Læknaneminn - 01.07.1979, Blaðsíða 59
í lög um lyf eða lyfjasölu. Væri það jafn óeðlilegt
og setja ákvæði um lækna í lög um heilbrigðisþjón-
ustu. Varð því að ráði að semja sérstakt lagafrum-
varp um lyfjafræðinga, er síðan varð að lögum lítið
breytt (lög um lyfjafræðinga nr. 35 11. maí 1978).
Var frumvarp þetta í nokkru sniðið eftir læknalög-
um. í lögum þessum eru þannig ákvæði um sér-
fræðingsviðurkenningu, er mjög gætu lyft stétt
lyfjafræðinga upp, ef nýtt verða. I frumvatpi nefnd-
arinnar var einnig lokamálsgr. 3. gr. orðuð svo:
„Við veitingu starfsleyfis undirritar lyfafræðings-
efni yfirlýsingu þess efnis, að hann heiti því að við-
halda þekkingu sinni og auka sem kostur er.“ Þetta
ákvæði fór svo fyrir brjóst umsagnaraðilum, að það
var fellt úr frumvarpinu eins og það var lagt fyrir
Alþingi. Þá lagði nefndin á það áherslu í greinar-
gerð, að nauðsyn bæri til þess að setja ákvæði í
reglugerð, er nánar skilgreini, hver störf aðstoðar-
lyfjafræðingar megi inna af hendi (sbr. 7. gr. lag-
anna).
Snemma árs 1978 skilaði nefndin af sér frum-
varpi til lyfjalaga. Var það í 15 köflum. Voru í ein-
um kafla, 6. kafla, rammaákvæði um lyfjasölu og
lyfjadreifingu. Var þar m. a. að finna merk nýmæli
um stofnun spítalalyfjabúða og um heimild fyrir
Háskóla Islands að kaupa og reka lyfjabúð með sér-
stöku tilliti til kennslu og rannsókna í lyfjafræði lyf-
sala. Að öðru leyti var ætlun nefndarinnar að semja
sérstakt frumvarp um lyfjabúðir og ef til vill fleiri
atriði. Ráðherra (Matthías Bjarnason) strikaði
þennan kafla út og liggur því eftir að setja um þenn-
an málaflokk ný ákvæði í lögum, enda þótt reynt
hafi verið með frumvarpi til Iaga um lyfjadreifingu,
sem enn er ekki útrætt. Þess má þó geta, að heim-
ildarákvæði til reksturs háskólalyfjabúðar hafðist
inn í lög um Hás'kóla Islands við síðustu endurskoð-
un (sbr. 2. málsgr. 36. gr. laga nr. 77 10. september
1979).
Skal nú víkja nokkuð að einstökum greinum
lyfjalaga.
Samkvæmt 1. gr. eru lyfjanefnd, lyfjaverðlags-
nefnd, stjórn lyfsölusjóðs, Lyfj aeftirlit ríkisins og
landlæknir ráðherra dl aðstoðar og ráðuneytis við
framkvæmd laga þessara. Auk þess hefur ráðherra
hverju sinni sína ráðuneytisstarfsmenn, er hann get-
ur skipt í deildir með heimild í öðrum lögum. Hér
varð því ofan á, að í þessum lögum ættu ekki heima
ákvæði um sérstaka lyfjamáladeild í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu. 1 frumvarpi til laga um
lyfjadreifingu er hins vegar gert ráð fyrir lyfjamála-
stjóra (1. gr.).
I 2. gr. er skilgreining á lyfjum. Hugtakið lyf mót-
ast fyrst og fremst af notagildi efna og efnasam-
banda til lækninga, fróunar eða varnar gegn sjúk-
dómum og sjúkdómseinkennum í mönnum eða dýr-
um. I öðru lagi mótast skilgreining lyfjahugtaksins
af því að telja efni og efnasambönd, sem notuð eru
alveg hliðstætt við lyf til lyfja (þ. e. a. s. efni notuð
til sjúkdómsgreiningar á eða í líkamanum, svæfing-
ar, staðdeyfingar, getnaðarvarna eða til þess að
auka frjósemi manna og dýra). Skilgreiningin nær
einnig til umbúða og áhalda, sem hafa lyf að geyma.
Er þetta nauðsynlegt m. a. vegna þess að sum
ílát og áhöld er hafa lyf að geyma eru hluti þess
forms, sem lyf eru látin út í.
I 3. gr. er heimildarákvæði fyrir ráðherra að
fengnum tillögum nefndarinnar að fella hjúkrunar-
og sjúkragögn og lyfjagögn undir lyfjahugtakið. I
þessari grein er einnig gert ráð fyrir, að landlæknir
geti hlutast til, að sérfróðir menn geri tillögur um
nánari skilgreiningu og stöðlun fyrrnefnds varnings.
Er hér augljóslega óunnið verkefni, er fyrst og
fremst lýtur að skilgreiningu og stöðlun á plastefn-
um.
í 4. gr. eru undanþáguákvæði varðandi vítamín,
er í stórum dráttum taka mið af gildandi bandarísk-
um ákvæðum á þessu sviði. í 5. gr. eru ákvæði um
læknaneminn
49