Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Side 44

Læknaneminn - 01.04.1979, Side 44
arinnar væru leiðandi og könnunin því hlutdræg. Stjórn F.L. ákvað því að senda könnun þessa til félagsvísindadeildar til umsagnar. Svar barst frá Þorbirni Broddasyni og taldi hann könnunina vera hlutlausa. Voru þá fengnir þrír galvaskir 4. árs menn til að vinna úr könnuninni og munu þeir birta niðurstöðurnar í Læknanemanum innan skamms. Þátttaka í könnuninni var góð á fyrstu fjórum ár- unum og mun hún því vera marktæk þar, en á seinni tveimur árunum var þátttaka slæm. Numerus clausus Enn einu sinni reyndi læknadeild að beita fjölda- takmörkunum. Að venju tókst illa til. Deildarfundur samþykkti tillögu þann 16. febrúar þar sem ákveðið var að hleypa 35 útvöldum upp á annað ár veturinn 1978-’79. Tillaga jressi var samþykkt með 21 at- kvæði gegn 18 og sátu 3 hjá. Heldur hlaut tillaga þessi skjótan endi, því hún var felld í háskólaráði með 12 atkvæðum gegn 3. Skýrsla nefndar um úrbœtur svo komasl megi hjá beitingu heimildarákvœðis um takmörkun aðgangs að námi á öðru ári í lœknadeild Á vegum háskólaráðs var stofnuð nefnd með of- angreint hlutverk. 1 nefndinni störfuðu 2 fulltrúar frá háskólaráði og kennslustjóri Háskóla Islands auk tveggja fulltrúa frá læknadeild og eins fulltrúa stúdenta. Nefndin vann gríðarmikið starf, einkurn að öflun upplýsinga um aðstæður í Læknadeild með tilliti til kennslukrafta, aðstöðu, kennslufyrir- komulags og stjórnunar deildarinnar. Nefndin lagði fram itarlegar tillögur um úrbætur til stjórnvalda, háskólaráðs og læknadeildar. Ekki var kveðið upp úr með það hvort beita þyrfti takmörkun í lækna- deild enda taldi nefndin sér það ekki fært. Skýrsla nefndarinnar er 75 bls. Hún var lögð til grundvall- ar umræðunni í vetur um fjöldatakmarkanir. Læknadeild áleit skýrsluna styðja fyrri fullyrðingar sínar um nauðsyn takmörkunar, en háskólaráð féllst ekki á það (atkvæðagreiðslu um numerus clausus í háskólaráði lyktaði með 12—3, 12 voru á móti numerus clausus). Nánar verður gerð grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar í fyrsta tölublaði Læknanemans ’79. Uni matarmiðamál Það mun vera áratuga hefð að læknanemar í klínisku námi hefðu frítt fæði á Landspítalanum á meðan á kúrsum stæði. Smám saman tóku einnig aðrir kennsluspítalar upp þetta fyrirkomulag og hef- ur gegnum árin verið litið á þessar máltíðir sem viðurkenningu fyrir það starf, auk námsins, sem stúdentar hafa reitt af hendi á hinum ýmsu deildum endurgj aldslaust. Hinn 5.1. síðastliðinn barst hinsvegar formanni vorum boðsent bréf í hendur frá Georgi Lúðvíks- syni forstjóra ríkisspítalanna, þess efnis, að frá og með áðurnefndum degi að telja yrði þessi hefð lögð af. Engar skýringar fylgdu bréfinu, en gátu stúdentar sér þess helst til að nú skyldi í eitt skipti fyrir öll koma fjárhag ríkisspítalanna á réttan kjöl. Stjórnin ákvað þegar að bregðast hart við og tóku þeir Eiríkur Þorgeirsson formaður og Olafur M. Hákonson að sér fyrir hönd stjórnar að reifa málið. Skömmu síðar bættust Hannes Hjartarson og Sigurður Hektorsson í hópinn. Ákveðið var að fá deildarforseta í lið með stúdentum, og kvaðsl hann reiðubúinn að styðja okkur og bauðst jafn- framt til að kynna málið fyrir deildarráði. Fleiri yfirlæknar Lsp. tóku í sama streng og var því ákveð- ið að senda öllum yfirlæknum kennsluspítalanna bréf til kynningar á málinu. Á félagsfundi F.L. þann 18.01. var síðan sam- þykkt ályktun þar sem ákvörðun yfirvalda ríkisspít- alanna var vítt og einnig að stjórnin skyldi semja og senda hréf þar sem kynntar væru rækilega for- 34 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.