Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 56

Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 56
Framleiðsla mixtúru. svæði í fullu samræmi við læknisþjónustu í landinu, sbr. lög um heilbrigðisþjónustu nr. 57/1978. Þessi hugmynd hefur síðan verið útfærð í frumvarpi til laga um lyfjadreifingu, sem lagt var fyrir Alþingi á 100. löggjafarþingi 1978-1979. Ef ákvæði þessi yrðu að lögum, myndu þau mjög stuðla að því að koma lyfjasölunni undir félagslega stjórn. E fylgiskjalinu er einnig vikið að stofnlána- og jöfnunarsjóði lyfjabúða. Segja má, að ákvæði að þessu lútandi hafi náð fram að ganga með gildis- töku lyfjalaga nr. 49/1978, en í 10. kafla þeirra laga eru ákvæöi um lyfsölusjóð. Eftir er þó að sjá, hvort og hvenær ákvæði þessi koma í raun til fram- kvæmda, sbr. 14. lið á eftir. Lyijalög nr. 40 16. maí Meö bréfi, sem dagsett er 19. 1. 1973, fór lyfja- skrárnefnd (bréfasafn nefndarinnar) þess á leit við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, aö hafin yrði endurskoðun á lyfsölulögum nr. 30/1963. Af bréfi nefndarinnar má skilja, að hún hugsi sér end- urskoðun laganna alha. Ráðuneytið svaraði þessu erindi nefndarinnar með bréfi, sem dagsett er 2. 3. 1973 (bréfasafn lyfjaskrárnefndar). Af bréfi ráðu- neytisins má ráða, að áhugi sé fyrir endurskoðun lyfsölulaga „að því leyli er sérstaklega tekur til al- mennra ákvæða um lyf, skráningu lyfja, almennar 'kröfur um lyf o. fl.“ og skipuð verði nefnd „til að gera tillögur um slíka endurskoðun“. Ráðherra (Magnús Kjartansson) skipaði síðan með bréfi, sem dagsett er 9. 3. 1973, landlækni (Ólaf Ólafsson) formann í nefnd til þess að endurskoða lyfsölulög með tilliti til skilgreiningar á lyfjum og öðrum efn- um o. fl.“ (eigið bréfasafn). Yoru 5 menn skipaðir með honum í nefndina og var einn þeirra lögfræð- ingur. Nefnd þessi sat lengi á rökstólum, að vísu með löngum hvíldum á milli, og var ekki endanlega leyst upp fyrr en með bréfi ráðuneytisins, sem dag- sett er 25. 9. 1978 (eigið bréfasafn). Allmikill ágreiningur var upphaflega í nefndinni um það, hve víðtæk endurskoðun lyfsölulaga skyldi vera. Skipunarbréf ráðherra og bréf ráðuneytisins, sem áður er vikið að, bentu frekast til, að ekki ætti að endurskoða ákvæði um lyfjasölu eða lyfjafram- leiðslu, enda voru þá óráðin örlög þeirra frumvarpa, er greinir undir 12. og 13. lið að framan. Smám saman varð þó samstaða um, að endurskoða skyldi lögin í heild og setja í ein lög, lyfjalög, sem flest rammaákvæði um lyf og lyfjamál. Síðan skyldi taka afstöðu til þess, hvort útfæra ætti viss atriði nánar í sérstökum lögum. Fyrsta verk nefndarinnar var þó að gera tillögur um breytta skipun lyfjaskrárnefndar, er nú skyldi nefnast lyfjanefnd. Varð að ráði, að losa um tengsl milli embætta og setu í nefndinni þannig, að ekki mætti skylda menn til setu í nefndinni af því einu, að þeir gengdu tilteknum embættum. Skyldi seta í nefndinni vera bundin við menn, er hefðu nánar til- greinda menntun eða sérþeklcingu og án tillits til, hverjum embættum eða störfum þeir gegndu. Lagði nefndin til að lyfjanefnd yrði skipuð fjórum lækn- um (sérfræðingi í lyfjafræði lækna eða klíniskri lyfjafræði, sérfræðingi í lyflæknisfræði, sérfræðingi í eiturefnafræði og lækni, er starfaði að heimilis- lækningum) og tveimur lyfjafræðingum (sérfræð- ingi í lyfjaefnafræði og starfandi lyfjafræðingi). Náðu tillögur nefndarinnar fram að ganga og urðu að lögum (lög nr. 85 25. maí 1976 um breytingu á lyfsölulögum nr. 30 29. apríl 1963), en giltu, uns lyfjalögtóku gildi 1. jan. 1979. Nefndinni var einnig í mun að koma sem fyrst upp sjálfstæðu lyfjaeftirliti í landinu. Yoru því í lögum þessum allítarleg ákvæði um Lyfjaeftirlit ríkisins, sbr. einnig 10. lið að fram- an. Nefndin gerði sér smám saman Ijóst, að óeðlilegt væri, að lagaákvæði um lyfjafræðinga væru sett inn 48 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.