Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 47
skyldi vera bundinn við lyf. umbúðir og hjúkrunar-
gögn, er greindi í lyfscluskránni.*
I 2. gr. er kveðið svo á, að einungis lyfsalar og
læknar, er rétt hafa til lyfsölu, megi kaupa lyf, um-
búðir og hjúkrunargögn af landsstjórninni. I 4. gr.
frumvarpsins segir: „Landsstjórnin skipar mann til
að veita verslun þessari forstöðu og ákveður Iaun
hans. Hann skal hafa lyfsalapróf. Hann hefur einnig
á hendi eftirlit með öllum lyfjabúðum landsins. Nán-
ari reglur um starfssvið hans verða settar í erindis-
bréfi, er ráðherra gefur út.“
I greinargerð með frumvarpinu segir landlæknir,
að fyrirmynd að þessu frumvarpi sé frumvarp
stjórnarinnar um einkasölu á tóbaki og áfengi. Þá
lætur landlæknir uppi þá skoðun sína, að í sambandi
við verslunina skuli „hafa stóra og vandaða efna-
vinnustofu og mætti þar búa til margar þær sam-
setningar, sem nú eru keyptar tilbúnar frá útlöndum
og hafa hagnað af“. I umsögn sinni um 4. gr. legg-
ur landlæknir til, að forstöðumaður verslunarinnar
skyldi nefnast lyfsölustjóri og hafa lyfsalapróf og
fulla reynslu sem lyfsali.
Frumvarp þetta náði ekki fram að ganga. Mun
þar hafa valdið allnokkru andstaða lyfsala, er þá
voru 9 á landinu (þar af 2 í Reykjavík). Lyfsalar
sýndu af sér þá röggsemi að senda Alþingi 20 hlað-
síðna prentaða greinargerð, sem er hið merkilegasta
Plagg, um lagafrumvarp þetta. (Til Alþingis. Lyf-
salar og einkasala á lyfjum. Athugasemdir Lyfsala-
fjelags Islands við stjórnarfrumvarp um einkasölu á
iyfjum lagt fyrir Alþingi 1921. Prentað sem handrit.
Reykjavík - Félagsprentsmiðjan.) Greinargerð þessi
ber með sér að vera samin af einum og sama manni
°g hefur hann án efa verið lögfræðingur. Er rit-
smið þessi ómissandi hverjum þeim, er vill kynna
sér sögu lyfjamála hér á landi.
Frumvarpið hefur þó markað varanleg spor, því
að upp frá því spratt lyfadeild Áfengisverzlunar rík-
^sins, er síðar varð Lyfjaverzlun ríkisins. Fyrirtæki
þetta hefur löngum stundað umtalsverða lyfjagerð
auk lyfjainnflutnings og á sumum sviðum unnið
■* Fyrsta lyfsöluskrá á Islandi var gefin úr 1897 á dönsku.
Fyrsta lyfsöluskrá á íslensku var staðfest 21. september 1908
•Vilnmndur Jónsson: Jslenzkar lyfsöluskrár. Árbók Lands-
bókasafns 1959-1961 (bls. 236-241). Nefnast skrár þessar nú
lyfjaverðskrár, svo sem kunnugt er).
hrautryðjandastarf í lyfjagerð hér á landi. For-
stöðumenn þessa fyrirtækis hafa og verið nefndir
lyfsölustjórar. Var þeim á löngu tímabili jafnframt
falið að annast eftirlit með lyfjabúðum auk annarra
starfa í þágu heilbrigðisyfirvalda.
Lyfjasölu ríkisins er nú skipað með lögum nr. 63
28. maí 1969 um verzlun ríkisins með áfengi, tóbak
og lyf. Fjallar 2. kafli laganna um verzlun með lyf
o .fl. Lagagreinar þessar (9.-13. gr.) eru um of fá-
tæklegar og eru í raun einungis heimildarákvæði
fyrir ríkissjóð til þess að reka lyfjaverslun og lyfja-
gerð (sbr. 1. gr.). Sterk rök hníga að því, að eftir
liggi enn að setja um þetta fyrirtæki miklu gleggri
ákvæði í lögum, svo sem um stjórnun þess og verk-
efni, og þá ekki síst um stöðu þess í heilbrigðiskerf-
inu. Ur þessu verður að einhverju bætt, ef frumvarp
um lyfjadreifingu, sem lagt var fyrir Alþingi vorið
1979, verður að lögum. Núverandi lyfsölustjóri (Er-
Gömul lyfjaglös.
læknaneminn
39