Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Page 16

Læknaneminn - 01.07.1979, Page 16
um frá heila og miðtaugakerfi (neuroglycopenia). Þessi einkenni geta verið margvísleg, en oft svipuð hjá sama sjúklingi. Geðræn einkenni eru algeng og hafa oft leitt til lengri eða skemmri meðferðar hjá geðlækni eða vistunar á geSsjúkrahúsi. Sé ekkert að gert geta einkenni frá miðtaugakeríi orðið allsráð- andi svo sem tvísýni (diplopia), taltruflanir, ataxi, staðbundnir krampar, sem gjarnan verða aimenn- ir, helftarlömun og dá, sem leiðir fljótlega til dauða.21,29 Mismunagreining Idl að greina betafrumuæxli veður að útiloka aðr- ar orsakir hypoglycaemi. Hypoglycaemi orsakast af: 1. of miklu insúlíni, 2. skorti á þeim hormónum, sem verka gegn in- súlíni, 3. trufiun á sykurjafnvægi, án þess að um endo- krinologiska skýringu sé að ræða. Við nánari athugun er hægt að skipta orsökum hypoglycaemi í sjö flokka: Flokkur 1 ( of mikið insúlín): a) betafrumuæxli, b) insúlíngjöf, c) sulfonylurea lyf, d) leucinnæmi, e) ektopisk insúlínmyndandi æxli. Flokkur 2 (reaktíf hypoglycaemi): a) essential (idiopatisk), b) prediabetisk, c) eftir magaskurð, d) á ungbarnaaldri, e) idiopathic hypoglycaemia of childhood (IHC). Flokkur 3 (aukið insúlínnæmi) : a) insufficientia gll. suprarenalis, b) hypopituitarismus, c) hypothyreoidismus. Flokkur 4 (lifrarsjúkdómur eða skortur á efnakljúf- um (enzymum)): a) lifrarfrumubilun, b) skortur á efnakljúfum, 1. glycogen storage diseases,- 2. galactosaemia, 3. bereditary fructose intolerance. Flokkur 5 (eitranir) : a) salicylöt, b I monoamine-oxidase inhibitors, c) sveppaeitranir. Flokkur 6 (kolvetnisskortur): a) skortur á aðgangi kolvetnis eða ófullnægjandi myndun (syntesis) kolvetnis eins og við 1. sult, 2. langvinna alkóhólneyslu, b) kolvetnistap (tiltölulega sjaldgæft), 1. renal glucosuria, 2. laktation, 3. langæ líkamleg áreynsla. Flokkur 7 (æxli önnur en insúlínæxli) : a) mesothelioma, b) hepatoma, c) carcinoma gll. suprarenalis, d) önnur æxli, oftast illkynja, af ýmsum gerðum. Þegar sýnt hefur verið fram á að hypoglycaemia er sennilega orsök þeirra sjúkdómseinkenna, sem áður er á minnst, verður að leita orsakar þessarar hypoglycaemiu. Þetta er að sjálfsögðu léttara, þegar maður hefur aðgang að insúlínmælingum, en jafn- vel þó grunur sé á að um vefrænan hyperinsúlín- ismus (insulinoma) sé að ræða, verður að útiloka aðrar orsakir hypoglycaemiu. Við snúum okkur fyrst að flokknum með of mik- ið insúlín (NB ekki insulinoma). Það algengasta er of stór skammtur insúlíns eða sulfonylurea lyfs hjá sykursýkissjúklingum. Sumir taka að yfirlögðu ráði of mikið insúlín. Reyna verður aS ganga úr skugga um þetta, en það er stundum erfitt. Ein tegund idiopathic hypoglycaemia of chiid- hood (IHC) orsakast af of miklu næmi betafruma fyrir leucini í mat. Hægt er að halda harninu ein- kennalausu með kolvetnaríkri fæðu eða með lyfinu diazoxide (sjá síðar). Vitað er, þó sjaldgæft sé, að æxli í lungnaherkj- um geta myndað efni svipuð insúlíni, þó immúnó- 14 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.