Læknaneminn - 01.07.1979, Side 28
H-2K og H-2D og svara til HLA-A, -B og -C hjá
mönnum. Og antigenin, sem þau skrá fyrir, vega
þyngst um ónæmissvar eftir vefjaflutninga. Glyco-
hvítusameindin er byggS úr einni hvítukeðju, sem
inniheldur um 350 amínosýrur og við hana tengjast
tvær kolvetna-hliðarkeðjur. Onnur og styttri hvítu-
keðja um 100 amínosýrur að lengd er tengd við
þessa keðju með ekki-covalent bindingum, en hún
er skráð af erri, sem er ekki hluti af H-2 kerfinu.
Þessi styttri keðja nefnist beta2 mikroglobulin, en
hún kemur einnig fyrir sem frjáls hvíta í serum og
ákveðnum öðrum líkamsvökvum.5
Shreffler og Klein skýrðu uppruna D og K loci á
grundvelli erratvöföldunar. Athuganir á amínosýru-
röð fyrir mismunandi allel frá þessum loci sýna
sterkar hliðstæður og hafa þannig staðfest þessa
skýringu.
I flokki III eru err sem skrá fyrir ákveðna þætti
úr complement kerfinu, en það er kerfi hvíta í ser-
um, sem eyðileggur antigeniskar frumur eftir að
þær hafa tengst við sértæk mótefni.
Fjölmi/ntltin (polymorphismi)
Það er talað um fjölmyndan eða polymorphisma
hjá einhverri tegund þegar samtímis koma fyrir tvö
eða fleiri svipgerðarform og tíðnidreifingin er þann-
ig að sjaldgæfasta formið getur ekki verið til komið
með endurteknum stökkbreytingum. Fjölmyndan er
megineinkenni loci úr MHC og greinir þá skarpt frá
nær öllum öðrum loci. Selander og Yang(i hafa kann-
að byggingarerr, sem skrá fyrir 40 enzym og ekki-
enzymatiskar hvítur hjá músum.7 70% þessara. loci
reyndist um einmyndan að ræða, þ. e. aðeins fannsl
eitt allel í öllu íbúakerfinu. Hjá 30% var um fjöl-
myndan að ræða, þ. e. tvö allel eða í örfáum tilvik-
um þrjú fyrir hvern locus í íbúakerfinu. Venjuleg-
ast var eitt hinna þriggja allela mun algengara en
hin tvö. Flestar mýs reyndust arfhreinar fyrir hina
polymorphisku loci, en færri en 10% reyndust arf-
blendnar fyrir þá.
Um H-2 loci gegnir mjög öðru máli. Athuganir
Klein og fleiri á villtum músum sýndu að fyrir err
af flokki II var unnt að sýna fram á tilvist a. m. k.
20 allela fyrir hvorn af tveimur loci (sennilega var
fjöldi allela raunverulega mun meiri, en 20% allra
sýna gáfu ekkert svar við neinum tiltækum antigen-
um). Algengustu allelin úr flokki II höfðu tíðnina
12%, en flest önnur allel voru sjaldgæfari en 2%.
Tilsvarandi þessum mikla polymorphisma var tíðni
arfblendinna einstaklinga mikil eða yfir 90%. Þegar
allt er talið hefur fram til þessa verið lýst um 56
allelum frá H-2K lokusnum og 45 fyrir H-2D locus-
inn. Þessi fjöldi allela á þessum tveimur loci getur
þá gefið 2520 haplotypur og sennilega koma þær
flestar eða allar fyrir hjá villtum músum.7
Athuganir hafa sýnt að polymorphismi fyrir loci
úr flokki I eykur enn verulega á heildarbreytileika
innan H-2 kerfisins. Polymorphismi virðist vera
nokkuð mismikill fyrir þá tvo la loci, sem þegar hafa
verið vel auðkenndir. Fyrir annan þeirra hefur þegar
verið lýst um 50 allelum. eða svipað og fyrir loci úr
flok'ki II, en fyrir þann síðari hefur hins vegar til
þessa verið lýst tiltölulega fáum allelum. Það er enn
ekki alveg ljóst hvort þessi munur er raunverulegur.
Fjölmyndan er eitt megineinkenna loci úr MHC
kerfum og setur þá í skarpa andstæðu við einmynd-
an eða hina takmörkuðu fjölmyndan, sem einkennir
loci annarra kerfa. Það virðist mjög líklegt að þetta
sérkenni MHC kerfa skipti miklu máli varðandi
starfsemi þeirra og verður það rætt frekar hér á
eftir.
Staríscni i MHC
Telja má að uppgötvun Zinkernagel og Doherty
frá 1974 hafi gefið hina bestu vísbendingu, sem til
þessa hefur fengist um starfsemi MHC.8 Eftir veiru-
sýkingu mynda mýs víga-lymphocyta, sem geta tor-
tímt veirusýktum frumum. Þessi frumutortíming er
í fyrsta lagi veirusértæk, þ. e. a. s. víga-lymphocytar,
sem myndast í músum sýktum af t. d. vaccinia veir-
um, tortíma eingöngu vaccinia-sýktum frumum, en
ekki frumum sýktum af einhverjum öðrum veirum.
Zinkernagel og Doherty uppgötvuðu að það er einn-
ig til staðar annars konar næmi víga-lymphocyta,
sem er stjórnað af H-2 errum úr flokki II. Þannig
getur víga-lymphocyt, sem er næmur fyrir lympho-
cytiskum choriomeningitis veirum (LCM) því að-
eins tortímt sýktri frumu að bæði hann sjálfur og
markfruman beri sömu H-2K eða H-2D antigen.
Frekari rannsóknir hafa sýnt að í mörgum kerfum
24
LÆICNANEMINN