Læknaneminn - 01.04.1979, Qupperneq 47
sendi stjórnarnefndinni málið aftur. Málið hefur
ekki verið tekið fy rir að nýju í stjórnarnefndinni.
I' undarherbergi Félags lœknanema
I febrúar 1978 barst Félagi læknanema bréf frá
Félagsstofnun stúdenta þar sem kynntar voru hug-
tnyndir um breytt fyrirkomulag á Félagsstofnun-
lnni, þ.e. þar var ráðgert að ekkert deildarfélag
hefði lengur sérstakt fundarherbergi út af fyrir sig,
heldur að herbergin yrðu öllum félagssamtökum
innan H.í. frjáls til afnota. Átti að hrinda þessum
l'ugmyndum strax í framkvæmd og Félagi Iækna-
nema þar með sagt upp afnolum af herberginu.
Skyldi rýma húsnæðið fyrir 14. maí.
Var nú farið á fund forráðamanna Félagsstofn-
unar og útlistað fyrir þeim hversu mikil starfsemi
færi fram í fundarherberginu. Stjórnarfundir færu
þar fram einu sinni í viku, ritstjórn með sína skipu-
lagningu og dreifingarstöð, fulltrúaráð og fleira var
upp talið og þar með bent á að í Félagi læknanema
eru um það bil 60 embættismenn og því mikil um-
svif í deildinni og félagið gæti varla flutt sitt hafur-
task fyrr en annað húsnæði findist. Frestur fékkst
fram á haust.
Nú var tekið til hendinni og reynt að finna ann-
að húsnæði en reyndist fátt um fína drætti. Talað
var um gamla fundarherbergið, sem læknanemar
höfðu í kjallara aðalbyggingarinnar, en það var
ekki aðgengilegt. Fléttaðist líka inn í þetta lesstofu-
málið, þ.e. hugmyndir voru uppi um sameiginlega
aðstöðu fyrir læknanema og er vikið að því annars
staðar.
Þegar nú ekkert rættist úr með lesstofumálin var
ekkert afdrep eftir nema Tjarnargatan, sem að öllu
leyti er óhentugt fyrir fundahöld og aðra félagsstarf-
semi.
Þá var öllu pakkað niður og beðið átekta. Ekkert
heyrðist frá stjórnendum Félagsstofnunar. Einn
góðan veðurdag þegar stjórnin ætlaði að halda
fund voru búsgögnin öll komin fram á gang og þeg-
ar litið var inn í herbergið, var það nýmálað. Grip-
ið var til hendi og dótið flutt inn aftur og situr þar
enn.
Var rætt við Skúla Thoroddsen og sagði hann
að þessar breytingar yrðu ekki framkvæmdar í
bráð.
Bókasajn
Einn af draumum stjórnar hefur verið lækna-
deildarbókasafn, sem aðgengilegt væri fyrir slú-
denta. Engin uppflettirit, atlasar, eða handbækur
eru til á lesstofum læknadeildar. Kostar þetta nem-
endur aukin bókakaup, sem nóg eru fyrir. Stjórnin
ákvað að senda rektor bréf og vekja athygli á
ástandinu. Tók hann þessu máli vel og sendi bréfið
áfram lil háskólabókavarðar. Farið var á fund há-
skólabókavarðar og kynnti hann hvað til væri af rit-
um um læknisfræðileg efni á háskólabókasafni.
Þar kom í ljós að lítið samstarf hefur verið af hálfu
kennara deildarinnar um kaup á bókum og að lækna-
deild hefur ekki farið fram á fjárveiLingar til bóka-
kaupa undanfarið. I framhaldi af þessu var skrifað
bréf til deildarráðs. Þar var farið fram á, að sótt
yrði um fjárveitingu til að stofna vísi að lækna-
deildarbókasafni á lesstofum læknadeildar. 1 þessu
sama bréfi var einnig vakin athygli á s.n. audeotapes
(en það eru kasettur og viðeigandi skuggamyndir,
sem nota skal til sjálfsnáms). Var einnig farið fram
á, að sótt yrði um fjárveitingu í þessu sambandi.
Einnig voru skrifuð bréf til nokkurra kennara
deildarinnar og athygli þeirra vakin á kennslutækj-
um þessum. Deildarráð vísaði málum þessum til
fjársýslunefndar sem koma mun saman einhvern
næstu daga. Mun fulltrúi læknanema þar halda mál-
um þessum til streitu.
Lœknablaðið
Stjórn Félags læknanema skrifaði læknafélögun-
um og fór fram á a ðlæknanemar á 4., 5. og 6. ári
læknaneminn
37