Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Qupperneq 15

Læknaneminn - 01.07.1979, Qupperneq 15
Betafrumuœxli og Hypoglycaemia Guðni Sigurðsson læknir Hin endokrinologiska starfsemi briskirtilsins er bundin langerhönsku eyjunum. Paul Langerhans uppgötvaði þær 1869. Þessar eyjar eru myndaðar af fjórum frumugerðum: L Alfa frumur, sem. mynda glukagon (ca. 20-30%). 2- Beta frumur, sem mynda insúlín (ca. 60-70%). 3. D frumur, sem mynda somatostatin (ca. 2— 8%).H.16 4. LC frumur, sem eru mjög fáar og mynda senni- lega 5-hydroxytryptamin (5-HT).21 Þróunarlega séð eiga langerhönsku eyjafrumurn- ar rætur sínar að rekja til crista neuralis. Uppruni þeirra er þannig í nánum tengslum við taugakerfið, a svipaðan hátt og vissar frumutegundir í meltingar- vegi, sem mynda hormóna. Talið er að þessar frumu- tegundir hafi hafnað á þessum stöðum við flutning (migration) á fósturskeiðinu.i5’2! Satftt Um 1890 var framkölluð sykursýki hjá dýrum með pancreasectomi. Árið 1922 einangruðu Banting og Best insúlín og 1929 heppnaðist í fyrsta skipti með skurðaðgerð (Graham) að lækna sjúkling með góðkynja betafrumuæxli.15-21 Betafrumuæxli (insulinoma )eru tiltölulega sjald- gæf. Fram til loka ársins 1975 voru 6 tilfelli þekkt hér á landi samkvæmt spjaldskrá Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði. 1974 hafði nær 1100 tilfellum verið lýst í læknaritum.31 Betafrumuæxli mynda mikið af „proinsulin“ (forstig insúlíns), sér- staklega þegar þau eru illkynja. Bygging þeirra er allbreytileg. Þau sem eru mest sérgreind (differenti- eruð), mynda raðir af betafrumum í næsta nágrenni við smáæðar. Þau eru kapsuleruð og greinir þetta þau frá betafrumuhyperplasi. Betafrumuhyperplasi er mjög sjaldgæft fyrirbæri og er þá eingöngu um að ræða fjölgun betafruma í öllu brisinu, en engin æxlismyndun. Oskýr kapsulumyndun og óregluleg eyjabygging er tiltölulega algengt þegar æxlið er fremur illa sérgreint. Blæðing í æxlinu og hrörnun- arbreytingar svo sem hyalinskleros er ekki óalgengt. illkynja betafrumuæxli líkjast hinu minna sér- greinda formi, sem minnst hefur verið á hér að of- an. Þau vaxa inn í umlykjandi vef og æðar og þau sá sér út með meinvörpum. Fáein procent hetafrumuæxlanna eru óvirk, um 90% eru stök, og u. þ. b. 2% liggja utan við brisið, aðallega í skeifugörn, neðsta hluta magans eða við miltishliðið. í u. þ. b. 10% tilfella er um að ræða tvö eða fleiri æxli. I einstaka tilfellum er um að ræða svokallað adenomatosis generalisata, ekki síst hjá sjúklingum, sem þjást af svokallaðri „multipel endokrin adenopatiÁ7’15,21,2í’ Einkenni Einkenni við hypoglycaemia eru í stórum dráttum eins án tillits til orsakar. Við hraða lækkun hlóð- sykurs ber mest á einkennum frá ósjálfráða tauga- kerfinu, svo sem máttleysi, taugaspennu, hungurtil- finningu, hjartslætti, svita og skjálfta. Þessi ein- kenni eiga aðallega rætur sínar að rekja til aukins katekolaminmagns í blóði. Við þetta bætist einnig aukið magn af ACTH, kortisóli og vaxtarhormóni. Með aukmu innrennsli þessara hormóna gerir líkam- inn tilraun til að viðhalda eðlilegu blóðsykurmagni. Þegar blóðsykur lækkar hægar og hypoglycaemia er langærri eins og oftast gerist þegar um betafrumu- æxli er að ræða (einkenni koma oftast fram eftir föstu eða líkamlega áreynslu), ber mest á einkenn- læknaneminn 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.