Læknaneminn - 01.07.1979, Qupperneq 45
ávísa iyfium til inntöku og beinlinis tekiS fram um
menn í ýmsum stéttum, þar á meðal eru lyfsalar og
bartskerar, að þeir megi ekki ávísa slíkum lyfjum.
Fimmta grein ber með sér, að læknar skuli fara í eft-
irlitsferð í lyfjabúðir að minnsta kosti einu sinni á
ári. Þeir skyldu sjá til þess, að mál og vog væru rétt
og lyf og annar varningur væri selt samkvæmt gild-
andi taxta (— lyfsöluskrá). Auðséð er, að ákvæði
þessarar greinar hafa sérstaklega átt við Kaup-
mannahöfn.
I 8. gr. eru sett í lög þau ákvæði, að lyfseðla skuli
dagsetja og geta hverjum lyfið er ætlað. Þá verður
textinn ekki skilinn á annan veg en þann, að lyf og
efni skuli ekki nefnd efnafræðiheitum (efnafræði-
táknum), heldur skrifuð greinilega „fullum orðum“
(væntanlega það, sem við nefnum nú samheiti) til
þess að forða miss'kilningi hjá lyfsölum og miska
hjá sjúklingunum.
I 10. gr. er fjallað um greiðslur sjúklinga til
lækna, vitjanir og skyldur lækna til að sinna fátæk-
um, er ekki geta greitt fyrir læknishjálp. Er þar skír-
skotað til læknaeiðsins.
Tuttugu síðustu greinar tilskipunarinnar fjalla
fyrst og fremst um lyfsala, lyfjabúðir og rekstur
þeirra. í 11. gr. segir þannig, að enginn megi hefja
rekstur lyfjabúðar nema hann hafi til þess leyfi kon-
ungs og unnið honum eið og hafi áður staðist próf
hjá kennurum læknadeildar og lyfsölum Kaup-
mannahafnar og fengið út gefið prófskírteini af
þeim.
I 12. gr. er tekið fram, að lyfsalar skuli í megin-
reglu ekki fást við lækningar, en megi þó leiðbeina
um notkun mikilvirkra lyfja, ef ekki næst í lækni.
Þá er i 12. gr. fjallaö um dánarbú lyfsala og for-
stöðu þess. I 13. gr. eru skýr ákvæði um forstöðu-
niann lyfjabúðar, er lyfsali ræður sér í lifandi lífi.
Skyldi hann liafa til að bera menntun, sem væri
sambærileg við menntun lyfsalans. I 14. gr. eru á-
kvæði um lyfjasveina. Greinilegt er, að lyfjasveinar
(= aðstoðarlyfjafræðingar) skyldu standast próf
ujá kennurum læknadeildar og lyfsölum í Kaup-
mannaböfn, áður en þeir tækju til starfa í lyfjabúð.
Greinin ber meö sér, að lyfjasveinar störfuðu á
ábyrgð lyfsalans.
Vilmundur Jónsson og samherjar hans héldu fast
við orðið lyfjasveinn í frumvarpi sínu (sjá 4. lið á
eftir). Lyfsalar og lyfjafræðingar töldu í frumvarpi
sínu (sjá 5. lið), að orðið lyfjasveinn gæfi ranga
hugmynd um starfið. Þeir vildu nota orðið aðstoðar-
lyfjafræðingur í staðinn. Var það svo lögleitt í lyf-
sölulögum nr. 30/1963.
Akvæði 15. gr. eru um skyldur lyfsala að hafa á
boðstólum einungis góð lyf og varning. I 16. gr. er
fjallaö um það, sem nú myndi vera nefnt gæðamat
og framleiðslu- eða færsluskrá. Þá eru í 17. gr. á-
kvæði, er taka. skulu lyfsölum og starfsfólki þeirra
vara við að afhenda tortryggilegu fólki lyf. Einnig
er rætt um innfærslur lyfseðla í þar til gerða bók.
í 18. gr. er fyrst tekið fram, að lyfsalar skyldu
fara eftir fyrirmælum í lyfjaforskriftabók, sem kenn-
arai' læknadeildar hefðu samið að fyrirlagi konungs,
og breytingum á þeirri bók. AS lyfjaforskriftabók
þessari er einnig vikið í 15. gr. Er hér átt við De-
spensatorium Hafniense 1658, en Thomas Barlholin,
einn af frumkvöðlum líffærafræðinnar, er talinn
vera aðalhvatamaður að útgáfu þessarar lyfjafor-
skriftarbókar (Jens Schou: Forordningslære. Om
fremstiling og ordination af lægemidler, 2. udgave.
Nyt nordisk forlag, Arnold Busch, Kaupmannahiifn
1973 (bls. 15)). Þá eru ákvæði, er kveða svo á, að
lyfsalar skuli selja lyf samkvæmt gildandi taxta eða
lyfsöluskrá. Læknar og lyfsalar á Islandi skyldu
einnig selja Iyf samkvæmt dönskum lyfsöluskrám
allar götur frá því, að Bjarni Pálsson og Björn Jóns-
son hófu störf sín í Nesi við Seltjörn 1760 og 1772
og fjórðungslæknar frá 1766 og til þess, að lyfsölu-
skrá fyrir Island var fyrst gefin út 1897, þó að við-
/f
Framhlið Nesstoju.
LÆKNANEMINN
37