Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 21

Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 21
r 450 - 400 - 350 - 300 - 250 - 200 - 150 - 100 - 50 - 0 Mynd 2 (Fig. 2) sýnir jákvæða svörun eins sjúklings, meS insulinoma, viS glukagon próf. Til samanburSar er tekinn 21 frískur einstaklingur (meSalgildi). innrennsli insúlíns. Hjá frískum einstaklingum, sem hafa fengið glukagon, nær blóSglúkósa hæsta gildi eftir u. þ. b. 30 mínútur og lækkar síSan og nær upp- runalegu gildi eftir P/2-2 klst. Hjá flestum sjúkling- um meS insulinoma veldur glukagon slíkri aukningu á innrennsli insúlíns að afleiSingin verður hypogly- caemia um 1-1% klst. eftir glu'kagongj öf. Fyrst eft- ir glukagongjöf stígur þó blóðglúkósa lítillega hjá þessum sjúklingum eins og sést á myndinni. Gluka- gonpróf er talið vera jákvætt hjá um 70-75% sjúkl- mga með insulinoma.27 Leucine próf (mynd 3). L-Leucine 150 mg per os/ kg veldur litlum breytingum á blóðglúkósu og blóð- vatns insúlíni hjá frísku fólki. PrófiS er talið já- kvætt hjá um 50% sjúklinga með insulinoma.27 I jákvæðum tilfellum stígur plasma insúlín fljótt og blóðglúkósa lækkar að sama skapi. Þess skal getið að hægt er að fá rangt jákvætt (false positive) svar hjá börnum með idiopathic hypoglycaemia (vegna leucinnæmi). Slíka ranga jákvæða svörun getur maður fengið hjá sjúklingum, sem taka sulfonylurea lyf. Bœlingarpróf. Á undanförnum árum hefur verið sýnt fram á nytsemi bælingarprófa (suppression tests) við greiningu á insulinoma. ViS hypoglycae- mia, sem framkölluð er með fiskinsúlíni, helst sterk- lega niðri eigið (endogen) insúlíninnrennsli hjá frískum einstaklingum. Hjá sjúklingum með insulin- oma veldur fiskinsúlín engri eða aðeins óverulegri bælingu á innrennsli eigin insúlíns.32 Segja má að það heyri til undantekninga ef sjúkl- ingur með insulinoma sýnir eigi jákvæða svörun við eitthvert áðurnefndra prófa, þar með talin fasta og Whipples þrennd. Röntgenrannsóknir. Ef sterkur grunur leikur á að insulinoma sé til staðar, þegar hér er komið sögu, er rannsókninni haldið áfram og nú með æðamynda- töku á art. coeliaca og art. mesenterica superior æð- um.810 Æxlin eru yfirleitt lítil ef þau eru góð- kynja (minni en 15 mm í þvermál í um 70% til- fella). Þau eru oftast æðarík og kemur því æða- myndataka að góðum notum við staðsetningu þeirra. Umfram það sem þegar hefur verið sagt um æða- myndatöku til staðsetningar æxlisins, er í sumum tilvikum beitt sérstakri (superselective) æðamynda- töku á art. lienalis, hepatica communis, gastroduo- 350 300 250 200 150 100 50 Mynd 3 (Fig. 3) sýnir jákvœSa svörun eins sjúklings meS insulinoma, viS leucine próf. Til samanburSar er tekinn ein- staklingur, sem ei sýnir nei.na svörun. LÆKNANEMINN 17

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.