Læknaneminn - 01.07.1979, Side 51
Frumvarp til lyfjialaya 1950
(Flutt á 70. löggjafarþingi 1950, þingskjal 116)
Frumvarp þetta var samið að tilhlutan Apótekara-
félags íslands og Lyfjafræðingafélags íslands. Það
var flutt á sama þingi og frumvarpið til lyfsölulaga,
er ræðir um í 9. lið á undan, var flutt í seinna
skipti ( þingskjal 112). Astæða er þó til þess að ætla,
að frumvarpið hafi í raun verið samið nokkrum ár-
um áður og þá sent Alþingi, en ekki verið flutt (sbr.
greinargerð með frumvarpi til lyfsölulaga 1962, 83.
löggjafaþing, þingskjal 54).
Líta má svo á, að frumvarpið sé annars vegar
andsvar lyfsala og lyfjafræðinga við stefnu land-
læknis og samherja hans í lyfsölumálum eins og hún
birtist í fyrrnefndu frumvarpi til lyfsölulaga. Hins
vegar er í frumvarpi lyfsala og lyfjafræðinga brydd-
að á ýmsum metkum nýmælum í lyfjamálum á
breiðari grundvelli. I greinargerð segir m. a.: „I
frumvarpinu er byggt á, að rétt sé, að innflutningur,
sala og tilbúningur lyfja sé í höndum aðila, sem til
þess fái sérstaka heimild, og fari fram á ábyrgð
þeirra, en lúti eftirlits þess opinbera og reglum, sem
það setur með lögum eða reglugerðum.“ — Má segja,
að þessi stefna hafi síðan orðið ofan á í lyfsölulög-
um 1963 (sjá á eftir).
Enn segir í greinargerð: Frumvarp þetta er fram
komið í því augnamiði að bæta úr þörf vorri á heild-
arlöggjöf um lyffræði, en slík löggjöf er að sínu
leyti jafnmikilvæg heilibrigðismálum þjóðarinnar
sem læknisfræðileg löggjöf, er vér höfum þó átt um
alllangt skeið.“
I 1. kafla frumvarpsins er líklega í fyrsta sinn í
íslenskri lagasmíð leitast við að skilgreina hugtakið
lyf. í 2. kafla er fjallað um stofnun apóteka og veit-
ing lyfsöluleyfa og í 3. kafla um rekstur apóteka.
Fjórði kafli er um lyfjagerð og lyfjaverslun. Þar er
kveðið svo á, að apótek hafi rétt til lyfjagerðar og
innflutnings lyfja o. fl. (15. gr.). í þessum kafla
niunu einnig vera fyrstu ákvæði í íslenskri lagasmíð,
er lúta að heildverslun með lyf í því formi, er nú
þekkist (16. gr.). Þá eru ákvæði um skipun fimm
manna í lyfaskrárnefnd (20. gr.) og um hlutverk
hennar (21. gr.). í þessari grein er kveðið svo á, að
nefndin skuli semja eða velja lyfjaskrá, lyfseðla-
söfn og íormúlskrár og semja breytingar og viðauka
við þessi heimildarrit. Þá á nefndin að vera ráð-
herra til aðstoðar, ef hann óskar þess, við rannsókn
og prófanir lyfja og lækningatækja, semja reglugerð
um verðlagningu lyfja og gefa árlega úr lyfjaverð-
skrá og ennfremur semja reglur um lyfseðla, af-
hendingu lyfja eflir þeim og hver lyf megi einungis
selja eftir lyfseðli. I 27. gr. er auk þess beinlínis
tekið fram, að nefndin skuli veita umsögn um sér-
lyf, áður en þau yrðu skráð (ákvæði um sérlyf eru í
heild svipuð og í fyrrnefndu frumvarpi 'til lyfsölu-
laga). Eru ákvæði þessi öll hin merkustu. Verkefni
lyfjaskrárnfndar voru þarna flest hin sömu og urðu
samkvæmt lyfsöiulögum nr. 30/1963. Að auki voru
nefndinni falin verkefni, sem lyfjaverðlagsnefnd
voru síðar falin.
1 4. kafla (26. gr.) eru skýr ákvæði um takmörk-
un á lyfjaauglýsingum. I 1. málsgr. 26. gr. segir:
„Auglýsingar á lyfjum eru bannaðar nema í sérrit-
um lækna og lyfjafræðinga og á annan þann hátt,
að ekki sé líklegt, að auglýsingin komi fyrir almenn-
ingssjónir.“ - Svipuð ákvæði um auglýsingar á lyfj-
um hafa síðar verið lögfest.
I 6. kafla eru ýmis merk fyrirmæli um gæði lyfja,
merkingu og áletrun. I greinargerð segir, að fyrir-
mynd þessara ákvæða sé sótt í bandaríska lyfjalög-
gjöf frá árinu 1938. Sjöundi kafli fjallar um eftir-
lit. I 1. málsgr. 36. segir: „Ráðherra skipar sérstak-
an lyfjaskoðunarmann ríkisins (visitator).“ Var hér
greinilega átt við mann i fullu starfi. Mó segja, að
ákvæði þessi hafi í raun verið fyrstu tillögur um
stofnun sérstaks lyfjaeftirlits í landinu. Stofnun
Lyfjaeftirlits ríkisins var fyrst til lykta leidd með
Re-ykjavíkur apotek.
LÆKNANEMINN
43