur Helgi Guðbergsson læknir Fyrir nokkrum árum gerðist það í Danmörku að barn var nærri dáið eftir að hafa sofið í svefnpoka sem nýkominn var úr kemískri hreinsun.1 Þetta er aðeins eitt dæmi af mýmörgum um þær hættur er fylgja vaxandi notkun lífrænna leysiefna síðustu áratugi. Læknar geta átt von á að rekast á áhrif þessara efna í mjög mörgum myndum. Geysimikil umræða hefur verið um þetta síðast liðinn áratug meðal kollega okkar í nágrannalöndunum, einkum meðal þeirra, er fjalla um atvinnusjúkdóma og vinnuum- hverfi. 1. IlvaS aru lífrœn leysiefni? Heterogen flokkur kolefnissambanda, fljótandi við stofuhita, en oftast rokgjörn og geta oft náð mikilli þéttni í andrúmslofti. Þau draga nafn sitt af notkuninni og leysa efni eins og olíur, feiti, vax, trjákvoðu, gúmmí, asfalt, sellulósasambönd og plast- efni, sem ekki eru vatnsleysanleg og hafa þannig víðtækt notagildi: a) Til að hreinsa efni, vélar, samgöngutæki o.fl., svo sem í kemískum fatahreinsunum, prent- smiðjum, bíla- og vélaverkstæðum, þvottastöðv- um, rafstöðvum, spennuvirkjum og ýmsum verk- smiðjum. Til þessara hluta eru t.d. mikið notuð tríklóretylen og lakkbensín („White spirit“). b) Til að leysa efni eða halda í lausn efnum, sem síðar eiga að þorna eins og málning, lökk, lím o.fl. og hafa verið talin betri eftir því sem þau eru rokgjarnari, en eru um leið hættulegri. Eru leysiefnin oft um 70% af rúmmáli slíkra efna- blanda'2 og metta fljótt andrúmsloftið þar sem unnið er, nema loftræsting sé mjög góð. 1 Dæmi um það er toluen og terpentina. ,c) I ýmis konar iðnaði, svo sem textiliðnaði og plastiðnaði. d) Á rannsóknarstofum. Frá þeim berast oft kvart- anir, m.a. vegna meiri þekkingar starfsfólksins. e) Við margskonar vinnu aðra. 2. Hverjir eru útsettir fyrir lífrœn leysiefni? Nær allir. Þessi efni koma mjög víða fyrir í smá- um og stórum stíl í umhverfi manna, einkum á vinnustöðum, en einnig á heimilum í hreinlætis og snyrtivörum, málningu, lími, tússpennum og þann- ig mætti lengi telja. Oft eru menn að vinna með þessi efni við þröngar aðstæður I tómstundum jafnt og í vinnu og lifnaðarhættir almennt hafa mikla þýðinu um, hvort eituráhrifin safnast saman eða skaða einstaklinginn, svo sem ef maðurinn vinnur við eitthvað af framantöldu, notar þessi efni mikið í tómstundum eða aukavinnu heima og er kannski drykkfelldur í ofanálag, en etanól er eitt leysiefn- anna. Ekki er mér kunnugt um að verulegt magn þess- ara efna sé framleitt hér, en mikið er flutt inn af þeim. Samkvæmt verslunarskýrslum 1977,3 eru flutt inn rúmlega tvö þúsund og tvö hundruð tonn af lakkbensíni (White spirit), xylen, toluen, bensen, formaldenhýði, perklór- og tríkóretylen, metanóli, acetóni o.fl. efnum, auk alls þess, sem inn er flutt í tilbúnum vörum eins og málningu, lími o.fl. Þar að auki eru talin saman tvö þúsund og fimm hundr- uð tonn af lífrænum kemískum efnum, sem áreið- anlega eru leysiefni eða hafa eiginleika leysiefna að stórum hluta. Af þessu sést að mörg þásund tonn þessara efna eru notuð hér árlega. 3. Frásoy oy ferli lífrœnna leysiefna í líkanianuni Upptakan er í lungum og er háð þéttni í lofti, áreynslu og vatnsleysanleika en vegna mikillar fitu- 20 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.