Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Page 53

Læknaneminn - 01.07.1979, Page 53
(1950), er áður ræðir. Með báðum þessum frum- vörpum var þó stefnt að því að fella úr gildi tilskip- unina frá 1672. I 22. gr. má engu að síður merkja hinn nýja tíma, því að þar er gert ráð fyrir að ávísa megi lyfjum í síma í sérstökum tilvikum, „en stað- festa skal hann lyfjaávísunina með samhljóða lyf- seðli, svo fljólt sem auðið er“. Þessi ákvæði um símaávísanir lyfja voru óframkvæmanleg í reynd og fóru óhemjulega fyrir brjóst ýmsum læknum. I 23. gr. er reglugerð um gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja fengin bein stoð í lögum. Reglugerð 'þessi hafði óð- ur verið gefin út 1950. I 7. kafla er fjallað um verðlagningu lyfj a. Þar er staðfest (28. gr.), að fimm manna lyfjaverðlags- nefnd skuli sjá um samningu lyfjaverðskrár og breytingar á henni. Nefnd þessi hafði starfað frá 1960 og tók þá við samningu lyfjaverðskrár af lyf- sölustjóra. Nefndina skyldu skipa fulltrúar Hag- stofu Islands, landlæknis, Tryggingastofnunar ríkis- ins, Apótekarafélags Islands og Lyfjafræðingafélags Islands. I athugasemdum segir, að með skipun nefndarinnar sé gætt hagsmuna framleiðenda og neytenda, jafnframt því, sem tryggt sé hlutlaust mat. Áttundi kafli er um lyfjabúðir, rekstur þeirra og smásölu lyfja. I 9. kafla er fjallað um lyfjagerðir, innflutning og heildsölu lyfja. I þessum kafla (50 gr.) er gert ráð fyrir sérstöku leyfi til handa fyrir- tækjum, er framleiða lyf og selja þau í heildsölu. I 50. gr. eru einnig ákvæði um tilraunastofnanir í eigu ríkisins og Háskóla íslands, svo sem áður er vikið að. Þá er einnig gert ráð fyrir sérstöku leyfi handa lyfjaheildverslunum (51. gr.). I sömu grein er tekið fram, að lyfjabúðum, viðurkenndum lyfja- gerðum og tilraunastofnunum reknum af ríkinu eða Háskóla íslands sé heimilt að flytja inn lyf og efni til lyfjagerðar vegna eigin þarfa. Er svo að sjá sem ákvæðin um tilraunastofnanir í eigu ríkisins eða Há- skóla Islands hafi fyrst komið inn í lagatextann í meðföram Alþingis. Veigamestu nýmæli laganna er án efa að finna í 10. kafla (52.-66. gr.). Er hann um sérlyf. Leitast er við að skilgreina hugtakið sérlyf og kveðið svo á, að þau skuli skrá á sérlyfjaskrá (52. gr.). Skyldi lyfj askrárnefnd gera tillögur um skráningu sérlyfja (53. gr.) og í lögunum eru ítarleg ákvæði um, hverj- um skilyrðum sérlyf skuli fullnægja til þess, að skrá mætti það á sérlyfjaskró (55. gr.). Auk skilyrða um virkni, notagildi o. fl., skyldi hið virka efni í lyfinu í meginreglu vera ófáanlegt á frjálsum markaði. Með öðrum orðum sagt, ef samsvarandi lyf var í viðurkenndri lyfajskrá eða lyfjaforskriftabók, skyldi ekki skrá sérlyfið. Ýmislegt stuðlaði að því, að þessu ákvæði varð alls ekki framfylgt. Ákvæði lokagreinar (66. gr.) 10. kafla lyfsölu- laga urðu ek'ki skilin á annan veg en þann, að taka skyldi af markaði innan 1—2 ára öll önnur sérlyf en þau, er skráð yrðu. Var í upphafi ekki hugsað, að frávik þyrftu að vera frá þessu. I athugasemdum við 54. gr. segir þannig beinlínis, að síðasta málsgr. þeirrar greinar sé sett samkvæmt ósk stjórnar Læknafélags Reykjavíkur. Málsgreinin er svohljóð- andi: „Ef sérstaklega stendur á, getur ráðherra eftir tillögum landlæknis heimilað, að flytja megi inn takmarkað magn af óskráðu sérlyfi, enda sé það þá aðeins látið úti gegn lyfseðli.“ - Innflulningur sér- 45 læknaneminn

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.