Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Page 26

Læknaneminn - 01.07.1979, Page 26
B- og T-fruma virðist þannig vera af sömu megin- rót. T-frumuneminn virðist vera byggður af tveim- ur disúlfíð-tengdum polypeptíðkeðjum og hvor keðja um sig inniheldur Vh svæði. T-frumunem- arnir virðast þannig ekki hafa neinar léttar keðjur. Sennilega er hvorri keðju um sig pakkað saman í hlutsvæði á sama hátt og keðjum mótefnanna. Mynd 2 sýnir tvö möguleg líkön af T-frumunema. I líkani a er gert ráð fyrir að VH svæðin í keðjunum tveim- ur myndi sameiginlega eitt antigen-bindandi set, en samkvæmt líkani b myndar hvor keðja um sig sjálf- stætt antigen-bindandi set. Líkan a er talið mun lík- legra.2 A undanförnum árum hefur það komið æ skýrar í ljós að bæði styrkur og tegund ónæmissvars við ein- hverju tilteknu antigeni ræðst af flóknum milliverk- unum milli mismunandi tegunda T-lymphocyta og annarra frumna ónæmiskerfisins. Erfðafræðilegar athuganir hafa ennfremur leitt í Ijós að fyrir fjöl- mörg antigen er styrkur hæði mótefna- og frumu- borins ónæmissvars undir stjórn ákveðinna erra úr MHC kerfinu, svonefnd Ir erra (Immune response). Við getum þannig talað um ónæmiskerfið sem net starfrænna milliverkana, sem tengir saman frumur, sem annast sérhæfð hlutverkefni. Til að hrinda af stað framleiðslu mótefnis þurfa þannig B-lympho- cytar að fá hjálp frá T-lymphocytum, antigenið verður að komast í snertingu við báðar þessar teg- undir lymptocyta. Sýnt hefur verið fram á tilvist ákveðinna undirflokka T-lymphocyta, sem annast ýmis sérhæfð verkefni.3 Þannig hefur verið lýst T- lymphocytum, sem bæla ónæmissvar annarra ]ymp- hocyta, hvetjandi T-lymphocytum, sem magna eða hjálpa til við svar annarra frumna og loks víga- lymphocytum, sem tortíma markfrumum, sem bera ákveðin antigen. Svarhæfni alls þessa kerfis er undir stjórn mendelskra erra úr MHC kerfinu og verður það rætt nánar hér á eftir. lílIC. MeginUerfi fyrir vefjasanirýni Nafnið MHC er almennt nafn um ákveðna tegund errakerfis, sem lýst hefur verið hjá mörgum tegund- um hryggdýra. Mýs eru mikilvæg tilraunadýr í ó- næmisfræði, en erra kerfi þeirra fyrir vefjasamrýni nefnist H-2 complex eða kerfi. Tilsvarandi kerfi með Músarlttningur nr. 17 H-2 korfi. DRw-bútur B C A b. HLA kerfi Litningurnr. 6 Homo. Mynd 3. Til I-bútsins í H-2 kerji mása svarar DRw búturinn í HLA kerji manna, en til vejjastamrýnisantigena H-2K og D svara hins vegar HLA-B, -C og -A. mönnum nefnist HLA. Eins og nafnið bendir til skipta þessi err meginmáli við vefjaflutninga. Þau err úr þessu kerfi, sem fyrst var lýst skrá fyrir á- kveðin himnubundin antigen. Ef vefir eru fluttir milli einslaklinga sömu tegundar er hinum framandi vef mjög fljótlega hafnað, nema þessi antigen séu nákvæmlega hin sömu milli hýsildýrsins og vefgjaf- ans. Áhugi manna á MHC vaknaði fyrst vegna mikil- vægis þessa kerfis fyrir vefjaflutninga. Frekari rann- sóknir leiddu hins vegar óvænt í ljós að þetta kerfi skiptir meginmáli við ónæmissvar gegn antigenum yfirleitt. Sú staðreynd að antigen þessa kerfis hindra vefjaflutninga milli einstaklinga sömu teg- undar er sennilegast aðeins hliðarverkun af eðli- legri starfsemi þessa kerfis. Hér á eftir verður aðallega fjallað um H-2 kerfi músa, sem tiltölulega mikið er vitað um. Litningur 17 er einn af stystu litningunum í liln- ingakerfi músa og H-2 kerfið er staðsett á honum miðjum. Það er ekki alveg ljóst hve margir loci mynda þetta kerfi. Upphaflega var það talið ná yfir um 0.3 cM (sentimargana) frá K til D og innihalda a. m. k. fimm loci, en margt bendir til að kerfið taki yfir verulega stærra svæði eða frá K til Tla (ihymus leucemia antigen) og sé þá um 1,5 cM. Röð þessara loci H-2 kerfisins er sýnd á mynd 3a og það er athyglisvert að innbyrðis röð hliðstæðra loci á HLA kerfinu er önnur (mynd 3b). Við getum aðgreint loci úr H-2 kerfinu með því að finna dæmi um ný tengsl milli þeirra hjá arf- blendnum dýrum. Tveir loci, sem aðgreinast þann- ig með nýtengslum. geta þá annað hvort verið að- lægir eða verið aðgreindir af einum eða fleiri loci, sem við höfum engar upplýsingar um. Það er þannig ekki vitað með neinni vissu um fjölda loci í H-2 22 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.