Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Page 32

Læknaneminn - 01.07.1979, Page 32
Enzymmœlingar í serumi HörSur Filippusson Rannsóknastofur sjúkrahúsa gegna nú orðið mikil- vægu hlutverki við greiningu og meðferð sjúkdóma. Hefur hlutverk þeirra farið hraðvaxandi undanfar- inn aldarfjórðung og vex enn. Brýna nauðsyn ber til að verðandi læknar þekki og skilji vel grundvöll þeirra mælinga og athugana, sem fram fara á rann- sóknastofum. Slík þekking er grundvöllur þess að læknirinn geti hagnýtt sér þá þjónustu, sem rann- sóknastofan getur látið í té. Hann þarf að vita hvaða mæling getur komið að gagni við lausn þess vanda, t. d. sjúkdómsgreiningar, sem við er að etja hverju sinni, en hann þarf ekki síður að hafa glöggt auga fyrir hinu gagnstæða, þ. e. þeim tilvikum þegar til- tekin mæling getur fyrirsjáanlega ekki varpað ljósi á vandann. Hið síðarnefnda er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að tíma, kröftum og fjármunum rannsóknastofunnar sé sóað í þarflausar mælingar. Hér á eftir verður rætt um einn þátt í starfsemi rannsóknastofa sjúkrahúsa, enzymmælingar, eða þann hluta meinefnafræði, sem nefndur er klinisk enzymologia. Verður einkum rætt um grundvöll en- zymmælinga almennt, en minna um notkun þeirra við greiningu einstakra sjúkdóma. Auk þess verður nær eingöngu fjallað um mælingar á enzymum í ser- umi eða plasma, enda mest um slíkar mælingar, þó að enzymmælingar í vefjasýnum gerist nú sífellt al- gengari. Upphaf hliniskrur enzymoloyiu Ákvörðun amylasa í þvagi er elsta dæmi um notk- un enzymmælinga við sjúkdómsgreiningu. Aðferð til þess var fundin upp í byrjun aldarinnar og auð- veldaði hún greiningu bráðabólgu í briskirtli. Um þrjátíu árum síðar var fosfatasi í serumi uppgötvað- ur, og kom í ljós að í serumi sjúklinga með bein- sjúkdóma, stíflugulu og fleiri lifrar- og gallvega- sjúkdóma var fosfatasamagnið meira en hjá heil- brigðu fólki. Brátt kom í ljós, að fosfatasar skiptust í tvo flokka, „súra“ og „alkaliska“, eftir því við hvaða sýrustig þeir virkuðu best. Upphaf kliniskrar enzymologiu, sem nú er ein af höfuðgreinum meinefnafræði, má þó e. t. v. fremur rekja til þeirrar uppgötvunar LaDue, Wroblevsky og Karmen árið 1954 að virkni enzymsins aspartat aminotransferasa (ASAT, áður nefnt glutamat-ox- aloacetat transaminasi, GOT) hækkaði um hríð í serumi sjúklinga, sem fengu hjartaáfall. Nokkru síð- ar kom í ljós, að bæði ASAT og annað enzym, ala- nín amínótransferasi (ALAT, áður nefnt glutamat- pyruvat transaminasi, GPT) hækkuðu í serumi lifr- arveikra sjúklinga. Þessar uppgötvanir leiddu til þeirrar tilgátu, að vefjaskemmdir af ýmsu tagi gætu orðið til þess að enzym lækju úr frumum út í blóðrásina. Á undan- fömum áratugum hefur þessi tilgáta fætt af sér mik- ið af rannsóknum, þar sem reynt hefur verið að finna enzympróf, sem nota mætti við greiningu ým- is konar sjúkdóma. Flest þau enzympróf, sem reynd hafa verið, hafa að sönnu reynst hafa mjög iak- markað gildi sem tæki til sjúkdómsgreininga, en á annan tug enzymmælinga hafa hins vegar komið að miklu gagni, og eru reglulega notuð á flestum sjúkrahúsum. Enzyni í vefjum í hverri frumu líkamans er mikill fjöldi enzyma, svo skiptir a. m. k. hundruðum. Magn einstakra en- zyma í frumum hinna ýmsu vefja er hins vegar mjög breytilegt. Sum enzym er að finna í verulegu magni í nær öllum vefjagerðum, en önnur ekki nema í örfáum eða jafnvel einni frumutegund. Dæmi um hið fyrra er laktat dehydrogenasi (LD), sem finnst í öllum vefjum, en hið síðara kreatínkínasi (CK), 28 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.