Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 12
ara að kennsla er miðuð við það, sem kennari álitur þarfir nemenda sinna. Annars geri ég raunar ráð fyrir að þessi spurning höfði til þess, að af þeim fimm kennurum, sem kenna læknanemum lífefnafræði eru þrír lífefnafræð- ingar og tveir læknar og að þessi hlutföll kunni að hafa þau áhrif, að verið sé að kenna læknanemum allt of mikla ..fræðilega lífefnafræði“. Svar mitt við þessu er ákveðið nei. 011 kennsla er skipulögð sam- eiginlega af öllum kennurum, þar með ákveðið hversu marga fyriríestra skuli halda um .hvert efni og i því er í fyllsta máta tekið tillit til „læknisfræði- legra sjónarmiða". Ég tel að það hafi líka sýnt sig þegar læknir hefur kennt um efni eins og fitumeta- bolisma, er kennsla mjög svipuð og þegar lífefna- fræðingur hefur kennt hana. Þetta kemur einfald- lega ti! af því, að það er verið að kenna sömu undir- stöðuatriðin og að það gefst ekki tími til að fara út í sjúklegar breytingar að neinu ráði (enda vafasamt að það eigi að gera á meðan verið er að kenna frum- atriðin). Nemendur geta sjálfir séð að þetta er rétt, t. d. með því að skoða kennslubækur í lífefnafræöi, sem skrifaðir eru fyrir læknanema og kenndar eru við læknaskóla bæði hér og annars staðar. Með nokkru meiri fyrirhöfn gætu þeir líka athugað kennslu við læknadeildir annarra háskóla, en ég full- yrði að það er kennt hlutfallslega meira af því, sem kalla mætti „fysiologiska lifefnafræði“ hér en víðast hvar annars staðar (en þann hluta lífefnafræðinnar munu læknastúdentar almennt telja ,,praktiskan“). AS mínu mati er ekki hægt að minnka teoretiska hluta kennslunnar í lífefnafræði. (i. Vcrhleg hcnnslti í greininni hcfur vcriif mjög gugnrgnd uf ncntenduni fgrir uð humu chhi uð neinu gugni í númi. Eru úœtluður einhvcrjur brcyt- ingur ú verhlcgu hluttinum í núinni frumtíð? Davíð: Læknanemar víðast hvar munu vera óá- nægðir með verkkennslu í lífefnafræði. Hún þykir leiðinleg, tilgagnslaus, skýrslugerðir tímafrekar o. s. frv. Gagnstætt eru t. d. elektrofysiologiskar tilraunir og ýmsar fysiologiskar tilraunir á mönnum og dýr- um skemmtilegar. Þrátt fyrir það að tækjabúnaður okkar sé einfaldur og timi aðeins til stuttra tilrauna, hlýtur verkkennslan að glöggva fyrir stúdentum hvernig tilraunir eru settar upp, niöurstöður fengn- ar og ályktanir dregnar. Ekki eru fyrirhugaðar neinar róttækar breytingar á verkkennslunni. Elín: Engar róttækar breytingar eru fyrirhugað- ar á verklegu kennslunni í nánustu framtíð. Breyt- ingar hafa veriö gerðar á verkkennslunni á hverju ári frá því verkleg kennsla í lífefnafræði hófst, og tel ég þær hafi flestar verið til bóta. Nemendur hafa gagnrýnt vissa þætti í verkkennslunni en lofað aðra, og rökstuddri gagnrýni hefur verið vel tekið og hef- ur hún oft orðið hvatinn að ýmsum þeim breyting- um sem gerðar hafa verið. Hörður: Kínverskur málsháttur hljóðar svo: „Eg heyri og ég gleymi, ég sé og ég man, ég geri og ég skil.“ Lífefnafræði er tilraunavísindi og borin von að nokkur maður geti öðlast á henni haldgóðan skiln- ing án þess að hafa nokkra innsýn í tilraunaaðferðir hennar. Slík innsýn er markmið verklegrar kennslu í greininni, en aörar aðferðir, svo sem sýnikennsla (demonstrationir) og notkun nýsigagna ýmiss konor (t. d. kvikmynda. sjónvarps), gætu hugsanlega þjón- að sama markmiði. Vandamál verklegu kennslunnar er fyrst og fremst aö tími stúdenta er naumur en tilraunir í Hfefna- fræði eru tímafrekar. Erfitt er að setja upp verkleg- ar æfingar, sem skila umtalsverðum niðurstöðum ef tímalengd er takmörkuð við 4 klst. og æfingarnar verða því að mestu kynning aðferða og gefa aðeins e.k. sýnisthorn af niðurstöðum. Viðameiri tilraunir, sem gefa efnismeiri niðurstöður og veita nemendum bæði meiri þjálfun og ánægju, krefjast þess að kennslulaboratorium sé opið alla daga með frjálsum aðgangi, en það kostar aftur meiri vinnu og umsjón, leiðbeiningu og eftirlit. Ekki er að vænta róttækra breytinga á verkkennslu í vetur, nema hvað skýrslugerð verður breytt og hún einfölduö. Þess má geta til gamans að í Bret- landi og e. t. v. víðar hafa nýlega verið geröar til- raunir með fjölgreinastofur (multidisciplinary la- boratories) þar sem öll verkkennsla í grunngreinum fer fram á sama stað, og er lesaðstaða stúdenta raunar þar einnig. Þykir þetta fyrirkomulag hafa 10 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.