Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 22
denalis og pancreatica. Stundum mistekst að stað- setja æxlið með fyrrnefndum æðamyndatökum. Þá er hægt að ganga enn lengra og taka sérstaklega (selektívt) æðamyndir af minnstu slagæðagreinum brissins (aa. intrapancreaticae) með dælingu skuggaefnis í art. pancreaticoduodenalis superior og inferior og art. pancreatica dorsalis. Þetta hefur enn frekar bætt þann árangur, sem náðst hefur með hjálp æðamyndatöku við staðsetningu æxlisins.1 Einnig hefur æðarannsókn með innspýtingu lyfja (pharmacoangiografi), sem ýmist valda samdrætti eða víkkun æða, reynst gagnleg í sumum tilvikum. Með aukinni tækni við æðamyndatöku er nú svo komið að hægt að að staðsetja um 70% æxla á þennan hátt.2- Staðsetning æxlis fyrir væntanlega aðgerð hefur mikla þýðingu bæði fyrir skurðlækni og sjúkling. Bris- og lifrarskann (insulinoma mal- ignum) getur í þessu sambandi einnig verið gagn- legt.8 Þótt allar tilraunir til að ákvarða legu insulinoma séu árangurslausar, og allar aðrar niðurstöður rann- sókna bendi til að slíkt æxli sé til staðar, skal reynt að nema æxlið hurt með skurðaðgerð, nema mjög sterkar ástæður mæli gegn því. Me&ferð Þegar tilvist betafrumuæxlis hefur verið staðfest, ber að ganga úr skugga um hvort svo kallað „MEA“ (multiple endocrine adenomatosis) sé til staðar, en það finnst stundum hjá sjúklingum með hetafrumu- æxli. Hér virðist um arfgengi að ræða því alloft finnst þetta „syndrome“ hjá ættingjum sjúklings. Auk betafrumuæxlis er hér einkum um að ræða samferð eins eöa fleiri þriggja sjúkdóma: æxli í kölkungi (hyperparathyroidismus); æxli í heila- dingli; magasár, sem gjarnan eru fleiri en eitt (Zol- linger-Ellison syndrome) og orsakast af offram- leiðslu gastrins. Ber því að haga rannsóknum með það í huga, að um þessa sjúkdóma geti einnig verið að ræða, svo sem að mæla kalsíum og fosfór í blóöi, taka röntgenmynd af heiladingli, meta starfsemi heiladinguls með tilliti til of lítillar framleiðslu (hypopituitarismus) eða offramleiðslu einstakra hormóna hans; taka röntgenmyndir af maga, gera magaspeglun, mæla magasýrur (mjög hækkaðar við Z. E. syndrome), mæla gastrin í blóði, taka myndir af brisæðum (æxli í brisi, sem mynda gastrin) o. fl. Þegar tekist hefur að ákvarða legu æxlisins fyrir aðgerð eða meöan á henni stendur, er æxlið skrælt út úr liýði sínu eða ef slíkt er eigi talið heppilegt, er nærpartur briss numinn brott. 1 u. þ. b. 15% tilfella með insulinoma heppnast ekki að ákvarða legu æxlisins, og gerð er þá svo kölluð „blind distal pancreasresection“ í þeirri von að æxlið sé í þeim hluta, sem hefur verið tekinn burtu. Tekið er allt að 95% af brisi.4’14,19’30 Til eru þeir sem vilja gera „blind pancreatico-duodenec- tomia“, þar eð mörg þessara ,,ósýnilegu“ insulinoma geta legið í hrishöfði eða í aðliggjandi duodenum. Þetta er þó vafasöm aðgerð, þar eð hún er áhættu- söm og hefur gjarnan í för með sér sjúkleika (in- sufficientia pancreatis). Á meðan skurðaðgerð stendur og þar sem meinafræðingur er til staðar, á ætíð aö gera frystiskurö til þess að reyna að vera viss um að betafrumuæxli sé í þeim hluta brissins sem tekinn var burlu. Á meðan skurðaðgerð stendur á ætíð að reyna að halda blóðsykurgildinu eins stöðugu og kostur er með þéttum mælingum. Blóð- glúkósa hækkar tiltölulega hratt eftir að tekist hefur að fjarlægja æxlið. Bæði þessi atriði hafa verið til mikils gagns fyrir skurðlækna og þar með minnkaö áhættuna fyrir sjúklinginn.0’12’24,31 I tilfellum þar sem skurðaðgerð hefur ekki borið árangur, eða er óæskileg, kemur lyfjameðferð til greina. Eitt lyf er diazoxide,17’20,33 sem er skylt thiazide og hindrar sennilega innrennsli insúlíns, eykur katecholamine innrennsli og niðurbrot gly- cogens. Annað lyf er streptozotocin, sem er fúkalyf með æxliseyðandi verkun, og veldur sérstaklega betafrumudauða. Þetta lyf er oft heppilegt við með- ferð á insulinoma malignum,2’28 sem ekki er hægt að nema burt eða þegar um meinvörp er að ræða. Einnig hafa verið notuð diphenylhydantoin (anti- epileptikum) og lyf sem valda „betareceptor block- ade“. Reynslan af tveim síðast nefndu lyfjunum er þó ófullnægjandi enn sem komið er.1 0 Nú síðustu ár hefur verið hafin meðferð með L-asparaginase á sjúklingum með illkynja insúlinæxli, og virðist hafa gefið góða raun. Þó er þörf lengri reynslu af lyf- inu.23 Somatostatin, sem hindrar innrennsli vaxtarhor- 18 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.