Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Side 44

Læknaneminn - 01.07.1979, Side 44
Nokkur atriði um iög, lagafrumvörp og tilskipanir um lyf og lyfjamál á íslandi Þorkeil Jóhannesson prófessor Ritstjóri Læknanemans fór þess á leit við mig fyrr á þessu ári, að ég semdi nokkra greinargerð um lyfja- lög nr. 49/1978, er tóku gildi 1. janúar 1979. Raun- var mér margt annað hugleiknara en skrifa um þessi lög. Hitt var þó jafnsatt, að ég hafði átt sæti í nefnd þeirri, er samdi frumvarp að lyfjalögum. Var mér málið þannig svo skylt, að örðugt var undan að víkjast. Þegar ég tók að velta þessu efni fyrir mér, varð mér ljóst, að forsaga lyfjalaga var miklum mun lengri og meiri en ég hafði haldið. Er með ólíkind- um, hve treglega hefur gengið að setja lög um lyf og lyfjamál, ekki síst lyfsölumál, hér á landi. Eg hef hvergi séð gerða tilraun til þess að fjaila um sam- fellda sögu þessara mála á prenti. Hef ég því látið freistast til þess að rekja sérstaklega í ritgerð nokk- uð efni laga, lagafrumvarpa og tilskipana, er að þessu efni lúta, allt frá tilskipun Kristjáns 5. Dana- konungs um lækna og lyfsala og full 300 ár fram á veg til okkar tíma. Geri ég mér þó fyllilega ljóst, að hér er sitthvað ótalið, er aðrir verða síðar um að bæta. Ég hef leyft mér að láta uppi skoðun á ýmsum þeim atriðum, er fyrir koma. Má vera, að sumum þyki stundum sagt um of eða van eða gæti ósann- girni af minni hálfu. Ég tel mig þó ætíð hafa beitt eins jákvæðri gagnrýni í hverju máli og unnt er og ég hef frá öllu skýrt samkvæmt bestu vitund. Lögum og tilskipunum um kennslu í lyfjafræði lækna og lyfsala er viljandi sleppt. Tilshipun Kristjúns honuntfs 5. uni lœhna og lyfsala frá 4. dcscmhcr 1672 Tilskipun þessi er sérstök á ýmsan hátt. Má þar fyrst nefna, að hún gilti hér á landi a. m. k. fyrir lyfsala í full 290 ár. Tilskipunin var birt á Alþingi 1673 (athugasemdir Lyfsalafélags íslands, sbr. 3. lið) og var fyrst afnumin með gildistöku lyfsölulaga nr. 30/1963 1. júlí 1963. Varðandi lækna er vafa- samt, hvort ákvæði tilskipunarinnar hafi efnislega fallið úr gildi fyrr en ineð lögum um lækningaleyfi, um réttindi og skldur lækna og annarra, er lækn- ingaleyfi hafa og um skottulækningar nr. 47 23. júní 1932." Einnig í Danmörku giltu ákvæði þess- arar tilskipunar a. m. k. að hluta langt fram á þessa öld. I öðru lagi er í hæsta máta athyglisvert, hve á- kvæði tilskipunarinnar eru yfirleitt ljós og kjarn- mikil. Hefur þetta valdið því, að flestar greinar til- skipunarinnar eru í raun í gildi enn í læknalögum, lyfjalögum eða lyfsölulögum. I þriðja lagi má á drepa, að sum fyrirmæli um starf lyfsala og rekstur lyfjabúða eru svo ítarleg, að tæpast hefur verið við aukið. - Hér er stuðst við texta tilskipunarinnar (Kgl. Forordning om Medici og Apotekere af 4. December 1672) eins og hann er birtur í Ijósriti í Medicinalhistoriske dokumenter til belysning af lægevæsenets og pharmaciens udvikling i Danmark I (gefið út af H. Lundbeck & Co., Kaupmannahöfn, MCMXL). Tilskipunin er samtals 30 greinar. Konungur nefn- ir sig konung í Danmörku og Noregi. Gildistaka til- skipunarinnar hér á landi er þannig bundin konungs- tign Kristjáns 5. í Noregi. Ástæða er þó til að ætla, að tilskipunin hafi í upphafi fyrst og fremst verið miðuð við Kaupmannahöfn. I 1. og 2. gr. ræðir um kunnáttu lækna og próf. I 3. gr. er tekið fram, að einungis þeir, er samkvæmt ákvæðum 1. og 2. gr. hafi hlotið viðurkenningu sem læknar, megi starfa að læknisstörfum. I 4. gr. er staðfest sú meginregla, að einungis læknar megi * Ég hef ekki getað fundið, hvenær tilskipunin var felld úr gildi að því er lækna varðar. 36 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.